Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttir MÁNUDAGUR 20. JÚNl2005 29 Rosenberg hjónin tekin af lífi fyrir njósnir Þann 19. júní áriö 1953 voru Juli- us og Ethel Rosenberg tekin af lífi í rafinagnsstól eftir að hafa verið dæmd til dauða fyrir njósnir. Þetta kom í kjölfarið á einu dramatískasta njósnamáli sem kom upp í kalda stríðinu, á hápunkti kommúnista- hræðslu og ofsóknarfárs í Bandaríkj- unum. Julius Rosenberg var handtekinn í júlí 1950 og kona hans, Ethel, í ágúst á sama ári. Þeim var gefið að sök að hafa njósnað fyrir Sovétríkin. Þau voru kærð fyrir að hafa komið á fót njósnahring sem lak hernaðar- leyndarmálum varðandi atómsprengjuna til Rúss- ana. Rosenberg-hjónin mótmæltu sakargiftunum en eftir stutt réttarhöld í mars 1951 voru þau sak- felld. Þann 5. apríl 1951 voru þau dæmd til dauða. Hjónin voru færð í hið al- . ræmda fangelsi Sing Sing í í - Ossining í New York-fylki og biðu þar dauða síns. Næstu tvö árin var mál hjónanna mikið hita- máli á alþjóðlegum grundvelli. Margir héldu því fram að Rosen- Ethel og Julius Rosenberg Yfirgefa réttarhúsið eftir að þau voru kærð fyrir njósnir. berg-hjónin væru fórnar- lömb múgæsingar and- kommúnista í Bandaríkjun- um, sem stóð hvað hæst á þessum tíma. Bandarískur almenningur trúði því hins vegar að hjónin hefur fengið réttláta málsmeðferð. Julius Rosenberg var tekinn af lífi á undan konu sinni, klukkan 8 að kvöldi 19. júní, 1953. Stuttu eftir að í dag árið 1965 var Nguyen Cao Ky, marshall í suðurvíet- namska flughernum settur í hina valdalausu stöðu forsætisráðherra Suður- Víetnams. lík hans var tekið úr rafmagnsstóln- um var Ethel leidd inn í herbergið og óluð niður. Hún var úrskurðuð látin 16 mínútur yfir átta. Þau neituðu allri sök og héldu fram sakleysi sínu ffam í rauðan dauðann. Þau skildu eftir sig tvo syni, Michael og Robert Rosenberg. Bróðir Ethel, sá sem gaf vitnisburðinn sem sakfelldi hjónin, hefur síðan játað að hafa logið fyrir rétti. Edda Björgvinsdóttir Sigríður fékk ekki að horfa á hana i Borgarteikhúsinu fyrir fylleríi fjögurra kvenna. Við köstuðum verkinu á milli okkar eins og litlu barni Þetta gekk bara ljómandi vel. Það var langur aðdragandi að sýningunni, löng forvinna og langt og mikið sam- starf milli mín og Grétars [Reynisson- ar]. Ég þekkti verkið frá fornu fari. Við Grétar köstuðum þessu á milli okkar eins og einhverju litlu barni sem við vildum varla taka að okkur. Svo brosti það til okkar einn daginn og við skild- um út á hvað þetta gekk. Samstarfið við leikarana gekk von- um framar og upp og ofan, eins og alltaf er. Þetta var mjög sérstakt af því að leikarahópurinn var mjög stór, sem var krafa framleiðendanna. Leikfélag Reykjavíkur vildi mæta þessum leik- hópi af fullum þunga. Verkið er nátt- úrulega þannig séð mannmargt. Það er náttúrulega hægt að fara margar leiðir með svona. Þannig að þetta var stór og ólíkur hópur. Það voru bæði „ungir og efnilegir" og svo voru „gaml- ir jálkar" á öllum aldri. En okkur tókst Ég er„show- bissness"-maður. allavega' fyrir frumsýningu að bræða hópinn saman og gera þetta samstæð- an leikhóp. Það var mikið afrek. Strindberg var náttúrulega með þessu verki að segja okkur að kvarta ekki. Manneskjurnar kvarta og kveina og búa sér til sína eigin óhamingju á jörðinni. Það er holl lexía þar sem fólk vinnur saman, að vera æðrulaust og kvarta ekki og kveina. Ég er að stunda Eglurannsóknir um þessar mtrndir. Ég hef tekið ársffí frá leikhúsinu til þess að stúdera Eglu. Þetta gæti orðið leiksýning með sjálf- um mér í öllum hlutverkum. Leikstýrt af sænskum leikstjóra sem heitir Pétur Engjakvistur eða Engkvist. Þetta æda ég að sýna undir súð í einhverri sveit í Borgarfirði, á landnámssetrinu. Kjart- an Ragnarsson, sá mikli leikhús- og ffamkvæmdarmaður og athafnaskáld, er að búa til mikið safn um landriáms- söguna með Eglu sem konsept. Ég ætía að búa til sýningu sem ég ætía að frumsýna við opnun listahátíðar 2006. Það verður ekki Pavarotti heldur ég og Egill sem opnum þetta. Svo hef ég náttúrulegá fjölda verkefna í fjöld- anum öllum af miðlum. Ég er „show- bissness“-maður enn sem komið er. Ég er að mennta mig núna. Mér finnst ágætt að taka mér smá hlé ffá leik- stjóminni. Það er líka flott að hætta á toppnum. Benedlkt Erlingsson hefur slegið heldur betur 1 gegn ,*!™ifékk cTéter' Úr bloggheimum Dæmdu ekki eftir útlitinu „Ég elska það þegar hneigð mln til að dæma fólk eftir stereótýpum þarf að beygja sig I duftið. Ég er að vinna með strák sem er sannfærður verztingur og meðlimur i Frjálshyggjufé- laginu, ekki orðinn sautján, gengur I Miles Davis bol og er mesti herramaður sem ég hef kynnst. Efmaöur er á leiðinni út stekkur hann til til að opna fyrir manni dyrnar og tekur mjúklega afmanni diskinn eftir mat svo hann geti sett hann i uppþvottagrind- ina. Það bregst ekki að þegar ég fletti i gegnum geisiadiskana mína inni í her- bergi og horfi íhugandi á einn þeirra byrj- ar hann að spila nákvæmlega sömu tón- iist f herberginu við hliðina." Krístin Svava - blog.central.is/sacredshit Gott sumar „Það er búið að vera geðveikt gott veður undanfarið, svo það fer að styttast i grill og hvitan rússa. Ég er búinn að ákveða að grilla mikið I sumar og ég ætla að halda grillveislu á næstunni og bjóða upp á rótsterka rússa.. En það veröur eitthvað þema t.d að strákarnir mæta með mústas og mullet og stelpurnar mæta i míní-pilsum og með fastar fíéttur. Hljóm- ar einsog þýskur klámari en hver fílar það ekki??? Sumarið legst allavegana vel i mig og maður er farinn að plana ýmislegt. Maður verður að fara til útlanda (það er bara skylda) og i allskonar road-trip." Steinþór Hróar - blog.central.is/270 Samræmdu prófin „Ég verð nú að taka undir með kennaranum sem hef- ur verið að pönkast á Námsmatsstofnun vegna samræmda prófsins í samfé- lagsfræði. Það er EKKI hægt að taka þingkosningar sem dæmi um beint lýð- ræði samanborið við óbeint lýðræði. Þing- kosningar eru einmitt kjarninn i óbeinu fulltrúalýðræði. Á hinn bóginn hefég alltafátt erfitt með aö botna í æsingnum sem fylgja vill þess- um samræmdu prófum á ári hverju. Þegar ég var að klára gaggó, voru samræmdu prófin bara tvö - stærðfræði og íslenska. Þau þóttu bæði léttvæg, enda lögðu menn meira upp úr íslensku- og stærð- fræðiprófunum sem skólinn sjálfur lagði fyrir." Stefdn Pálsson - kaninka.net/stefan/ & o o .5 Maður Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Ingveldl Sigurðardóttur finnst bæði karimenn og kvenmenn mega sýna hvert öðru me virðingu. Sigríöui Alexandeisdóttii hríngdi: Ég get ekki orða bundist eftir að hafa farið í Borgarleikhúsið á laugar- daginn til að sjá leikritið hennar Eddu Björgvinsdóttur, „Alveg briljant skilnaður" sem ég var búin að hlakka mikið til að sjá. Það fór hins vegar þannig að sýningin var eyðilögð af fylleríislátum í fjórum konum á fertugsaldri. Þær hlógu stanslaust og drukku brennivín, svöraðu Eddu og ráku upp hrossa- Lesendur hlátur í hvert sinn sem hún opnaði muninn. Ég hittí gamlar konur í hléinu og þær náðu bara ekki upp í nef sér fyr- ir látunum. Fólk var reglulega óá- nægt með þetta. Ég hef sjálf farið í leikhús í fjöratíu ár og aldrei lent í öðru eins. Það er alltaf verið að tala um að við reykingafólk eyðileggjum fyrir öðrum, en í þetta skiptið voru það fyllibyttur sem eyðilögðu allt. Ég náði ekki einu sinni að fylgjast með sýningunni. Það er auðvitað slæmt að hafa keypt leik- húsmiða á þrjú þúsund krónur og ganga út vitandi að sýningin fór fyrir ofan garð og neðan. Þessar konur fengu tiltal í hléi en þær létu ekki segjast. Þær héldu bara áfram að drekka og fíflast. Þær tóku með sér birgðir inn í salinn og drukku sleitulaust. Ég hefði helst viljað stoppa sýninguna og láta reka konurnar út, en það var því miður ekki hægt að gera það. Þær eyðilögðu alla stemningu, voru hlæjandi eins og hýenur þeg- ar Edda var að leika mjög dramatískt atriði og ég er ekki frá því að þetta hafi stuðað hana. Hún er frábær leikkona en þetta stuðaði hana fyrst. Það er alveg Ijóst að ég fer ekki aftur á leiksýningu í bráð, ekki fyrst maður getur ekki verið öraggur um að fá að horfa á sýning- una sína í friði fyrir fullum kerlingum. Þroskaþjálfinn segir Gagnkvæmttraust, virðing og hlýja Þar sem kvennréttindadagur- inn er nú nýliðinn finnst mér við hæfi að brydda aðeins á þeim mál- um. Við erum alltaf að berjast fyrir jafnrétti kynjana en mér finnst við ekki fara rétt að. Konum hættir mjög mikið til að rakka karlmenn niður því við erum alls ekki eins og getum ekki orðiö það. Það er ekki óalgengt að maður heyri „Ó, þessir karlmenn! Þeir eru svo vitíausir!" Nú spyr ég: getum við ætíast til að þeir sýni okkur eitthvað fallegt þegar við látum alltaf niðrandi orð um þá falla. Mér finnst illa hafa verið vegið aö karlmönnum að undanförnu. Þó finnst mér þetta hafa lagast á síðustu áram. Fólk sýnir gagnkvæma virðingu. Konur fóru fram úr sjálfum sér á sínum tíma með of miklum hamagangi og látum. Mér finnst ennþá eins og eimi eftir í þjóðfélaginu að kon- ur séu ekki jafrifærar og karlar. Það er miklu meira reynt í fjölmiðlum að tala við karlforstjóra en kven- forstjóra. Er þetta af því að konur kæra sig ekki um þessa truflun og , eru kannski miklu nákvæmari í því sem þær láta frá sér fara heldur en karlmenn? Ég er sannfærð um að líffræðilegur munur á körlum og konurn er stór þáttur í öllu þessu. Við vitum að karlmaðurinn á erfitt með að hugsa um nema eitt í einu, s.s. þegar hann situr og horfir á sjónvarpið getur hann ekki talað í síma. Mér finnst nánast ekkert hægt að gera nema bera virðingu fyrir hvert öðru og trúa og treysta á hvert annað. Fólk verður að segja „þú getur gert það sem þú viit“ með meiningu bak við orðin og gagnkvæmt traust, virðingu og hlýju. Við erum öll jöfii.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.