Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 4
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST YFIR 40 GERÐIR GRILLA Í BOÐI LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardögum 99.900 Með gömul brjóstahöld í Kvennahlaupið veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hæg N-átt og freMur svalt. síðdegis- sKúrir suNNaN- og suðaustaNlaNds, eN aNNars þurrt. Höfuðborgarsvæðið: Hafgola og sólríkt. áKveðNari N-átt og freMur Kalt. rigning eða skúrir austan- og suðaustanlands. Höfuðborgarsvæðið: NorðaN NæðiNgur og bjart veður. freMur Kalt á laNdiNu og rigNiNg uM tíMa á suður- og austurlaNdi Höfuðborgarsvæðið: norðangola og skýjað. líklega smá rigning um tíma. rignir loks 17. júní um helgina er útlit fyrir fremur kalt veður fyrir árstímann, en aðgerðarlítið veður. meira skýjað á morgun laugardag og skúrir þá sunnan- og austanlands. á sunnudag (17. júní) er spáð lægðardragi við suðurströndina og því rigning þar um miðjan daginn og reyndar víða um land um tíma. Þó ekki á Vestfjörðum og við Breiðafjörðinn og líkast til verður nær alveg þurrt áfram austantil á norðurlandi. Hins vegar kalt og varla nema 10 til 12 stig yfir miðjan daginn þar sem hlýjast verður. 12 10 8 9 11 11 9 8 7 10 9 10 8 7 9 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is n emendur í upplifunarhönnun í Listaháskólan-um skildu eftir sig fjölda hugmynda um hvernig bæta megi upplifun kvenna sem leggjast inn á Kvennadeildina á Landspítala eftir að hafa setið nám- skeið hjá Hlín Helgu Guðlaugsdóttur. Hugmyndina að samstarfi við Kvennadeildina fékk Hlín þegar hún horfði á söfnunarþátt styrktarfélagsins Lífs á Stöð 2 í febrúar í fyrra. Þar safnaði félagið fyrir bættri aðstöðu á Kvennadeildinni. „Það skipti máli að starfsfólk, notendur og fulltrúar Lífs tækju virkan þátt og því ánægjulegt að allir sem að verkefninu komu voru í þessu af lífi og sál,“ segir Hlín sem starfar sem prófessor í upplifunarhönnun við Kunstfach-háskólann í Stokkhólmi. Hún vonast til þess að verkefnið styðji við nýjan hugsunarhátt innan spítal- ans og skili sér aukinheldur þegar nýr verður byggður. „Sem betur fer er eitt af markmiðum forsvarsmanna Landspítalans að hanna spítalann með hagsmuni not- enda í huga. Það er búið að marka þá stefnu. Nú er bara að sjá hvernig gengur að fylgja því eftir.“ Hlín, sem kenndi námskeiðið með Hafsteini Júlíus- syni, hefur reynslu af upplifunarhönnun innan sjúkra- húsa. Hún vann að því að bæta líknardeildir í Sví- þjóð. „Þar vorum við að endurhugsa og bæta upplifun sjúklinga, fjölskyldna þeirra og starfsfólks. Auðvitað gengur þetta fyrst og síðast út á það að hugsa hluti upp á nýtt; hugsa umhverfið út frá þeim sem að eiga að nota það,“ segir hún. „Oft eru þetta úrelt húsnæði, þar sem hlutirnir hafa alltaf verið eins og valda fólki óþarfa óþægindum. Hug- rænir þættir skipta miklu máli fyrir upplifun fólks: Það eru allir þættir sem hafa áhrif á skynjun okkar; litir, hljóð, lykt, útlit og fagurfræði og ekki hvað síst fólkið sjálft sem á í hlut.“ Lykillinn að lausninni liggi í starfs- fólkinu, segir Hlín: „Líði því vel er það líklegra til að sinna vinnu sinni betur og hlúa betur að fólkinu sem þarf á því að halda.“ Hlín segir upplifunarhönnun vera að ryðja sér til rúms og hönnuðir að spretta upp sem sérhæfa sig á þessu sviði. „Ég veit að þessar niðurstöður verða not- aðar í umræðu um þær breytingar sem framundan eru því rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á heilsu okkar og bata sjúklinga, þessar rannsóknir eru til og við eigum ekki að hunsa niðurstöður þeirra.“ gunnhildur arna gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  uppliFunarhönnun hlín helga guðlaugsdóttir próFessor í svíþjóð Hlín hannar upplifun af sjúkrahúsvist fólks eftir að hafa fylgst með söfnunarþætti lífs styrktarfélags ákvað Hlín Helga guðlaugsdóttir upp- lifunarhönnuður að bjóða fram starfskrafta sína og nemenda í listaháskóla íslands til að bæta starfsumhverfið á Kvenna deild inni. Hún segir lykt, liti, hljóð og útlit skipta máli þegar komi að upplifun fólks af sjúkrahúsdvöl. Hlín Helga guðlaugsdóttir, prófessor í upplifunarhönnun í kunstfach-háskólanum í svíþjóð. Mynd/Hari skilar auroru-styrktarsjóði af sér um leið og hann fær framhaldslíf Síðustu þrjú ár hefur Hlín Helga Guðlaugsdóttir verið framkvæmdastjóri Hönnunarsjóðsins Auroru. Hún lætur nú af störfum til að einbeita sér frekar að kennslu í upplifunarhönnun við Kunstfach-háskól- ann í Svíþjóð. Aurora er stofnaður af athafnamann- inum Ólafi Ólafssyni og eiginkonu hans Ingibjörgu Kristjánsdóttur landslagsarkitekts. Þau veittu 25 milljónir á ári í sjóðinn, alls 75 milljónum, en hafa nú ákveðið að gera eins næstu þrjú árin, eða til loka árs 2015. Á dögunum fengu sjö hönnuðir af áttatíu umsækj- endum styrki sem námu frá hálfri milljón til tveggja milljóna króna. Hæst fengu Ingvar Helgason og Susanne Ostwald fyrir þátttöku í tískuvikunni í New York í september 2012. Meðal annarra styrkþega voru: Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður, eigendur barnafatalínunnar As we grow, Brynjar Sig- urðsson vöruhönnuður og Krads arkitektar. - gag M yn d/ að se nd Hið árlega kvennahlaup sjóvár og ísí fer fram á morgun, laugardag. Hlaupið verður á átta- tíu stöðum hér á landi og tuttugu erlendis. undanfarin ár hafa hlaupararnir, sem taka þátt í kvennahlaupinu, verið í kringum 15 þúsund. jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá ísí, segir að markmið kvennahlaupsins sé að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. „á hverju ári er valið eitt málefni tengt konum til þess að vekja athygli á en í ár var ákveðið að fara í söfnunarátak í samstarfi við Rauða kross- inn. reynsla rauða krossins er sú að brjóstahöld og önnur nærföt skila sér sjaldan í hefðbundnum fatasöfnunum en mikil eftirspurn er eftir slíkum fatnaði víða um heim. konur sem taka þátt í kvennahlaupinu eru hvattar til þess að taka með sér gömul brjóstahöld í hlaupið og láta þar með gott af sér leiða, en sérstakir móttökugámar fyrir fatnaðinn verða staðsettir við öll rásmörk hlaupsins,“ segir jóna Hildur. -óhþ Hækkar um 7,4 prósent mat fasteigna í landinu hækkar um 7,4 prósent frá síðasta ári og er heildarmat fasteigna á ís- landi nú 4715 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2013 sem Þjóðskrá Íslands birti í gær, fimmtudag. Fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna eins og það var í febrúar 2012 og byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum. samkvæmt hinu nýja fasteignamati hækka 125 þúsund íbúðaeignir á öllu landinu um 8,3 prósent á milli ára og er samanlagt fasteignamat þeirra 3.105 milljarðar króna. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 8,3 prósent. frá síðasta ári hækkar fasteignamat á landinu mest í Vestmannaeyjum um 19 prósent en í reykjanesbæ hefur mat á fasteignum hækkað minnst eða um 0,6 prósent. -óhþ 73 milljóna króna maðurinn ófundinn lottómiðaeigandinn, sem var einn með allar tölurnar fimm réttar í útdrætti helgarinnar, og þar með 73 milljónum króna ríkari, hefur enn ekki gefið sig fram við skrifstofu íslenskrar getspár að sögn stefáns snæs konráðssonar framkvæmdastjóra. miðinn var keyptur í leirunesti á akureyri og greiddur með reiðufé sem gerir ómögulegt að rekja hann. Ef viðkomandi vinningshafi sækir ekki vinning sinn innan árs fyrnist miðinn og féð rennur til eignaraðila getspárinnar sem eru Öryrkjabanda- lagið, íþrótta- og ólympíusambandið og ungmennafélag íslands. -óhþ OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER Michelsen_255x50_A_0612.indd 1 01.06.12 07:20 4 fréttir Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.