Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 42
42 prjónað Helgin 15.-17. júní 2012  PrjónaPistill Silki er dýrt og vandmeðfarið en vel þeSS virði Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is Kragar eru mikið í tísku núna og að auki lítið og þægilegt verk- efni sem tekur ekki allt of langan tíma. Svo eru margir oft að leita að einhverju sem hægt er að prjóna til að gefa og þá er ekki verra að aðeins þurfi eina hnotu í verkefnið. Þessi uppskrift er fyrir þá sem eru komnir með reynslu í prjóni. HÁLSKRAGI ÚR SILKI Hönnun: Louisa Harding Stærð: Vídd um 9,5 cm, lengd 48,5cm. Garn: 1 x 50g hnota af Mulberry 100% silki frá Louisa Harding. Annað: Lítil tala, hnappur eða 1m af mjóum borða. Prjónar: Tveir prjónar eða hringprjónn nr 4. Prjónfesta: 22 lykkjur og 25 umf í mum- stri með prjónum nr 4. Orðalykill: L = lykkja, lykkjur S = slétt B = brugðið umf = umferð Ré = réttan Ra = rangan ó = óprjónuð Y = uppsláttur s = saman z = snúin (prjónuð aftan frá) auk = útaukning úrt = úrtaka HP = hægri prjónn VP = vinstri prjónn 2Ss = 2 lykkjur slétt saman vefjið L = setjið bandið fram fyrir, takið næstu L óprjónaða og færið bandið af- tur fyrir, þá vefst bandið um óprjónuðu lykkjuna. 2Ssz = 2 lykkjur teknar óprjónaðar, ein í einu, eins og það eigi að prjóna þær sléttar, stingið vinstri prjóni innan báðar lykkjurnar og prjónið þær saman aftan frá (snúnar). Kraginn Fitjið upp 21L með prjónum nr 4. Prjónið 2 umf S (garðaprjón). Munsturumf (Ré): 1S, 1óS+1óS+Sz, Y, 7S, Y, 2Ss, 9S. Til að móta kragann eru næst prjónaðar styttar umferðir: Stytt umf 1 (Ra) & 2 (Ré): 6S, vefjið næstu L, snúið við, færið vafða L á HP, 6S af VP. Stytt umf 3 & 4: 1S, 5B, vefjið næstu L, snúið við, færið vafða L á HP, 6S af VP. Munsturumf 2: 9S, (5B, 1S) tvisvar. Prjónið nú næstu 8 umf: 1. munsturumf (Ré): 1S, úrt: 2Ssz, 3S, Y, 1S, Y, 3S, úrt: 2Ss, 6S, Y, 3S = 22L. 2. munsturumf: 1S, 6B, 3S, (5B, 1S) tvisvar. 3. munsturumf: 1S, úrt: 2Ssz, 2S, Y, 3S, Y, 2S, úrt: 2Ss, 6S, Y, 1S, Y, 3S = 24L. S ilki er hefur eftirsóknar-verða eiginleika. Það kann að vera dýrara en önnur hráefni og eilítið vandmeðfarnara en er samt vel þess virði. Hvaðan kemur silki? Silki á það sameiginlegt með ull- inni að koma úr dýraríkinu. Sumir vilja reyndar alls ekki vita hvernig það verður til, finnst uppruni hrá- efnisins ekki aðlaðandi. En það hlýtur að vera áhugavert að kanna það aðeins nánar. Lang algengasta silkið í dag kemur frá lirfu fiðrildis sem heitir bombyx mori og er kennt við mórber eða mulberry á ensku. Mórberjafiðrildið er ræktað á sérstökum silkibúgörðum í lönd- um þar sem loftslagið er hlýtt og má þar nefna Kína, Indland, Ítalíu og Suður Afríku. Mórberjafiðrildið myndi eiga erfitt uppdráttar úti í náttúrunni nú orðið því það lifir eingöngu á laufblöðum móberja- runnanna. Í ræktuninni er eggjum fiðr- ildisins dreift á laufblöð runnanna og þar klekjast þau síðan út og verða að lirfum eða silkiormum sem gera ekki annað en að éta lauf stanslaust í um 30 daga. Þá hefur lirfan náð um fingurlengd og er tilbúin til að umbreytast í fiðrildi. Laufblöðin sem hún neytti verða að hálffljótandi vökva sem kallast fibroin. Úr þessum vökva spinnur lirfan örfínan þráð sem er þakinn bindiefninu sericin. Lirfan snýst svo um 200 þúsund sinnum um sjálfa sig í þrjá daga og vefur um leið óslitinn þráð. Þræðirnir límast saman og geta orðið allt að 1.800m en algengast er að þeir séu 600- 900m. Það tekur lirfuna um tvær vikur að umbreytast í fiðrildi inni í púp- unni. Á þeim tíma þarf að koma púpunni í heitt vatn ef nýta á silkið. Ef fiðrildið nær að þroskast gefur það á endanum frá sér brúnan vökva sem gerir gat á silkipúpuna og brýtur því leið út. Þá eyðileggst silkiþráðurinn og ekki er hægt að vinda hann. tegundir silkis Sama tækni liggur til grundvallar vinnslu á silki hvort sem það er gert í verksmiðjum, litlum spuna- verkstæðum eða í heimilisiðnaði. Undið silki eða hespusilki Silki sem er unnið með þessum hætti er í hæsta gæðaflokknum og er hvítt og gljáandi. Púpurnar eru flokkaðar, þar sem aðeins þær sem eru fullkomnar í laginu henta fyrir þessa meðferð. Púpunum er dýft í heitt vatn til að mýkja sericinið. Hver silkiþráður er of fínn til að nota einan og sér og því er yfirleitt undið ofan af 6 til 20 púpum í einu. Þræðirnir eru leiddir í gegnum lít- ið auga og þegar sericinið þornar bindast þræðirnir saman og verða svipaðir að þvermáli og mannshár. Þetta silki er mest notað í stóra vefstóla í verksmiðjum. spunnið silki eða schappelsilki Í þennan flokk er nýtt það sem eftir verður þegar búið er að vinda heillegasta þráðinn ofan af púpunni og svo púpurnar sem eru aflagaðar eða mislitar. Fyrst þarf að fjarlægja sericinið með vatni og sápu. Þá eru þræðirnir skornir í jafnar lengdir og kembdir til að fjarlægja stystu þræðina og það sem eftir er af lirfunni innan úr púpunum. Við kembinguna leggjast þræðirnir samhliða og eru loks spunnir í glansandi silkiband. Þetta er silkið sem flestir þekkja sem fást við handavinnu. Heilsueldhúsið heilsurettir.is Silki – vefjarefni með einstaka eiginleika Hrásilki eða bourette silki Það sem eftir verður og nýtist ekki í áður nefnda flokka fer í hrásilki- flokkinn. Þá eru þræðirnir orðnir mjög stuttir eða styttri en 5 sentí- metrar sem þýðir að silkið verður matt og ekki eins gljúpt. Silki í þessum flokki getur fylgt sérstök silkilykt, en hún þvæst úr. Lyktin getur þó komið aftur þegar silkið er blautt. Eiginleikar silkis Hvers vegna ættum við að prjóna eða hekla úr silki? Það er ýmislegt sem er eftirsóknarvert við silki. Útlitið eða gljáinn og áferðin á silki- garni hentar vel í það sem á að vera sparilegt. Það hangir fallega, hefur aðra eðlisþyngd en ullin. Mýktin laðar þó flesta að, ekki síst þá sem eru viðkvæmir og vilja aðeins hafa það mýksta sem völ er á næst sér. Þess vegna verður silki eða silki- blandað garn oft fyrir valinu fyrir ungbörnin og það sem á að vera næst hálsinum. En fyrir þau ný- fæddu er annað sem vegur þyngra og það eru temprandi eiginleikar silkisins. Silki er heitt í kulda en svalt í hita. Þess vegna eru húfur úr silki svo góðar fyrir yngstu börnin svo þau geti haft eitthvað mjúkt og notalegt á höfðinu þar sem mesta hitatapið er og án þess að svitna. Meðhöndlun Eins og ullina þarf að þvo silki ann- að hvort í höndum eða í þvottavél á kerfi fyrir viðkvæman þvott og nota ávallt mildan þvottalög. Silki fæst í mörgum ákaflega fallegum og djúpum litum en það er vert að hafa í huga að til að lita silki þarf meira magn af lit en til dæmis fyrir ull og bómull. Því er líklegt að dökkir og sterkir litir láti lit við fyrstu þvotta. Prjónaður kragi úr silki leiðrétting: Það slæddist inn ein villa í uppskriftinni af ungbarnaskónum sem kom í Fréttatímanum í maí. Í kaflanum þar sem ristin er mótuð á að standa: Næsta umf (réttan): 9S, setjið þessar L á nælu, klippið lit A, fellið af 1L .... Biðst velvirðingar á þessu. 4. munsturumf: Fellið af 3L (1L á HP), 8S, (5B, 1S) tvisvar = 21L. 5. munsturumf: 1S, úrt: 2Ssz, 1S, Y, 5S, Y, 1S, úrt: 2Ss, 6S, Y, 3S = 22L. 6. munsturumf: 1S, 6B, 3S, (5B, 1S) tvisvar. 7. munsturumf: 1S, úrt: 2Ssz, Y, 7S, Y, úrt: 2Ss, 6S, Y, 1S, Y, 3S = 24L. Nú koma styttar umf inn á milli til að móta kragann: Stytt umf 1 (Ra) & 2 (Ré): Fellið af 3L (1L á HP), 5S, vefjið næstu L, snúið við, færið vafða L á HP, 6S af VP. Stytt umf 3 & 4: 1S, 5B, vefjið næstu L, snúið við, færið vafða L á HP, 6S af VP. 8. munsturumf: 9S, (5B, 1S) tvisvar. Þessar 8 umf eru endurteknar með styttu umf inn á milli. Endurtakið þær 15 sinnum í viðbót og endið á 8. umf munsturs. Prjónið 2 umf slétt (garðaprjón). Fellið af frá Ré. Frágangur Leggið kragann í bleyti, kreistið mesta vatnið út og strekkið hann í rétt form og leyfið að þorna. Notið annað hvort tölu/hnapp eða borða til að festa saman að framan. Með tölu: Saumið tölu/hnapp á efra hornið vinstra megin, heklið hneslu á efra hornin hægra megin. Með borða: Notið mjóan borða og festið við neðri horn kragans og þræðið í brúnirnar sitt hvoru megin þar sem uppfitin og affelling er. Hnýtið saman að ofan með lítilli slaufu. Þýðing úr bókinni Aster eftir Louisa Harding. Garnið fæst í Storkinum og ykkur er velkomið að leita ráða þar ef þið lendið í vandræðum með uppskriftina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.