Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 52
Piranha 3DD Aðdáendur hryllingsgamanmyndarinnar Piranha 3D geta farið að láta sig hlakka til því sjálfstætt framhald myndarinnar Piranha 3DD kemur í kvikmyndahús á næstu vikum. Eins og þeir muna sem sáu fyrri myndina þá olli jarð- skjálfti því að stórar glufur mynduðust í botni Viktoríuvatns með þeim afleiðingum að hinir forsögulegu piranha-fiskar tóku að streyma upp í vatnið. Þeir átu allt sem hreyfðist og því miður fyrir suma strandgestina þá lentu þeir á matseðlinum. En ef einhver hélt að vandinn hefði verið leystur þá kemur annað í ljós þegar fiskakvikindunum tekst einhvern veginn að komast inn í vinsælan vatnsskemmtigarð þar sem hundruð manns eru saman komin til að gera sér glaðan dag. Enn á ný kemur til kasta lögreglustjórans Fallons að finna leið til að hemja þennan ófögnuð áður en hann étur alla gestina og skemmir ekki bara fjölskyldustemninguna heldur setur allt efnahagslíf strand- bæjarins á hliðina. Þeir Ving Rhames og Christopher Lloyd eru þeir einu af aðalleikurum fyrri myndarinnar sem snúa aftur í framhaldinu en auk þeirra leikur til dæmis David Has- selhoff sjálfan sig. Aðrir miðlar: Imdb 4.3, Rotten Tomatoes 12%, Metacritic 24% 52 bíó Helgin 15.-17. júní 2012 Þeir eru mjög upp- teknir af því að Into- uchables verði fólki innblástur og auki því bjartsýni og þor til þess að takast á við erfiðleika í lífinu.  FrumsýndAr Árið 2005 struku vel alin dýr, Ljónið Alex (Ben Still- er), sebrahesturinn Marty (Chris Rock), flóðhesturinn Gloria (Jada Pinkett Smith) og gíraffinn Melman (David Schwimmer), úr vellystingum dýragarðs í New York og enduðu á Madagaskar með aðstoð snarsturlaðra mörgæsa í hinni bráðfjörugu teiknimynd Madagascar. Dýrin hafa verið á hrakhólum síðan en taka nú stefnuna heim til New York í sinni þriðju mynd Madagascar 3: Europe’s Most Wanted. Dýrin gera sér þó grein fyrir því að þau komist vart á leiðarenda án þess að hafa tjúlluðu mörgæsirnar með sér. Þær eru hins vegar týndar einhvers staðar í Evrópu og því er lagt upp í háskalegt ferðalag um álfuna í leit að illfyglunum. Dýrin ferðast undir fölsku flaggi, sem sirkusdýr, en tekst engu að síður að valda usla á öllum viðkomustöðum þannig að það gengur á ýmsu. Ekki bætir svo úr skák að leikkonan Frances McDormand er á hælum þeirra í hlutverki dýrafangara sem hugsar sér gott til glóðarinnar. Bókstaflega. Aðrir miðlar: Imdb: 7.0, Rotten Tomatoes: 76%, Metacritic: 59% Leitin að týndu mörgæsunum  IntouchAbles sérkennIlegIr vInIr Smákrimmi aðstoðar veikan auðmann Franska myndin Intouchables hefur slegið í gegn víða um lönd. Gagnrýnendur lofa hana í hástert og hún er orðin aðsóknarmesta franska kvikmyndin frá því mælingar hófust. Myndin byggir á sannri sögu um sérkennilega vináttu tveggja vægast sagt ólíkra manna en báðir breyta um stefnu í lífinu eftir að umönnunarstarf breytist í náin vinskap. P hilippe er ríkur aðalsmaður sem býr í villu í París. Tilvera hans er þó ekki eins ánægjuleg og efnahagur hans leyfir þar sem hann er lamaður fyrir neðan mitti eftir svifdrekaflugslys. Hann auglýsir því eftir aðstoðarmanneskju sem er tilbúin til að búa á heimili hans og aðstoða Philippe við allt það sem hann ræður ekki við. Driss er ungur smáglæpamaður sem á ættir að rekja til Senegal. Hann sækir um starfið án þess að hafa nokkurn áhuga á því að hreppa það. Hann vill bara fá uppáskrifaða staðfestingu á því að hann hafi mætt í atvinnu- viðtal til þess að geta haldið áfram að þiggja atvinnuleysisbætur. Driss mætir því sérstak- lega kærulaus í viðtalið og sýnir af sér alla þá hegðun sem ætti að tryggja að hann fái ekki starfið. Áætlun hans ber þó ekki tilætlaðan árangur og Philippe ákveður að ráða þennan kynlega kvist sem kemst þá ekki hjá því að fylgja auð- manninum eins og skugginn. Samband þeirra þróast síðan út í nána vináttu þar sem báðir njóta góðs af kynnum við hinn. Driss er síður en svo meðvirkur með sjúklingnum og þrýstir á Philippe að taka sig saman í andlitinu og koma reglu á einkalíf sitt og þá ekki síst í sam- skiptum við konur en fötlunin hefur orðið til þess að hann hefur dregið sig inn í skel. Driss kynnist síðan nútímalist og óperum í gegnum skjólstæðing sinn en hann hefur að sjálfsögðu haft lítið af slíku að segja í fátækrahverfum Parísar. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir Olivier Nakache og Eric Toledano fengu hug- myndina að Intouchables eftir að þeir rákust á frásögn af sérstakri og fallegri vináttu tveggja ólíkra einstaklinga í heimildarmynd árið 2004 og þeir eru mjög uppteknir af því að Intoucha- bles verði fólki innblástur og auki því bjartsýni og þor til þess að takast á við erfiðleika í lífinu. The Weinstein Company frumsýndi Intouchables í Bandaríkjunum í maí og hafa tryggt sér réttinn til þess að endurgera mynd- ina á ensku. Velgengi myndarinnar hefur ver- ið ævintýri líkust og hún hefur nú þegar slegið öll aðsóknarmet á heimsvísu fyrir myndir sem ekki eru á ensku. Aðrir miðlar: Imdb: 8.5, Rotten Tomatoes: 77%, Metacritic: 57% François Cluzet og Omar Sy leika Philippe og Driss sem verður vel til vina þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og aðstæður. Madagascar-dýrin lenda í ýmsum hremmingum á Evrópu- flakki sínu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Fyrrum mafíósinn og uppljóstr- arinn Henry Hill lést í vikunni í Los Angeles 69 ára að aldri. Hill var á blómatíma sínum meðlimur í öflugu og vel skipulögðu glæpa- gengi en þegar hann var góm- aður fyrir misnotkun fíkniefna gekk hann yfirvöldum á hönd og kjaftaði frá félögum sínum til þess að bjarga eigin skinni og komast í vitnavernd. Hill sagði sögu sína í bókinni Wiseguy, eftir blaðamanninn Nicholas Pileggi, sem síðar varð grunnurinn að hinni frábæru glæpamynd Goodfellas eftir meist- ara Martin Scorsese. Ray Liotta fór á kostum sem Hill í Goodfellas og Joe Pesci og Robert De Niro voru engu síðri sem helstu vinir hans og félagar. Þegar Hill leysti frá skjóðunni vildi Jimmy Conway, sem De Niro lék, fátt annað meira en koma kúlu í hausinn á hans enda kom Hill ófáum félögum sínum bak við lás og slá með laus- mælgi sinni. Henry Hill lætur eftir sig kær- ustuna Lisu og tvö börn. Líklegur skúrkur í Noah Darren Aronofsky hefur boðið breska erkitöffaranum Ray Winstone hlutverk illmennisins í kvikmyndinni Noah sem hann mun taka upp á Íslandi og í Banda- ríkjunum í sumar. Russell Crowe leikur sjálfan Nóa og í ljósi þess að Aronofsky sjái Winstone fyrir sér sem andstæðing Nóa má ljóst vera að í myndinni mun arkarsmiðurinn Nói þurfa að kljást við annað og meira en óþolandi þráláta rigningu. Náist samningar má búast við að Winstone sæki landann heim í sumar en hann þekkir ágætlega til í Reykjavík eftir að hann kom til landsins fyrir nokkrum árum í tengslum við frumsýningu ofbeldisvestrans The Proposition. Þá ræddi hann við blaðamenn og drakk vodka af ótrúlegri elju og einurð á börum miðbæjarins án þess að haggast. Auk Crowe hefur Aronofsky þegar hafa fest þá Logan Lerman og Douglas Booth í hlutverk sona Nóa og Harry Potter-stúlkan Emma Watson leikur unga konu sem heillar annan soninn upp úr skónum.  goodFellAs svIkArInn látInn Henry Hill allur Ray Liotta fór mikinn í hlutverki Hills í Goodfellas þar sem hann naut leiðsagnar Hills sjálfs.  rAy WInstone gætI komIð AFtur Ray Winstone gæti lagt leið sína til Íslands til þess að hrella Russell Crowe. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.