Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 Fréttir DV Læti á Súðavík Samkvæmt Bæjarins besta, blaði ísflrðinga, þurfti lögreglan að hafa afskipti af mönnum að loknum dans- leik á Súðavík í nótt. Eitt- hvað hafði gamanið kárnað og hafði dansinn umbreyst í ryskingar og slagsmál. Lög- reglan þurftir að nota táragasúða til þess að ráða við lætin og þurfti einn að gista fangageymslu. Sam- kvæmt lögreglunni voru það um það bil fimm aðilar sem sáu um slagsmálin og þurfti fjóra lögreglumenn til þess að róa þá. Eftirmál verða lík- legast engin, en eins og er sagt við ísafjarðardjúp: „Menn hafa ekki tíma í svo- leiðis." XFMkomintil Vestmanneyja Nú ættu Eyjamenn að geta glaðst því nú er hægt að ná rokk- stöðinni XFMíVest- mannaeyjum | á tíðninni 104,7. Rokk- stöðin starfar | undir for- merkjum stærstu rokkút- varpskeðju í heimi en það er einmitt XFM. XFM var stofnuð af fyrrverandi út- varpsmönnum á X-inu gamla eftir að það var lagt niður. Þar er hægt að hlusta á hinn sívinsæla morgun- þátt „Capone" undir stjórn Andra Freys og Búa B. Afmæli kosn- ingaréttar kvenna Sunnudaginn 19. júní varð kosningaréttur kvenna 90 ára. Athöfn var hald- in á Þingvöllum og flutti Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti íslands, há- tíðarávarp. Einnig voru 18 rósir settar í Drekkingarhyl en það var gert til þess að minnast þeirra 18 kvenna sem þar var drekkt. Kosn- ingaréttur og kjörgengis- réttur kvenna kom í nokkrum skrefum hér á ís- landi og var hann orðinn að samræmdum lögum um land alit árið 1926. „Það var fábært veður hérna á Isafíröi á 17. Júní, enda þótt ekki hafí verið sól,“segir Reynir Torfason, myndlist- armaður á ísafiröi.„Reynd- Landsíminn fólki oft veðrið ekki orðið al- mennilega gott fyrr en sólln skín, en hér var stafalogn og hin mesta blíöa. Það ernú aö veröa einhvers konar kjötkveðjuhátlðarbragur á þessum hátíðarhöldum nú til dags. Það virðast allir vera búnir aö gleyma þvl aö minnast á aukiö lýðræöi og bættkjör." Drög að alheimsskrá yfir barnaníðinga verða skerpt enn frekar á fundi leiðtoga G8 í næstu viku. Þar verða geymdar myndir af níðingum og fórnarlömbum sem finnast á tölvum og netinu til að lögregluyfirvöld í hinum ýmsu löndum geti hjálpast að. Alheimsskrá ylir barna- níðinna aö verða til Á leiðtogafundi G8 fyrir tveimur árum var ákveðið að hrinda af stað fjölþjóðlegum gagnagrunni yfír barnaníðinga. Því hafa lög- regluyfirvöld í nokkrum löndum unnið hörðum höndum að því að skrá niður allar upplýsingar sem þau hafa undir höndum um barnaníðinga og fórnarlömb þeirra. Nú fer að líða að því að grunnurinn verði tekinn í notkun. heims og Rússlandi. Góður árangur Breta Breska lögreglan hefur nú þegar komið á fót gagnagrunni sem í eru yfir 800 þúsund myndir. Þau gögn verða sameinuð gögnum frá öðrum löndum þegar alheimsgagnagrunn- urinn verður tekinn í notkun. En Bretar hafa náð góðum árangri. Talið er að samtals séu þrjú þúsund fórn- „Tæknin vinnur með okkur. Verk- efnið er vel á veg komið. Interpol hef- ur sérstaklega orðið vel framgengt. Gagnagrunnurinn verður mjög öfl- ugt tæki til að takast á við þessa hræðilegu og skipulögðu glæpi,“ seg- ir Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands. Clarke verður fundarstjóri á leiðtogafúndi G8, sem hefst í Sheffi- eld á Englandi á fimmtudaginn. G8 samanstendur af sjö ríkustu þjóðum fslenskir bamaníðingar Þeir Birgir Ingólfsson, Ágúst Magnússon og Steingrlmur Njálsson verða væntanlega I alheimsskrá barnanlðinga. arlömb á myndunum í gagnagrunni þeirra. Aðeins er búið að bera kennsl á hluta þeirra. Hins vegar hafa 7000 níðingar þekkst á myndunum. Þar af er búið að handtaka 3500, kæra um 1700 og dæma um 1250. Interpol hef- ur einnig náð góðum árangri með notkun gagnagrunns. Þónokkur reynsla er því nú þegar til staðar og ljóst að slíkir gagnagrunnar hjálpa mikið við rannsókn, auk þess að spara gríðarlegan tíma fyrir rann- sóknarlögreglumenn. Landamærin hverfa í grunninum munu lögregluyfir- völd um heim allan skiptast á upp- lýsingum þannig að auðveldara verði að bera kennsl á barnamðinga og fómarlömb þeirra. Þá er einnig verið að útbúa for- rit sem ber mynd- irnar saman og ber kennsl á níðinga, herbergi og bak- grunna, sem koma fyrir á myndunum. Þannig verður reynt að minnka hið gríðarlega um- fang brotanna. Einnig er vonast til þess að frekari ár- angri verði náð á móti alþjóðlegum gengjum. í dag m stunda þau að I flakka yfir landa- W' í grunninum munu lögregluyfirvöld um allan heim skiptast á upplýsingum þannig að auðveldara sé að bera kermsl á barna- níðinga og fórnar- lömb þeirra. mæri og stinga lögregluna þannig af. Næst á dagskrá Á leiðtogafundi G8 í Sheffield verður farið yfir skýrslur ffá Interpol og fleirum þar sem kemur fram hvaða tæknilegu hindranir standa í vegi fyrir að grunnurinn verði að veruleika. Búist er við því að leiðtog- ar ríkjanna átta eigi eftir að taka máhð föstum tökum. Þegar alheimsgagnagrunnur yfir bamaníðinga verður orðinn að veruleika er búist við því að snúið verði að öðrum grunnum. Á teikni- borðinu er meðal annarra alþjóðleg- ur grunnur um hryðjuverk. Hryðju- verkasamtök nýta sér landamæri mikið og stofría sellur úti um allan heim. Þá á einnig að búa til grunn um alþjóðleg, skipulögð glæpagengi og spillingu í Affflai, sem þykir þarft að ná í skottið á til að álfan geti náð almennilegum framförum. Harövítugar deilur um hver hafi átt hugmyndina aö Da Vinci lyklinum Er metsölubókin Da Vinci lykillinn stolin? Höfundi Da Vinci lykilsins, Dan Brown, hefur nú verið stefnt fyrir rit- stuld. Bókin sem fjallar um leitina að hinum heilaga sannleika og leyndar- dóma kirkjunnar hefur verið seld í 30 milljón eintökum úti um allan heim og er ein af vinsælustu bókum heims síðustu ára. Nú hafa þrír rithöfundar, þeir Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Lincoln sagt að Da Vinci lyk- illinn byggist öll á rannsóknum þeirra um sama mál sem birtust í bókinni „Holy blood, holy grail". En þeirra bók hefur selst betur eftir vin- sældir Da Vinci lykilsins. „Maður er stundum neyddur til þess að lögsækja fólk, ef það yfirtek- ur vinnu manns og hugmyndir. Við höfum beðið með að lögsækja hann vegna þess að það er leið- indamál að lögsækja annan höfund. Sann- leikurinn er sá að hann hefur stolið öllu meginmáli í okkar bók en það tók okkur sjö ár að rannsaka þetta. Þetta er víti til varnaðar fyrir alla rithöfunda. Ef þið virðið ekki annarra manna vinnu, fariði til fjandans," segir Michael Baigent einn höfunda „Holy blood, holy grail". Dan Brown tiefur ekkert sagt um mál- ið. Kvikmynd er nú í bí- gerð um bók Dans Brown og er það Hollywood- hetjan Tom Hanks sem stendur fyrir henni. „Ef við vinnum réttarhöldin þá stöðvum við þessa mynd um leið," segir Michael Baignant. Bók- in „Holy blood, holy grail" kom út árið 1982 og fékk eindóma lof bókmenntagagn- rýnenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.