Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 31
DV Lífið MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 31 Villi WRX hefur nú lokið sinni þriðju viku i ræktinni og lætur hann vel af sér. Dömurnar eru farnar að taka við sér og útlitið bjart hjá WRX. Gillzeneggerinn segir hann þó ekki tilbúinn í sprengingar og fór með hann til Svavars í Fitness Sport og lét hann kaupa fæðubótarefni. Vöðvaaukandi dunkar Villivar sendur b urt með vöruruppá 25.000 krónur villi WRX Kominn á fæðu- bótarefnin ogernúmeö Svavar og Gillzeneggerinn til stuðnings. Svavar Jóhannsson segir okk- ur frá þeim faeðubótarefnum sem Villi WRX festi kaup á. „Við ætlum að láta hann á Cell tech kreatín til að auka vöðva- massann og Nitro tech prótein. Þetta er til að massa hann upp. Til að tálga hann til munum við láta £ hann taka Hydroxy-töflurog ná af honum bumbunni," segir Svavar Jóhannsson, eigandi Fitness Sports.„Mér leist ágætlega áhann, hann gæti orðið hrikalega mass- aður. Eftir að Egill hefur tekið hann í gegn veröur Villi með hann bein- stífan," segir Svavar og hlær. „Þessi efni eru alls ekki óholl og eru samþykkt aflyfjaeftirlitinu. Þau eru ekki nauðsynleg en þú nærö fyrr árangri. Þetta er þaö sem allir eru að nota I ræktinni," segir Svavar. Þessi pakki sem Villi keypti kostaöi hartnær25.000 krónur og dugar honum í þrjá mánuði.„Þetta eru tveir tvöfaldirá barnum og ein pizza á mánuði. Ég er líka viss um að þetta skili Villa fleiri píum en áfengið nokkurn tímann," segir Svavarog glottir. I Fitness Sporti er hægt að fá allt sem snýrað Ukamsræktinni, hvort sem það er sokkapar eða eitt stykki einkaþjálfari, Svavar reddar þessu öllu.„Við höfum verið fremstirí þessum fæðubótarbransa í um sjö ár. Svo erum við með úrvals einka- þjálfara á okkar snærum eins og til dæmis Arnar Grant og ívar Guð- munds sem voru báðirá verð- launapalli I ár,“segir Svavar að lok- um. Mælingarnar hans Villa 20. júní 6.júní Þyngd: 69,5 kg 69,0 kg Fitumæling: Brjóst: 13 mm 17 mm Læri: 14 mm 16 mm Magi: 22 mm 29 mm Fituprósenta 13,4% 17,37% Ummálsmæling: Kálfar: 36,6 cm 36,2 cm Læri: 52,9 cm 52,5 cm Mitti: 83 cm 86 cm Brjóst: 96,5 cm 95,5 cm Bicep í slökun: 30,5 cm 30 cm Bicep spenntur: 33, 4 cm 32,5 cm Axlir: 113 cm 112 cm „Þessi vika er búin að vera frá- bær,“ segir vaxtar- ræktardýrið Villi WRX um liðna viku. „Ég er búinn að skríða út úr ræktinni en koma fersk- ur inn í hana í hvert sinn. Egill sagði við mig að ég ætti mér ekkert líf meðan á þessu stæði, það er bara ræktin og ekkert annað,“ segir Viili sem er búinn að ná af sér nokkrum fituprósentum og farinn að finna ár- angur á öxlum og handleggjum. „Þessi gæi [Gillzenegger] er rosalega strangur," segir Villi. Eitt skiptið í þessari viku mætti Viili eilítið of seint og fékk þá að kenna á því hjá Gillz. „Hann lét mig taka 120 kílö í fótpressunni," segir Villi, en hann var við það að kasta upp eftir þá reynslu. „Ég labbaði eins og Ozzy Osboume eftir æfinguna." Dömurnar taka við sér Gillzeneggerinn var búinn að lofa Villa því að dömumar fæm að taka við sér þegar hann færi að hreyfa sig og sjá árangur. Það hefur gengið eftir en Gillzeneggerinn hef- ur þó ekki gefið grænt ljós á að hann geri eitthvað með dömunum. „Ég var að rúnta um daginn með einni stelpu sem ég er að kynnast. Egill frétti eitthvað af því og hringdi í mig alveg brjálaður. Sagði mér að hunskast heim að sofa og ég væri ekkert tilbúinn í þetta og ég varð bara að gegna því," segir Villi WRX. Egill segir það vera brot á agareglum Villa að fara að vinna í kellingum strax. „Hann á ekki að sprengja í kellingar fyrr en ég gef honum leyfi. En ok, hann tók þarna smá hliðar- Ég var að rúnta um daginn með einni stelpu sem ég er að kynnast. Egill frétti eitthvað af því og hringdi í mig alveg brjálaður spor og við bara settumst niður og ræddum það," segir Gillzenegger- inn. Villfríður WRX Gillzeneggerinn segir Vílla hafa skánað í ræktinni en hann sé samt ennþá alger kelling. „Ég kalla hann Villíríði WRX því hann er alltaf vælandi. Reyndar er hann farinn að taka mun betur á því núna en á samt langt í land," segir Gillzeneggerinn. „Hann er að koma aðeins til, maður sér að bumban farin að minnka en ég vil ekkert létta hann neitt að ráði. Mig langar ekki að hafa hann sem einhveija 69 kílóa renglu. Planið er að massa hann upp, hann á að enda sem 78 kíló af kjöti. „Annars er ég mest hissa á að kellingamar séu famar að taka við sér því að hann er nú ekki orðinn það mikið fyrir augað. En hann verður bara að sætta sig við það að hann má ekkert gera án þess að hafa leyfi frá mér. Hann má ekki kúka án þess að láta mig vita," segir Gillzeneggerinn. Náttúran farin að segja til sín Gillzeneggerinn hefur áhyggjur af því að náttúran sé farin að segja til sín hjá Villa. „Ég mun senda hann í tíma til Kristins Pálssonar þar sem hann lærir að tappa af þegar hann er tilbúinn. Málið er bara að hann er ekkert reddý í eitthvað svoleiðis. Þangað til verð ég að Iáta Kristján Óla Sigurðsson éða Rúnkarann taka hann í tíma og kenna honum sjálfs- fróun," segir Gillzeneggerinn. Fæðubótarefnin eru málið VUli WRX er bjartsýnn á árangur- inn af fæðubótarefnunum. „Þetta held ég að sé rosalegt, hef heyrt að þetta Cell Tech sé það sterkasta. Svavar sagði líka við mig að ef ég stækkaði ekki af þessu þá þyrfti ég að fara í einhverjar rannsóknir. Ég byrja að hlaða kreatíni í fyrramálið og drekka prótein í kvöld. Svo tek ég þessar megrunartöflur til að rífa af mér spikið. Ég verð að fara að ná því af mér því að gellan sem ég er að hösla er með sixpakk en ég með bumbu," segir Villi WRX. Fólk tekur eftir Villa Villi hefúr hlotið mikla athygli út á umijöllunina í DV og einungis já- kvæða hingað til. „Ég er að fá ótrú- lega athygli, ég lenti í því að það komu tveir gæjar hérna um daginn og spjölluðu heillengi við mig. Þeir voru að segja mér hvað það væri já- kvætt að hafa húmor fyrir sér eins og geri. Það er gott enda lærði ég það af köllunum.is," segir Villi sem fljót- lega far að sprengja í kellingar eins hryðjuverkamaður. soii@dv.is Dallas á dagskrá Ef Dallas veröur á dags munu húsmæöur kætai við að sjá J.R. aftur á skjánum en hann hefur marga fjöruna sopið. Kvoldþátturinn Líklegast eini íslenski þátturinn á dagskrá Sirkus í sumar. Sjónvarpss.tööin Sirkus fer í loftið 24. júní Erlent efni uppi- staðan á Sirkus „Sumardagskráin verður byggð upp á erlendum sjónvarpsþáttum," segir Daníel Traustason, sem er nokkurs konar þúsundþjalasmiður á sjónvarpsstöðinni Sirkus sem hefur útsendingar 24. júní. „Það verður ekki mikið um innlent efni hjá okkur í sumar, en við erum að klára að negla sumardagskrána núna,“ segir Daníel. Eini íslenski þátturinn sem verður á dagskrá til að byrja með er Kvöldþátturinn sem er í umsjón Guðmundar Steingrímssonar, Hall- dóru Rutar Bjamadóttur og Sigrið- ar Pétursdóthir. Daníel útilokar ekki að fleiri íslenskir þættir muni verða á dagskrá með haustinu. Einhveijar sögur hafa verið á kreiki um að Dallas-þætthTiir verði á dagskrá Sirkus. Daníel seg- ist hvorki geta játaö því né neitað en þetta komi allt í ljós á næstu dögum. Nanna Guðbergsdóttir, fyrrum fyrirsæta og eigandi Segafredo, er 31 árs í dag. „Konunni finnst hún ef til vill i standa í sömu sporum og ) hún gerði fyrir ári en svo er f þó ekki. Lífsreynsla hennar er einu ári lengri og . þess vegna er hún 'smeðvitaðri en hún hefur áður verið," , segir í stjörnuspá Ihennar. Selma Björnsdóttir Þú getur orðið einkar klók/ur við að sjá hvernig aðrir bregðast við líð- an þinni hér. Þú ræður við hvað sem verður á vegi þínum ef þú aðeins eflir innra jafnvægi þitt betur kæri vatnsberi. © Ftikarm (19. febr.-20.mars) Þú birtist hér áköf/ákafur við að skilja eðli og merkingu tilverunnar. Hrúturinn//!.mm-i9.í Gerðu eitthvað skemmtilegt sem þú hefur hingað til aðeins (myndað þér en ekki leyft þér og leitaðu til fólks- ins sem eflir þig og ýtir undir jákvæða eiginleika þlna. Nautið (20. apríl-20. mal) Mannúö, örlæti, óeigingirni, skuldbindingar og sköpunargáfa lýsa stjörnu þinni vikuna framundan. Hlust- aðu á langanir þlnar framvegis. o Tvíburarnir(2!.ma/-2!./« Þú virðist helst fara þá leið sem krefst minnstrar mótstöðu en það er um það bil að breytast. Eitt stærsta verkefni þitt er eflaust að lifa í nútiðinni og láta fortiðina lönd og leið. o Krabbinngj.júni-a./ií/fl Krabbinn er jarðbundinn á þessum árstima. Þú ættir að fylla lung- un af alefli og anda siðan frá þér endr- um og eins. Hreinsaðu huga þinn og tilfinningagáttir kæri krabbi því vikan sýnir hraða og annir. o LjÓnÍð (Rjúli- 22. igúsl) Haltu fast í trausta félaga kæra Ijón ep þú þarfnast án efa félaga sem hvetja þig og minna þig á að nota fram- takssemi og einbeitingu þína i meira mæli. Meyjan qs. ágúst-22. sept.) Þú ert fortvitin/n að eðlisfari, mislynd/ur oft á tíðum og setur frelsið ofar nánast öllu öðru sem tilveran hefur upp á að bjóða. Vogin (23.sept.-23.okt.) Þú ert uppfull/ur af hæfileikum og ekki síður mannúð ef þú tilheyrir stjörnu vogar. Annars er áberandi hvað þú hef- ur viökvæmar taugar. Þú ert ákaflega næm/ur á alla strauma (kringum þig. Sporðdrekinn (24.oki.-2u0>.) Með barnslegum huga.for- vitnum augum og óbilandi vilja til að skara fram úr tekur þú örugg skref (átt að draumum þínum. Sumarið er tíminn. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Þú ættir fyrir alla muni að huga vel að tilfinningum þínum frekar en köldu raunsæi ef þú tilheyrir stjörnu bogmanns. Leyfðu hjarta þínu að stjórna ferðinni ef þú mögulega getur. ©Steingeitin (22. des.-19.janj Þú átt auðvelt með að vera í kringum fólk og gefur þv( allt það svigrúm sem það þarfnast en þessa dagana mættir þú skoða gildis- mat þitt með jákvæðu hugarfari. Leyfðu fjarlægð aldrei að myndast milli þín og þeirra sem þú elskar og virðir. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.