Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 12
H eiðrún Björk Jóhannsdóttir er ekki að flækja fyrir sér hlutina. Hún tekur því sem að höndum ber með jákvæðni og opnum hug og segist sjálf vera í stöðugum rússíbana þar sem alltaf tekur við eitthvað nýtt og skemmtilegt ef hún leyfi því bara að gerast. Árið 2008 missti eiginmaður Heiðrúnar, Lúther Ólason, vinnuna. Einn fjölmargra. Hann hafði starfað í verktakabransanum sem fór á hliðina nánast á einni nóttu en bauðst í kjölfarið starf bæjartæknifræðings á Suður-Grænlandi. Þau slógu til og fluttust búferlum úr 101 í fimmtán hundruð manna þorp, Nanortalik. „Ég var í tveimur vinnum hér og brjálað að gera hjá mér. En mér fannst þetta bara svo spennandi tilhugsun að ég hugsaði með mér að nú væri tíminn til að skrifa bókina sem ég er búin að vera með í hausnum mjög lengi,“ segir Heiðrún. Þau komu sér fyrir og Heiðrún byrjaði að skrifa. „Sonur okkar komst ekki strax inn á leikskóla og því var ég heima með hann og fann mér sitthvað til dundurs á milli þess sem ég sinnti honum og skrifaði bókina. Ég var komin með tvær bækur í vinnslu, eina fullorðins og eina barna og allt gekk voða vel. Svo keypti ég fyrir tilviljun poka af selskinn- safgöngum og fór að leika mér með þá. Allt í einu var ég komin í kaf í að sauma alls kyn hluti úr selskinni, hanna og framleiða og bókin bara komin í frost. Svona þróast bara hlutirnir án þess að ég ráði einhverju um það,“ segir Heiðrún. Hún hefur fengið mikla athygli fyrir hönnun- arvöru sína sem verður meðal annars til sölu í versluninni Kraum í Aðalstræti frá og með haustinu. „Ég blanda saman Íslandi og Græn- landi í hönnun minni, leik mér með íslenska ull og grænlenskt selskinn,“ segir Heiðrún. Hún hefur framleitt lúffur úr selskinni með stroffi með íslensku lopapeysumynstri, svo fátt eitt sé nefnt. Alltaf hæð yfir Grænlandi Fjögurra manna fjölskylda hikaði ekki við að flytjast búferlum úr nafla alheimsins, 101 Reykjavík, í lítið þorp í Suður-Græn- landi fyrir fjórum árum. Þetta var í kjölfar þess að fjölskyldufaðirinn missti atvinnuna. Heiðrún Björk Jóhannsdóttir segist hafa öðlast nýja sýn á lífið vegna þessara vendinga; Græn- land hefur kennt henni að meta kyrrð og ró. Hún segir Sigríði Dögg Auðunsdóttur meðal annars það að hún viti nú að gerviþarfir eru nákvæmlega það – gervi-þarfir. Heiðrún Björk Jóhannsdóttir flutti með alla fjölskylduna sína úr miðbæ Reykjavíkur til þorps á suður-Grænlandi þar sem þau hafa búið í fjögur ár. Hún er yfir sig ánægð með lífið í Grænlandi og segir þar dásamlegt að vera. Ljósmynd/Hari Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tilboðsverð: 23.900 kr. stgr. (fullt verð: 28.900 kr.) Ryksuga VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar. Allir svo pollrólegir Hún er yfir sig ánægð með lífið í Grænlandi. Fjölskyldan flutti í stærra þorp eftir tveggja ára dvöl, Qaqortoq, og keyptu sér þar hús. „Hér er dásamlegt að vera. Bærinn iðar alltaf af lífi og það er alltaf fólk á ferli. Netið er brjálæðislega dýrt þannig að fólk er ekki að hanga á netinu heima hjá sér og ekki að glápa á sjónvarp því sjónvarpsdagskráin er ömurleg. Fólk er því mikið úti og hér er eng- inn á bíl því það eru engir vegir milli þorpa og bæja á Grænlandi. Fólk situr og spjallar á torginu í miðbænum og þar selur fólk vör- urnar sínar, hvers kyns handverk. Þetta er einhvernveginn ólýsanlegt andrúmsloft. Allir eru svo pollrólegir, hafa tíma til að sitja og spjalla sem er svo ólíkt því sem við eigum að venjast heima á Íslandi þar sem allir eru að flýta sér milli staða og enginn má vera að því að gera neitt. Bærinn sjálfur er ofsalega fallegur. Ég kalla hann San Francisco norðursins; miklar brekkur og hús lengst upp í fjöll. Það er alveg geggjað fallegt þarna. Og svo er alltaf logn og sól,“ segir hún og hlær. „Það er alltaf hæð yfir Grænlandi, við munum eftir því úr veðurfréttunum. Og þannig er bara lífið, hæð yfir Grænlandi og allir ró- legir og allir glaðir, allir í sólskinsskapi. Þetta er ótrúleg menning og ofboðslega falleg,“ segir Heiðrún sem fallið hefur fyrir Grænlandi. Þykir þurrkuð loðna sælgæti Dóttir Heiðrúnar, Íris Ösp, er tvítug og flutti til mömmu sinnar og stjúppabba til Grænlands fyrir um ári síðan. „Hún var sko ekkert á því að flytja með okkur út þegar við fórum. En hún hefur verið að koma til okkar í lengri og skemmri heimsóknir og hefur eignast alveg frábæra vini. Hún ákvað síðasta haust að prófa að flytja til okkar og vera að minnsta kosti einn vetur hér. Hún er hæst- ánægð,“ segir Heiðrún. Í Grænlandi er enn mikil veiðimenning og veiða Grænlendingar allt mögulegt; seli, hreindýr, sauðnaut og ýmsar tegundir fugla. Heiðrún segist samt ekki hafa tileinkað sér mataræði Grænlendinga og til að mynda hefur hún ekki smakkað sel. „Ég get bara ekki hugsað mér það. En sonur minn elskar grænlenskan mat. Hann fær alltaf hefðbundin grænlenskan mat í leikskólanum á fimmtudögum og kemur yfirleitt þannig angandi heim að ég þarf að setja hann beint í bað. Honum finnst selur algjört lostæti og borðar þurrkaða loðnu eins og sælgæti. Ég hef ekki verið neitt sérstaklega í jaðarvilli- bráðinni,“ segir Heiðrún og hlær. „Ég er meira bara í hreindýrunum og sauðnautunum.“ Á vorin veiða Grænlendingar blöðrusel sem kemur með rekísnum og er haldin mikil hátíð í hvert sinn sem einhver í fjölskyldunni skýtur sinn fyrsta sel. „Það er mjög eftirminnilegt eitt atvik þegar ég og Íris vorum að sigla á kajak og sáum allt í einu að sjórinn verður allur rauður, það var blóð út um allt. Þegar við litum upp að ströndinni sáum við fjölskyldu þar saman komna við að verka sel. Þegar skotinn er blöðruselur er hóað í alla fjölskylduna og allir mæta niður í fjöru til þess að verka selinn, dömurnar á háu hælunum og pilsunum jafnvel – með konuhnífana sína að skera og allt í blóði. Við fylgdumst með þessu, krökkunum að leika sér með garnirnar og henda á milli sín augum á stærð við tennisbolta. Svo mökuðu konurnar blóði í andlitið á sér af því að það er einhver hefð. Það var magnað að fylgjast með þessu. Allt var skorið niður og sett í poka og tveimur tímum seinna var allt farið. Beinahrúgan sett í fjöruna sem æti fyrir fuglana og daginn eftir voru öll ummerki horfin.“ Skortur á umhverfisvitund „Það er svo margt spennandi að sjá. Í hverjum bæ er svokallað „Bretti“ sem eru sölupallar. Þangað kemur fólk með hvað sem er úr náttúrunni, karlarnir með veiðina sína og konurnar með ber eða sultur eða hvönn.“ Þrátt fyrir að Grænlendingar séu í mikilli snertingu við náttúruna vantar í þá alla um- hverfisvitund að sögn Heiðrúnar. „Það sem kom mér einna helst á óvart við Grænland var allt rusl- ið. Hér henda allir öllu á götuna og heilu ruslahaugarnir eru fyrir utan hús hjá fólki. Fólk hikar ekki við að hella leyfunum úr tómum olíutanki í grasið eða á klöppina þegar verið er að skipta um tank og ég get ekki ímynd- að mér að það sé hreinsunarbúnaður á sorpbrennslunni í bænum. Það hefur samt verið mikil vakning í þessum efnum og unga kynslóðin er miklu upplýstari en hin eldri og ég trúi því að þetta muni breytast fljótt,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvað hún hafi lært mest af dvölinni í Grænlandi hugsar hún sig ögn um og segir svo: „Ég er orðin miklu rólegri í mér og ég held að ég sé laus við allar gerviþarfir. Íslendingar eru þannig að þeir þurfa alltaf að eignast allt. Ég var sjálf að vinna í tískugeiranum áður en ég flutti út og var alltaf að segja við sjálfa mig að ég yrði að eignast hitt eða þetta. Ég er eiginlega laus við þetta. Og svo er ég búin að læra að meta ró og kyrrð. Ég gat aldrei slappað af og gat aldrei verið kjur, gat aldrei verið heima hjá mér og gert bara ekki neitt. Ef ég var ekki í vinnunni var ég að gera eitt- hvað annað. Ég hef lært að slaka aðeins á, maður þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað.“ „Og svo hef ég öðlast ást á Grænlandi og vináttu Grænlendinga. Mér þykir óskaplega vænt um Græn- lendinga sem er mjög gott og duglegt fólk sem er stolt af landinu sínu og menningu sinni.“ Fjölskyldan er á leið heim til Íslands að nýju. Lúther bauðst spennandi starf hér sem hann ætlar að þiggja. Heiðrún heldur á vit óvissunnar að nýju, með bjartsýn- ina að leiðarljósi. „Ég hef engar áhyggjur af því að fá ekki eitthvað að gera. Kannski reyni ég bara að koma fyrirtækinu mínu, Ísafold, á koppinn, hver veit. Það kemur bara í ljós.“ Heiðrún hefur notið lífsins í Grænlandi til hins ítrasta og þykir vænt um land og þjóð. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is 12 fréttir Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.