Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 62
Á tta manns hafa nú náð þeim merka áfanga að sigra í Spurningakeppni Fréttatímans þrisvar í röð og í næstu viku hefst innbyrðis barátta þeirra um sigur- inn í keppninni. Í fyrra bar Þóra Arnórsdóttir, þá aðstoðar- ritstjóri Kastljóss, sigurorð af Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðar- ráðherra, í hörkuspennandi úrslitum sem lauk með 12 – 11 sigri Þóru eftir tvöfaldan bráðabana. „Ég hélt að það væri toppurinn á ferlinum og að ég væri útbrunnin en svo kemur þetta. Ég er greinilega á uppleið aftur,“ sagði Þóra eftir sigurinn í fyrra en umtalsverðar breytingar hafa orðið á högum hennar síðan þá vegna þess að eins og alþjóð veit stendur hún nú í bullandi kosningabar- áttu um embætti forseta Íslands og mælist með næst mest fylgi á eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í skoðanakönnunum þannig á þeim vígstöðvum stefnir ef til vill í annan og ekki síður spennandi bráðabana hjá Þóru. Þóra og Katrín ólust báðar upp í Kópavogi og Þóra tileink- aði sigurinn, nokkuð forsetalega, tveimur hópum. „Þetta er klárlega upprisa ljóshærðra kvenna í Kópavogi og síðan vil ég tileinka sigurinn stórkostlegum félagsskap stelpna sem hafa keppt í Gettu betur. Við erum ekki margar en það er þeim mun skemmtilegra hjá okkur.“ Þetta árið takast á þau Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Þórður Gunnarsson, Árni Þór Hlynsson, Ásgeir Pétur Þor- valdsson, Magnús Þorlákur Lúðvíksson, Dóri DNA, Bene- dikt Bóas Hinriksson og Þórður Snær Júlíusson um sigur- inn en tveir og tveir keppa næstu vikur þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Og eins og Þóra Arnórsdóttir hefur sýnt og sannað er ómögulegt að segja til um hvað framtíð sigurvegarans ber í skauti sér. -þþ  Spurningakeppni FréttatímanS ÚrSlitabarÁttan að heFjaSt Sigurvegarinn fór í forsetaframboð Þ etta er það skemmtilegasta sem fyrir mann kemur í þessu lífi – þarna er ei-lífðin, í börnunum,“ segir Egill Ólafs- son, tónlistarmaður og leikari. Egill eignaðist alnafna í vikunni þegar sonarsonur hans var skírður. Foreldrar hins nýskírða Egils Ólafssonar eru leikarahjónin Ólafur Egill og Esther Talía Casey. Egill eldri er vitaskuld hæstánægður með þetta og er afar hrifinn af litla drengnum. „Hann er bros- mildur og fagur, ljúfur og kátur. Þetta er mik- ill karakter.“ Hann sumsé kippir í kynið? „Jú, jú, en þetta kemur úr öllum áttum. Hann á ættir að rekja til Rangárvalla, það er í honum Skaftfellingur og Ölfusið og Eyrar- bakki og frá konu minni er hann húnvetnskur og Þingeyingur skal vera í honum einnig og svo er í honum Hugenottablóð, bæði franskt og ítalskt og danskt. Þá hefur nafni minn frá móður sinni írskt blóð og eins koma frá henni Vatnsdælir í gegnum langalangafa drengsins, Héðinn Valdimarsson, þannig er þetta langur og glæstur bogi sem blessaður drengurinn er kominn af. Hann gæti með glans kallað sig Egil Armand Dupont Kaaber Ólafsson Casey.“ Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri og kona Egils, varð í fyrra sömu gæfu aðnjót- andi og bóndi hennar. Þá var dóttir Gunnlaugs sonar hennar og Gunnar Þórhallsdóttur von Matern skírð; Tinna Vígdís, í höfuðið á ömm- um sínum, Tinnu og Vigdísi Gunnarsdóttur leikkonu. Hinn afi Tinnu Vigdísar er leikarinn og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Þórhallur Gunnarsson. Egill gleðst mjög yfir því að þau hjónin skuli bæði hafa eignast barnabörn sem skírð eru í höfuð þeirra. „Þetta er allt eins og það á að vera. Ekki má heldur gleyma að systir mín Ragnheiður hefur eignast nöfnu sína í Ragn- heiði Eyju Ólafsdóttur, sem er eldra barn Ólafs og Estherar. Það hefur verið hefð í minni fjöl- skyldu að framhalda þessu svona.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  ÆttFrÆði glÆStur Ættbogi egilS ÓlaFSSonar yngri Egill Ólafs eignast alnafna Leikara- hjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey skírðu son sinn í vikunni. Drengurinn er nú alnafni afa síns, leikarans og söngvarans Egils Ólafs- sonar, sem er að vonum hæstánægð- ur með það. Hundrað myndir Herdísar Myndlistarkonan Hulda Hákon er einn harðasti stuðningsmaður Herdísar Þor- geirsdóttur í forsetakosningabarátt- unni. Hún hefur gefið út grafíkmynd í hundrað eintökum til styrktar framboði Herdísar: „EKKI KÓNG, EKKI KLÍKUR, LÝÐ- VELDI!“ Myndagjöfin gefur Herdísi tilefni til þess að blása til fagnaðar í kosninga- miðstöð Herdísar við Laugavegi 87 í dag, föstudag, milli klukkan 18 og 20. Þar ætlar Hulda að afhenda frambjóðand- anum fyrstu eintök myndarinnar sem er djúpþrykkt offsettprent og 40 x 60 sentimetrar. Hver mynd er seld á 50.000 krónur. „Ég hef fylgst með skrifum Her- dísar í gegnum árin og alltaf verið hrifin af því hversu bjartsýn, óhrædd, skýr og rökföst hún er,“ segir Hulda. Engilbert Jensen með sumarsmell Hljóma-trymbillinn, söngvarinn, flugu- hnýtarinn og goðsögnin Engilbert Jensen er í góðum gír þessa dagana. Hann tók lagið með Júpíters á minningartónleikum um Kristján Eldjárn, gítarleikara, á dögunum og nú er unnið að upptökum á laginu sem hann söng svo eftirminnilega þar. Engilbert er maður ekki einhamur og syngur ótal raddir í upptökum á laginu sem hann telur góðar líkur á að verði sumarsmellurinn í ár. Lag og texti mun vera eftir tvo meðlimi Júpíters, sem horfnir eru yfir móðuna miklu, og fyrrum dagskrárstjóri Sjónvarps- ins, Rúnar Gunnarsson, sem blæs í saxófón með Júpíters, vinnur að sögn að gerð myndbands við lagið. Illugi skorar á bókalistum Rihöfundurinn Illugi Jökulsson er öllu þekktari fyrir sagnfræðigrúsk af ýmsu tagi frekar en að hafa vit á boltasparki. Hann er þó knattspyrnuáhugamaður mikill og fylgist nú spenntur með EM í knattspyrnu. Og keppnisanda virðist prúðmennið ekki skorta því í vikunni fagnaði hann því ákaflega á Facbook- síðu sinni að tvær frumsamdar bækur hans um tvo bestu knattspyrnumenn heims í dag; Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, Messi – Eins og hann er og Ronaldo – Eins og hann er, eru komnar á metsölulista. „Ferill minn sem fótbolta- höfundur hefst glæsilega! Bækur um Messi og Cristiano Ronaldo báðar á met- sölulistum. Jahérna!“ Hann gæti með glans kallað sig Egil Armand Dupont Kaaber Ólafsson Casey Egill Ólafsson með Egil Ólafsson í fanginu. Sá stutti er bæði ljúfur og kátur að sögn afans. Og mikill karakter eins og hann á kyn til. Þóra Arnórsdóttir í fyrra með viðurkenningarskjalið frá Fréttatímanum. Ljósmynd/Hari 00000 Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 62 dægurmál Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.