Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 36
Æsingur í umferðinni Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL É Ég er alla jafna dagfarsprúður maður. Reyni að hafa stjórn á skapi mínu í samskiptum við annað fólk. Helst mætti telja mér til vansa, og ég veit að fer í taugarnar á mörgum sem ég á í daglegum samskipt­ um við, er að ég flauta oft á tíðum leiðinleg lög – jafn­ vel gamlar jólalummur um mitt sumar – samferða­ fólki til talsverðrar armæðu. Ég á mér þó dökka hlið sem ekki allir vita af. Ég er umferðarreiður. Ég tek út flestar frústrasjónir daglegs amstur á götum úti. Ég öskra á mótorhjólakappann sem treður sér milli bíla til þess að verða fyrstur á ljósum. Ég helli úr skálum reiði minnar á gamlar konur sem kunna hvorki að nota aðreinar né fráreinar. Ég blikka pappakassann sem svínar á mig, í það minnsta þrjá fjórðu úr kílómetra. Og vogi sér einhver að stela af mér fremsta bili á umferðarljósum, jahhh, sá á ekki von á góðu. Sérstaklega ekki hafi ég verið búinn að reikna út að þurfa ekki að stoppa á ljósum heldur renna að og skjótast þá áfram í þriðja gír eins og skot úr túttubyssu. Einu sinni, á mínum yngri árum, fór ég út úr bíln­ um og lét mann, sem reyndar átti það skilið, heyra það og gott ef ég lét ekki eitt spark vaða í dekkið hjá honum. Ég er meira að segja kominn með of háan blóðþrýsting sem ég rek beint til reiðinnar sem grípur mig stundum í umferðinni. Ég er svo sannarlega ekki stoltur af þessum skapgerðarbresti og skammast mín á köflum fyrir. En ég ræð ekki við mig. Ég þoli ekki þegar um­ ferðarljós poppa upp hér og þar án þess að nokkur þörf hafi verið fyrir þau. Ég þoli ekki hraðahindranir og hringtorgavitleysan virðist engan endi ætla að taka. Í öllum skilningi. Tvíbreiðar götur eru gerðar að einbreiðum og hvað er svo málið með Hörpu­ klúðrið? Hver var það sem ákvað að breyta Sæbraut­ inni í „þrjátíu götu“ með sautján umferðaljósum og hraðahindrunum sem nægja til að fylla Panama­ skurðinn? Var alveg bannað að moka þessari götu í stokk eða búa til eins og eina göngubrú fyrir þá sem vilja sækja tónlistarhúsið á tveimur jafn fljótum. Allt virðist vera gert til þess að halda mér fúlum á móti. Bílastæði eru svo annar kapítuli. Þar beinist reiðin þó ekki endilega að samferðafólki mínu, nema ef vera skildi þeim sem leggja einum bíl í tvö stæði (hvað er það???) eða þeim sem leggja litla bílnum sínum svo langt inn í stæðið að það virðist tómt alveg þangað til maður beygir þar inn. Bílastæðareiðin beinist helst gegn þeim sem hanna stæðin, sér í lagi ef stæðum er fækkað til að koma trjám, grasi eða skrauti fyrir. Þannig tókst þeim einmitt að eyði­ leggja Laugaveginn þarna um árið! Mitt í hinni réttlátu reiði skýtur hins vegar upp óþægilegur þanki. Sem gæti verið stærsta vanda­ málið þegar allt kemur til alls. Ég sjálfur. Ég er nefnilega grábölvuð frekja í umferðinni. Ég sikk­ sakka milli akreina til að vera fremstur hér og þar, passa að lenda fyrir framan gamla kalla með hatta, er gjörsamlega óþolandi aftursætisbílstjóri og svo mætti lengi telja. Ég er alltaf að reyna að hætta þessu. Mana mig til að halda mig hægra megin þótt bílarnir til vinstri skjótist fram hjá. Það endar yfir­ leitt á einn veg. Ég dembi mér yfir til vinstri og reyni að vinna upp „tapið“. Ég er mín eigin martröð. Auðvitað finnst mér gott að börnin mín séu örugg­ ari við einbreiðar götur, þar sem eru hraðahindranir og ljós til að stemma stigu við hættulegum hrað­ anum. Gamalt fólk lendir sjálfsagt sjaldan í slysum sökum þess hve hægt það keyrir og mótorhjólagæj­ arnir, ætli þeir séu ekki bara svona spenntir að kom­ ast út á góðviðrisdögum? Fólk sem hannar bílastæði er sjálfsagt líka ágætis fólk þegar maður kynnist því. Þannig að ef þið sjáið mig, rúmlega hálffertugan manninn á gráum Focus­station alveg að bráðna úr reiði í umferðinni, reynið þá að umbera mig stutta stund. Ég meina ekki neitt með þessu. Te ik ni ng /H ar i Hýsing tölvukerfis hjá Advania dregur úr rekstrarkostnaði og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum. » Aukið öryggi Gögnin eru afrituð yfir í annan hýsingarsal og þannig geymd á tveimur stöðum. Hýsingarumhverfi okkar er voað samkvæmt ISO 27001 sem er alþjóðlegur staðall um upplýsingaöryggi. » Hámarksaðgangur að hugbúnaði og gögnum Öll gögn og hugbúnaður er aðgengilegur á einfaldan og þægilegan há. » Sérfræðingar vakta gögn og kerfi Sérfræðingar okkar eru á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins Hafðu samband og kynntu þér kosti hýsingar hjá Advania. Það er símtal sem borgar sig. Bjóðum tölvukerfið þi velkomið í hýsingu Sætún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is 36 viðhorf Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.