Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 28.08.2004, Qupperneq 32

Orðlaus - 28.08.2004, Qupperneq 32
4 ROCK N ROLL Það var grásleppulegt og kalt í veðri þegar rafvirkinn Gary Smith mætti í vinnuna þann áttunda apríl 1994. Hann hafði verið ráðinn til að leggja rafmagn í litla gestaíbúð fyrir ofan bílskúr. Þegar hann gekk þangað inn fann Gary líkið af vinnuveitanda sínum. Hann hafði skotið af sér höfuðið með haglabyssu. Hann var Kurt Cobain og hann hafði, algerlega einn síns liðs, breytt gangi tónlistarsögunnar. Á fyrstu árum næntís vildu menn gleyma öllu um árin á undan og öllu sem minnti á eitís var útrýmt. Konur fleygðu axlarpúðunum og kariarnir snoðuðu af sér möllettinn. Fólk heima í stofu horfði á Bandaríkin gereyða miðborg Bagdad, höfuðborg fraks. Hin tveggja vikna heraðgerð „Operation Desert Storm" var síður stríð heldur en sýning á ógnarmætti Bandarikjanna. Það var fyrsta stríðið sem var sýnt í beinni útsendingu. þegar út úr dansaðir líkamar þeirra gáfu undan í öllum hitanum og hávaðanum. Reif voru nokkuð neðanjarðar á þessum tíma og hinn venjulegi tónlistarunnandi var ekki að dansa og tralla við 808 State, Smart E's eða Ajax. Vinsælastir af öllum þessum „ekta" reifböndum var The Prodigy. f dag eru þeir tútnaðar risaeðiur, en á þessum tíma, þótt ótrúlegt megi virðast, voru þeir alveg það heitasta og mest spennandi sem var að gerast í dansheiminum. Keith Flint álpaðist um sem spastískur maður væri, slefandi og grettandi sig framan í forviða húsmæður. Myndbandið við lag þeirra „Firestarter" var bannað í bresku sjónvarpi einungis út af villtu útliti söngvarans. Endrengirnirí Prodigyvorusamtdanstónlistfyrirlengra komna. Það sem einkenndi MTV og vinsældarútvarp Evrópu á þessum tíma var útþynnt og saklausari útgáfa Stakka Bo - „Here We Go" Righ Said Fred - „l'm Too Sexy" Haddaway - „Rock My Heart" f Bandaríkjunum voru svipaðir hlutir í gangi. Snap! Sungu „l've Got the Powerl", C+C Music Factory sungu „Everybody Dance Now!" og Technotronic sungu „Pump Up the Jam". Yfirlýsingar og fyrirskipanir voru greinilega aðalefnistök þeirra. Munurinn á bandarískri og evrópskri danstónlist var einna helst sú að í Bandaríkjunum snerist tónlistin meira um tísku. Þannig var mál með vexti að á þessum tíma varð til það sem kallað var Súpermódel. Þetta voru meðal annarra Claudia Schiffer, Cindy Crawford og Linda Evangelista. Þessi ofurkvendi stormuðu niður sýningarpallana og áttu heiminn. Þær birtust í myndböndum George Michael og Madonna söng um þær. Allir voru „Doin' Það er reyndar kaldhæðnislegt að langflestir aðdáendur gangsta rappara voru hvítir strákar af millistétt, sem höfðu aldrei komið til Compton eða South Central Myndavélar voru festar framan á sprengjur sem voru svo nákvæmar að það var hægt að ákveða hvort þær færu inn um gluggann eða hurðina. Framtíðin var komin. Faxtæki, símboðar og litaprentarar. Þeir sem voru ekki með á nótunum fengu símhringingu úr bílasíma: „Wake up and smell the nineties!" Það sem hafði byrjað sem fikt með hljóðgerfla í eitís var nú orðið háþróuð tónlistarvísindi. Þegar tölvutæknin þróaðist gat hver sem er verið tónlistarmaður án þess að spila á nokkurt hljóðfæri. Áður fyrr var slíkt gerðu- það-sjálfur hugarfar kallað pönk. í næntís hét það Europop. Öllum tónlistarstefnum fylgja eiturlyf í stíl við lífernið og raftónlistarunnendur áttu svo sannarlega sitt dóp: á reifum í yfirgefnum vöruskemmum átu krakkarnir alsælu. Þetta var bylting. Eins og með sýruna þrjátíu árum fyrr opnuðust flóðgáttir í huga fólksins í appelsínugulu gallabuxunum. „The Hug Drug" barst eins og eldur í sinu um æskuna og fólk réð sér ekki fyrir kæti. Uppáferðir og faðmlög breyttust þó skjótt í ósköp venjulega f íkn og fólk fór bókstaflega að drepast úr hita af reiftónlistinni. Umm-tissj umm-tissj takturinn var allsráðandi. Europop var ekkert nema hefðbundin dægurtónlist, nema að tónlistin sjálf kom úr tölvu. Flest þessara laga myndu passa bara ágætlega inn í hefðbundinn lagalista Bylgjunnar ef þau væru bara tekin upp aftur með hefðbundnum hljóðfærum. Minningar um skóladiskótekin flæða yfir mann þegar maður heyrir í 2 Unlimited aftur. Anita og Ray sungu og röppuðu og dansinn dunaði í strobeljósunum og reykvélin fyllti vit manns af ævintýraþrá og spennu. „No-no limit/we'll reach for the sky!/No valley too deep, no mountain too high!" Af engri ástæðu annarri en til að vekja upp fortíðarþrá, er hér handahófskenndur listi yfir Europop listamenn og lög þeirra: Urban Cookie Collective - „The Key/The Secret" Culture Beat - „Mr. Vain" Reel To Real - „I Like to Move It" Outhere Brothers - „Wiggle Wiggle" Scatman John - „Scatman's World" Whigfield - „Saturday Night" Dj Bobo - „Somebody Dance With Me" the Vogue" og lykilorðið var glamúr, glamúr, glamúr. En á meðan tískan var lofsungin á meðal hvítra var nú heldur annað uppi á teningnum hjá hinum svörtu. Þegar rappið varð til í New York tíu árum áður voru allir vissir um að þetta væri bara tískubóla. Rétt eins og tvistið eða húlahringurinn myndi rappið hverfa eins snöggt og það varð til. En þegar leið á fyrri hluta næntís fór rappið að verða mun þróaðra en bara einhverjir gæjar að segja hvað þeir hétu og hvað þeir væru frábærir. Public Enemy notaði kraftmikla takta, tekna af gömlum James Brown plötum. Hápólitískir textar þeirra jafnt um jafnrétti sem og ofbeldi í garð svartra opnuðu augu almennings fyrir stöðu fátækra, ungra blökkumanna I skuggahverfum stórborganna. En á meðan Chuck D og félagar í Public Enemy vöktu fólk til umhugsunar og friðsællar uppreisnar voru strákarnir í NWA ekkert að skafa utan af því. Ofbeldisfullir textar og yfirþyrmandi kvenfyrirlitning einkenndu plötu þeirra, „Straight Outta Compton" frá árinu 1989. Það var gífurlegt fár í kringum lög þeirra eins og „Fuck the Police". Þeir urðu heimsfrægir á örskotsstundu með hneykslunargildinu einu saman. » TÓNLISTARMENN SEM HAFA KLÆTT SIG UPP EINS OG KONUR OG LITIÐ VEL ÚT! Mick Jagger Mick Jagger geymdi sína bestu „Luvverlly laydee" framistöðu fyrir, Nicholas Roeg og Donald Cammell Ðs, hina klassisku sýru gangstar mynd „ Performance" New York Dolls Þeir elskuðu stelpubönd þannig að þeir ákváðu að veröa eitt. Allavega fjórir af þeim höfðu kjálka til að lita vel út sem kvennmenn. Robbie Willams Hefur farið í drag „loads of times" eins og hann sagði við hommatímaritið Advocate og bætti því við að breskír menn færu í drag í hvert einasta skipti sem þeir hefðu tækifæri til þess. Roger Taylor Vakti undrun hjá gagnkynhneigðum karlmönnum upp úr 1984 þegar hann klæddi sig upp sem skólastelpa i myndbandi hjá Queen við lagið „I Want to Brake Free". lan McCulloch Söngvari hljómsveitarinnar Echo & The Bunnyman átti ekki í miklum erfiðleikum með að klæða sig upp sem hóra frá París fyrir vidjóið „Bring On The Dancing Horses" Damon Albarn. Damon varð Debbie Harry fyrir umslagið af „Blondie Ðs Parallel Lines" árið 1996. Þetta var skopstæling gerð fyrir tónlistar pressuna. David Bowie Framan á plötunni „The Man Who Sold The World" var hann í kjól ... kjólnum var kannski lýst sem karla kjól en kjóll er alltaf kjóll. I vídjóinu fyrir „Boys Keep Swingin" klæddi hann sig upp í þrjá. Eminem Hann klæddi sig upp sem mamma sín í vídjóinu við lagið „Without me".

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.