Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 24
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Kíktu á gjafatilboðin lindesign.is Einstakar búðargjafir Versti lýsandinn Adolf Ingi Erlingsson „Það má kæfa hann mín vegna.“ „Hann hefur neikvæð áhrif á upplifunina.“ „Hann talar of mikið.“ „Hann reynir yfirleitt að vera bæði lýsandi og leikgreinandi með afleitum árangri.“ „Hann fer oft rangt með það sem er að gerast inni á vellinum og greiningar hans byggja jafnan á misskilningi.“ „Nú er Adolf Ingi alveg áreiðanlega ágætur maður og það er dálítið leiðinlegt hversu mikilli gagnrýni hann sætir. En RÚV setur hann í þessa stöðu, sem er óskiljanlegt.“ „Þegar það er verið að lýsa leikjum þá þarf að verkaskipting á milli lýsanda og sérfræðings. Það þýðir ekki að endurtaka sama hlutinn 18 sinnum – nóg að segja hann einu sinni.“ „Þátttaka hans hlýtur að vera eitthvað grín.“ „Telur sig þurfa að tala allan tímann, sem er afleitur misskilningur hjá íþróttafréttamanni.“ „Það er eiginlega lágmark að sá sem lýsir leik viti eitthvað aðeins meira um hann en sófakartaflan í stofunni heima hjá sér.“ „Dolli er verstur. Þarf eitthvað að ræða það?“ „Það er engin tilviljun að Twitter logar þegar Adolf lýsir. #Dolli er vinsælasta merkið á Twitter þegar Adolf er í loftinu.“ „Adolf Ingi á ekki að lýsa leik í sjónvarpi.“ „Hann kemur illa undirbúinn til leiks.“ „Hann er með lélegar athugasemdir á leik- menn og svo er hann allt of dómharður.“ „Less is more á ágætlega við þegar Adolf Ingi er að lýsa fótbolta. Hann er aftur á móti fínn í frjálsum.“ Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson „Kannski ósanngjarnt að dæma menn eftir tvo leiki á sínu fyrsta stórmóti.“ „Þekking hans á leiknum er ekki nægjanlega mikil, ekkert nýtt sem kemur fram.“ Besti lýsandinn Hans Steinar Bjarnason „Hann er ekki sérlega eftir- minnilegur, en það er bara fínt.“ „Með þægilega sjónvarpsrödd.“ „Kemur af Stöð2Sport og það hjálpar honum.“ „Hann er ágætlega máli farinn og skemmti- legur á köflum.“ „Hansi er mjög „professional“. Lýsir leikjum en lætur sérfræðingana um að greina.“ Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson „Leikurinn er aðalatriðið og leikmennirnir inni á vellinum stjörnurnar í sýningunni. Þessi virðist skilja þetta ágætlega.” “Þulir RÚV bera með sér að þeir eru í lítilli æfingu við að lýsa knattspyrnuleikjum, en Þorkell gerir þetta ágætlega og kann að hafa sig ekki of mikið í frammi.“ „Hefur komið á óvart.“ „Hann undirbýr greinilega sig fyrir leikina og er með nöfnin á hreinu á hverjum og einum.“ „Hefur mikið vit á boltanum og kemur með skemmtileg komment.“ Haukur Harðarson „Kemur lýsingunni ágætlega frá sér.“ Adolf Ingi Erlingsson „Adolf Ingi Erlingsson er besti lýsandinn á EM sem hlýtur að vera áfall fyrir hina.“ „Dolli má eiga það að hann er með flottan framburð á erlendum leikmönnum og veit hvar á að leita í press-kittinu.“ „Ástríða Adolfs fyrir íþróttinni skilar sér líka heim í stofu. Hinir lýsendurnir eru svolítið að reyna að herma eftir þeim sem kunna þetta.“ Rikki og Hansi bestir, Dolli og Hemmi verstir Allir hafa skoðanir á því hvernig lýsendur og sérfræðingar standa sig í EM- umfjöllun RÚV. Fréttatíminn fékk álitsgjafa til að meta mannskapinn og í ljós kemur að Adolf Ingi þykir versti lýsandinn og atvinnumað- urinn Hermann Hreiðarsson versti sér- fræðingurinn. Ekki er þó allt vont því Hans Steinar Bjarnason þykir sá besti við lýsingarnar og þeir Ríkharður Daðason og Bjarni Guð- jónsson bera höfuð og herðar yfir aðra sér- fræðinga – sé að marka álitsgjafa blaðsins. Versti sérfræð- ingurinn Hermann Hreiðarsson „Líflegur en hefur furðulega lítið fram að færa um boltann.“ „Mætti vera betur undirbúinn.“ „Virkar frekar stressaður.“ „Virðist ekki hafa áhuga á neinu nema enska liðinu og varla nenna að vera þarna.“ „Fær samt plús fyrir að reyna að vera skemmtilegur.“ „Samt stundum eins og hann hafi tekið of marga skallabolta.“ „Hefur náttúrulega ekki horft á einn leik á EM það sem af er móti. Það skilar sér heim í stofu.“ „Hann langar mun meira að vera ein- hversstaðar í golfi en að vera að ræða fótbolta við handboltamann.“ „Fastur í eldgömlum klisjukenndum frösum.“ „Þó það sé kostur að vera skemmtilegur þá er það bara ekki nóg.“ „Hemmi virðist einfaldlega illa undirbú- inn og stundum alveg úti á þekju. Hann vissi ekki hvað framherji Pólverja heitir en Lewandowski er þýskur meistari með Dortmund og var valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vetur.“ Arnar Gunnlaugsson „Hefur fullt vit á boltanum, en er ekki mjög lifandi.“ „Ekki undirbúinn og gefur ekki nógu mikið af sér.“ „Hefur leiðinlegan talanda og svo muldrar hann svo mikið niður í háls- málið á sér.“ „Hann dregur aðra menn sem eru með honum niður.“ „Það vantar allan húmor í hann.“ Gylfi Einarsson „Hann er lakastur.“ „Kannski ekki að verð- leikum þar sem hann hefur þurft að sitja með Adolfi Inga og verður dæmdur með honum.“ „Eins og feimni nýi krakkinn í bekknum.“ Besti sérfræð- ingurinn Ríkharður Daðason „Ber af öðrum úr sérfræðinga- hópnum.“ „Með góðar athuga- semdir og er hæfilega léttur.“ „Reynir að segja við þann sem er heima í stofu hvað sé gott og hvað megi betur fara.“ „Ágætlega fróður og hefur gott vit á íþróttinni en eru aðeins of þurr og of mikið á blaðinu.“ „Er að koma ferskur inn í hóp sér- fræðinga.“ „Kemur með góðar leikgreiningar.“ „Veit nákvæmlega hvað hann vill og meinar.“ „Rökstyður sitt mál.“ „Fylgist greinilega vel og með og hefur yfirgripsmikla þekkingu á fótbolta.“ „Í stað þess að segja hið augljósa bætir hann yfirleitt einhverju við – eins og sérfræðingar eiga að gera.“ „Býr yfir mikilli innsýn og segir skemmtilega frá.“ Bjarni Guðjónsson „Er traustur.“ „Hann reynir að vekja áhuga á því sem liðin eru að gera jafnvel þegar leikurinn er daufur.“ „Talar þannig að hann er með á hreinu hvað fór fram í leiknum.“ „Kemur sterkur inn.“ „Hefur vit á málum og á eftir að vaxa í þessu hlutverki.“ „Kemur vel fyrir sig orði og virðist hafa raunverulegan áhuga á þessu og nokkuð vit.“ „Hefur reynslu í þessu starfi og er sívaxandi.“ „Kann leikinn vel og miðlar af reynslu sinni.“ Arnar Gunnlaugsson „Flottur í tauinu.“ „Hefur sterkar skoðanir og má flíka þeim meira.“ „Fróður en þarf að hætta að muldra svona.“ „Frábær þekking á leiknum.“ „Yfirvegaður og skemmtilegur.“ Haukur Ingi Guðnason „Hefur komið skemmti- lega á óvart.“ „Mætti kannski vera aðeins hressari og bakka lýsandann betur upp í leiðin- legum leikjum.“ „Hefur mikla þekkingu á leiknum og les hann vel.“ „Klárlega framtíðarmaður á RÚV.“ 2. SÆTI 2. SÆTI 3. SÆTI 4. SÆTI 3. SÆTI 2. SÆTI 2. SÆTI 4. SÆTI 3. SÆTI 1. SÆTI 1. SÆTI 1. SÆTI 1. SÆTI Álitsgjafar: Anna Lilja Johansen fatahönnuður, Ari Matthíasson framkvæmdastjóri, Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður, Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri, Breki Logason fréttamaður, Heimir Guðjónsson knatt- spyrnuþjálfari, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Magnús Már Einars- son ritstjóri, Páll Sævar Guðjónsson vallarkynnir og Trausti Hafliðason, fréttastjóri. 24 sjónvarp Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.