Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 6
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is  Ísland Búferlaflutningar Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* www.volkswagen.is Sparar sig vel Volkswagen Polo Trendline TDI Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI Polo kostar aðeins frá 2.390.000 kr. A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8“ á lfe lg ur , þ ok ul jó s og li ta ða r rú ðu r Söfnun Neyðarástand í Vestur-Afríku Barnaheill vantar 5,2 milljarða Samtökin Barnaheill – Save the Children hafa hrundið af stað heimssöfnun vegna neyðar- ástands í Vestur-Afríku. Nær átj- án milljón manns standa frammi fyrir alvarlegum matarskorti á svæðinu og telst samtökunum til að um 40 milljónir dollara, eða sem nemur um 5,2 milljörðum íslenskra króna, þurfi til að hægt sé að hjálpa 1,5 milljón manna, þar af nærri einni milljón barna, sem þurfa á mestri hjálp að halda. Fjármagnið sem samtökin safna mun renna til lífsnauðsyn- legra þátta á borð við næringu, heilsuvernd og tryggum aðgangi að matvælum fyrir berskjölduð- ustu fjölskyldurnar í Burkina Faso, Níger, Malí og Máritaníu. „Ástandið á Sahel-svæðinu er nú þegar orðið skelfilegt. Í löndum eins og Níger, berjast fjölskyldur við að halda lífi á nánast engu og börnin fara ekki varhluta af því,“ segir Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri erlendra verkefna hjá Barna- heillum – Save the Children á Íslandi. Ef ekki kemur til aukinn stuðningur alþjóðasamfélagsins, mun ástandið fara versnandi. „Við verðum að bregðast við núna því allur dráttur á aðstoð getur kostað fleiri börn lífið. Við vitum að við getum bjargað þess- um börnum, fáum við tækifæri til þess,“ segir Björg í samtali við Fréttatímann. Matarskorturinn er mikill í Níger og nærliggjandi löndum. Stuðningur Þeir sem vilja styðja hjálparstarf Barnaheilla – Save the Children í Vestur- Afríku er bent á söfnunarsíma samtakanna 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning samtakanna 0327-26-1989 kt. 521089-1059. Lj ós m yn d/ N or di c Ph ot os / G et ty Im ag es Ómeðvituð um breytt hugarfar Hulda Þórisdóttir, lektor í stjór- nmálafræði vísar í kafla sem hún ritaði í Rannsóknarskýrslu Alþingis; Afsprengi aðstæðna og fjötruð skynsemi, þegar hún er spurð um áhrif boðsferða á þá sem þær þiggja. Hún segir að sama hversu vel fólk telji sig vera í stakk búið til að skilja fagurgalann frá því sem það telji skipta máli gangi það oft ekki eins vel og það telur sjálft. Hún vísar í bandaríska umræðu um gjafir lyfjafyrirtækja til lækna úr skýrslunni: „Gjafirnar hafa verið allt frá pennum til lúxusferðalaga undir yfirskini vísindaráðstefna. Flestir læknar þvertaka fyrir að þeir verði fyrir áhrifum frá þessum gjöfum og að fagleg dómgreind þeirra ráði ferðinni. En rannsóknir hafa sýnt að læknar eru jákvæðari í garð fyrirtækja sem þau hafa þegið af gjafir og líklegri til að ávísa lyfjum frá þeim en öðrum. Læknarnir eru jafnframt fúsir til að viðurkenna að gjafir lyfja- fyrirtækja gætu haft áhrif á aðra lækna en hafna því alfarið að þær geti blindað þeirra eigin dómgreind.“ Það eru því ekki hin beinu áhrif gjafa eða boðsferða sem þarf að varast heldur þau óbeinu; breyttu hugarfari gagn- vart þeim sem gefa.  Boðsferð fyrirmenni ferðuðust frÍtt með icelandair Steingrímur J. í boðsferð Icelandair Steingrímur J. Sigfússon ráðherra, aðstoðarmaður hans, bæjarstjóri Akureyrar og lykil- menn íslenskra ferðayfirvalda fóru í boði Icelandair til Denver. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að þar sem ráðherrann var með í för hafi tekist að bóka fundi með háttsettum aðilum ytra. Ferðin vakti mikla athygli í fjölmiðlum þar, að sögn upplýsingafulltrúans. s teingrímur J. Sigfússon ráðherra og for-maður Vinstri grænna, aðstoðarmaður hans, fulltrúar bæjarstjórnar Akureyrar og lykilmenn íslenskrar ferðaþjónustu fóru í boði Icelandair til Denver í Bandaríkjunum um miðjan maí-mánuð. Í siðareglum ráðherra segir að ráðherra þiggi „að jafnaði“ ekki boðsferðir af einkaaðilum nema opinberar embættisskyldur séu hluti af dagskrá ferðarinnar. Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðar- maður Steingríms, segir þá hafa verið í opinberum erindagjörðum og því ekki brotið siðareglur. Ráðherrann vildi treysta viðskiptasambönd við Colorado-fylkið fyrir íslensk fyrirtæki; ekki aðeins Icelandair heldur fjölda annarra svo sem fyrirtæki útivistarfatnaðar. „Ferðin var metin mikilvæg fyrir hagsmuni Íslands.“ Helgi Hjörvar, formaður við- skipta- og efnahagsnefndar Alþingis, vildi ekki tjá sig um málið. Guðjón Arngrímson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair, segir hefð fyrir því að útbúa dagskrá í kringum fyrsta flug á hvern áfangastað af hálfu flug- félagsins og ferðamálayfir- valda hér og ytra til að vekja athygli á fluginu og fá hingað ferðamenn. „Í þessu tilviki óskuðum við eftir því að ráð- herra myndi veita okkur liðsinni í þessari dagskrá. Steingrímur Sigfússon tók því ljúflega. Hann kom með okkur og var í þessari ferð í rúman sólar- hring,“ segir Guðjón. Haldnir hafi verið tveir blaðamannafundir auk þess sem Steingrímur sat morgunverðarfundi með fylkisstjóranum í Colorado og viðskiptaleiðtogum í fylkinu og náði einnig hádegisverðafundi með borgaryfirvöldum og ferðamálayfirvöldum. „Þetta byggir á því að ef háttsettir aðilar héðan taka þátt tryggir það samband við hátt- setta aðila ytra. Það var því mikilvægt að njóta liðsinnis ráðherra við opnun þess- arar leiðar. Enda vakti ferðin mikla athygli í viðskipta- og stjórnarlífinu fyrir vestan.“ Blaðamenn voru meðal boðs- gesta Icelandair. Blaðamaður Fréttatímans fór fyrir blaðið í álíka, eins dags reisu með Wow Air á dögunum og nýtti til að viða að sér efni. Hann hefur heimildir fyrir því að fulltrúa ríkisstjórnarinn- ar hafi verið boðið en sá ekki þegið. Einar Örn Benediktsson, borgar- fulltrúi Besta flokksins og formaður menningar- og ferðamálaráðs, var í boðsferð Wow Air og sætti gagnrýni þess vegna. Minnihluti borgarinnar hefur óskað eftir áliti innri endur- skoðanda á ferðalaginu „með hliðsjón af siða- reglum og góðum starfsháttum kjörinna fulltrúa og embættismanna á vegum borgarinnar.“ Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Sigríður María Hammer fóru í ferðina fyrir hönd Akureyr- arbæjar. Eiríkur segir hana hafa verið allt annars eðlis en Wow-ferðin. „Við erum í vinabæjarsam- skiptum við Denver og vorum að koma þeim á.“ Oddur Helgi Halldórsson forseti bæjar- ráðs, segir að bæjaryfirvöld hafi tekið vel í hugmyndina um að Denver og Akureyri yrðu vinabæir. Hann segir töluverða hagsmuni í húfi fyrir bæinn. Þá telji bæjarfulltrúar sig ekki skuldbundna Icelandair þótt þeir hafi þegið flugið. „Það hvarflaði ekki að okkur,“ segir hann: Iceland Express fljúgi norður á sumrin og bæjarstjórnin hafi þátt í að liðka til fyrir þeim líka. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Eiríkur Björn Björgvinsson Steingrímur J. Sigfússon ráðherra hitti ráðamenn í Colorado í boði Ice- landair um miðjan maí. 6 fréttir Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.