Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 2
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is www.skyr.is Þú finnur fleiri boostuppskriftir á BRAGÐ AF SUMRI Peru- og ananasboost 1 lítið Peruskyr.is 1 dl ananassafi 50 g frosnir blandaðir melónubitar 0,5 dl kókosmjólk 6-8 ísmolar Reykingar hverfandi hér á landi  Kópavogur Bæjarstjóri um hávaðamengun, flóðlýsinguna og fjölda Barna á dal Fjölga leikskólaplássum en lenda samt í vandræðum Kópavogsbær ætlar að fjölga leik- skólaplássum um fjörutíu á næstu mánuðum þar sem von er á einum stærsta árgangi í sögu bæjarins í skólana. „En þrátt fyrir það erum við að lenda í vandræðum. Við verðum því öll að átta okkur á því að við slíkar aðstæður er ekki hægt að fækka börnum á leikskólunum. Það verður að minnsta kosti ekki gert án þess að lengja biðlistana,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs vegna fréttar Fréttatímans um átta ára bið starfsmanna leikskólans Dals eftir úrbótum. Er þar vísað til lélegrar lýsingar, hávaðamengunar og beiðni um að börnum verði fækk- að. Viðkomandi meta það sem svo að tíð veikindi barna og starfsmanna megi rekja til bágborinna aðstæðna. Ármann segir í skriflegu svari að leikskólanefnd Kópavogsbæjar stefni að því að hvert barn fái að lágmarki 7 fermetra heildarrými, en það náist aðeins í áföngum. Ekki sé rétt að leikskólastjóri einn skuli að ráða um fjölda barna í leikskóla, í reglugerð um starfsumhverfi þeirra segi að leikskólastjóri, að höfðu sam- ráði við bæjaryfiröld, taki ákvörðun um fjölda hverju sinni. Bærinn hafi ráðist í ýmsar lag- færingar undanfarin misseri, til að bæta hljóð og fleira og ráðist verði í frekari úrbætur í sumar. Börnin í Dal á góðum degi í síðustu viku. Einungis sextán prósent Íslendinga reykja, sem er það næst minnsta sem þekkist í ríkjum Efnahags- og framfararstofnunarinnar – OECD. Aðeins Svíar reykja minna eða 14 prósent þeirra. Meðaltal ríkjanna allra er 27 prósent. Þegar horft er til hinna Norðurlandanna má sjá að 21 prósent Norð- manna reykja og 22 prósent Dana og Finna. Rússar reykja manna mest allra; 55 prósent þeirra reykir, 47 prósent íbúa Indónesíu og 45 prósent Kínverja og Grikkja. Þetta má lesa úr nýrri skýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2011. - gag Engir kvöldtónleikar á 17. júní í borginni Reykjavíkurborg mun ekki bjóða upp á neina kvöldtónleika á 17. júní líkt og undanfarin ár. Eva Einarsdóttir, for- maður Íþrótta- og tómstundaráðs, segir í samtali við Fréttatímann að ástæðan sé tvíþætt. „Við erum annars vegar að horfa til þess að fjárhagsrammi þessa árs fyrir hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn er innan við helmingur þess sem hann var fyrir fjórum árum þannig að við erum að draga saman seglin. Hins vegar vildum við skilgreina hátíðarhöld á 17. júní betur frá viðburðum eins og Menningarnótt og Gay Pride. Reynslan hefur sýnt að fólki hefur fækkað niðri í bæ að kvöldi 17. júní og meira um fjölskyldur saman í bænum fram undir kvöldmat. Við munum því þétta dag- skrána um daginn og ljúka henni þannig að allir komist heim í kvöldmat án þess að missa af nokkru,“ segir Eva. -óhþ Þriðjungur hreindýra- skyttna féll á prófinu Alls hafa um 250 hreindýraskyttur þreytt verklegt skotpróf Umhverfisstofnunnar en nýlega voru samþykkt lög sem skylda alla þá fengið hafa leyfi til að skjóta hreindýr til að gangast undir prófið. Um eitt þúsund leyfum var úthlutað þetta árið. Bjarni Pálsson hjá Umhverfisstofnun, segir í sam- tali við Fréttatímann, að um 30 prósent af skyttunum hafi fallið á prófinu í fyrstu tilraun en heimilt er að gera þrjár tilraunir til að standast það. „Þessi mikli fjöldi veiðimanna sem fellur á prófinu kemur á óvart og sýnir hversu nauðsynlegt það var að kalla veiðimenn í það,“ segir Bjarni og bætir við að nauðsynlegt sé fyrir þá sem falla á fyrsta prófinu að rjúka ekki beint í annað próf heldur æfa sig á milli – laga það sem miður hefur farið í því fyrsta áður en reynt er í annað sinn. -óhþ r íkissaksóknari samþykkti í gær að heimila áfrýjun í máli tveggja ungra hælisleitenda sem komu hingað til lands með fölsuð vegabréf og dæmdir voru í 30 daga fangelsi í kjölfarið. Þeir sögð- ust báðir undir lögaldri en sátu í níu daga í fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum þangað til barna- verndarnefnd, Fangelsismálastofn- un og innanríkisráðuneytið gripu inn í og fengu þá leysta úr haldi lög- reglu. Luku þeir afplánun dóms utan fangelsisveggja, sá yngri hjá fóstur- fjölskyldu og hinn eldri á vistheimili fyrir flóttamenn, Fit Hostel í Reykja- nesbæ. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður tók við máli drengjanna um miðjan maí og hefur áfrýjað máli þeirra. Ríkissaksóknari tilkynnti um það í gær að áfrýjun yrði heimiluð. Ragn- ar segir mjög margt athugavert við dóminn og að undarlegir fyrirvarar séu í dómsorðinu sem hann hafi gert athugasemdir við með áfrýjun sinni til ríkissaksóknara. „Í dómsorðinu kemur fram að „vegna eðli málsins“ telst dómurinn birtur. Það er mjög undarlegt, annað hvort er dómurinn birtur eða ekki. Þarna er eitthvað sem dómarinn setur fyrirvara við, sem er undarlegt og ég held því fram að dómurinn sé ekki birtur,“ segir Ragnar. Hann segir jafnframt að í dómsorðinu komi ekki fram á hvaða forsendum dómari hafi ákveðið hæfi- lega refsingu sem var 30 daga fang- elsisdómur. Ekki virðist hafa verið tekið tillit til aldurs drengjanna sem annarra þátta sem taka ber tillit til við ákvörðun refsingar. Samkvæmt heimildum Fréttatím- ans hefur það aldrei áður gerst að máli hafi verið áfrýjað þar sem refs- ing hefur verið afplánuð og skapar það ákveðna óvissu, til að mynda hvort þeir eigi rétt á skaðabótum frá ríkinu verði niðurstaðan sú að við- eigandi teljist skilorðsbundin refs- ing, hið mesta. Ragnar vill einmitt meina að sú sé hæfileg refsing þegar um brot sem þetta er að ræða; að um ungmenni sé að ræða. Hins vegar geti verið að málin geti verið ólík ef Hæstiréttur fellst á að annar hælis- leitendanna sé undir lögaldri en hinn lögráða líkt og aldursgreining sem framkvæmd var fyrir tilstuðlan Út- lendingastofnunar gefur til kynna. Samkvæmt heimildum Fréttatím- ans gerði barnaverndarnefnd Sand- gerðis ítrekaðar tilraunir til að fá drengina leysta úr haldi vegna ald- urs þeirra. Nefndin hefur hins vegar engar lagalegar heimildir í þá átt og ber lögreglu þannig ekki að koma til móts við óskir hennar. Það var ekki fyrr en innanríkisráðuneytið og Fangelsismálastofnun beittu sér í málinu að yngsta drengnum var komið fyrir á fósturheimili þar sem hann dvelur enn. Alls var gerð aldursgreining á fjórum af þeim fimm drengjum sem komu fylgdarlaust til landsins á árinu. Einn reyndist 17 ára, tveir eldri en átján ára, einn neitaði að gangast undir aldursgreiningu og ekki reyndist unnt að greina aldur eins þeirra vegna sjúkdóms sem leggst á tennur. Samkvæmt heim- ildum Fréttatímans verður gerð ald- ursgreining á beinum hans en fyrr liggur ekki endanleg niðurstaða á aldri hans ekki fyrir. „Þetta er í fyrsta sinn sem barn kemur hingað í hælisleit án fylgd- ar og munum við þurfa að bregðast við þessum nýja veruleika,“ segir Íris Björg Kristjánsdóttir, formað- ur flóttamannanefndar og innflytj- endaráðs. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að ald- ursgreiningin hafi lítil áhrif á stöðu þeirra fjögurra sem ekki var stað- fest að væru ungmenni. „Hið eina sem aldursgreiningin ákvarðar er hvort hælisleitandi njóti aukinnar þjónustu sem ungmenni sem er ör- lítið umfram þá sem eru lögráða fá. Umsókn ungmenna færi í flýtimeð- ferð og ungmenni eiga rétt á tilsjón- armanni,“ segir Kristín. „Með aldursgreiningunni hefur verið staðfest að allir fimm voru vist- aðir í samræmi við aldur sinn,“ segir Kristín. Þegar um ólögráða hælis- leitanda án fylgdar er að ræða tek- ur barnaverndarnefnd yfir umönn- unarhlutverk Útlendingastofnunar, að sögn Kristínar. Sá yngsti af fim- menningunum hefur dvalist hjá ís- lenskri fjölskyldu frá því í lok apríl en hinir fjórir á Fit Hostel, vistheimili fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Hann mun nú fá flýtimeðferð á hæl- isumsókn sinni en hinir fjórir lúta sömu málsmeðferð og aðrir hælis- leitendur þar sem þeir eru lögráða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Sjá nánar umfjöllun á síðu 8.  ríKissaKsóKnari áfrýjun mála ungra hælisleitenda Fordæmalaus áfrýjun að lokinni afplánun Ríkissaksóknari samþykkti í gær að heimila áfrýjun mála tveggja ungra hælisleitenda frá Alsír sem dæmdir voru í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til lands- ins. Annar þeirra er ólögráða samkvæmt aldursgreiningu sem Útlendingastofnun lét gera á þeim. Þetta er í fyrsta skipti sem máli er áfrýjað þar sem afplánun er lokið og gæti ríkið verið skaðabótaskylt breyti hæstiréttur dómi í héraði. Fjórir af fimm ungum hælisleitendum sem komu til landsins í ár og dvalist hafa í Reykjanesbæ. Ekki er ólíklegt að mál ungu hælisleitendanna tveggja, sem ríkissaksóknari ákvað í gær að veita heimild til áfrýjunar, fái ólíka meðferð fallist Hæstiréttur á að annar sé undir lögaldri en hinn lögráða. 2 fréttir Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.