Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 16
Litlir tappar eru varasamir ... fyrir litla tappa Ung börn, sérstaklega yngri en 3 ára, eiga það til að setja hluti upp í munninn. Skrúftappi á Fjörmjólk, D-vítamínbættri mjólk og á Stoðmjólk er af þeirri stærð að hann gæti verið varasamur ungum börnum. Við viljum biðja forráðamenn smábarna að hafa þetta hugfast. E N N E M M / S IA • N M 52 46 4 Í upphafi, 1978, átti Dallas aðeins að vera svokölluð „mini-sería“, sex þættir sem fjölluðu fyrst og fremst um forboðna ást Bobbys Ewing og Pamelu Barnes en fjölskyldur þeirra hötuðust heitt og innlega vegna áralangra deilna um skipt- ingu olíauðs á milli ættfeðranna Jocks Ewing og Digger Barnes. Þetta Rómeó og Júlíu ævintýri í Tex- as vatt þó svo hressilega upp á sig að þættirnir gengu óslitið í tólf ár. J.R. gerðist strax frekur til fjörs- ins og þetta siðspillta illmenni sem áhorfendur elskuðu að hata varð fljótt þungamiðja sögunnar og leik- arinn Larry Hagman á skuldlaust mestan heiður af vinsældum þátt- anna. Einnar-sjónvarpsstöðvar-þjóðin á Íslandi fór ekki varhluta af vin- sældum Dallas og í byrjun níunda áratugarins voru miðvikudags- kvöld heilög á fjölmörgum heim- ilum landsins þar sem fjölskyldan sameinaðist agndofa fyrir framan imbakassann og sökkti sér ofan í draumaheim ríka og fallega fólksins í Dallas. Og sjálfsagt hefur margur verðbólginn mörlandinn ornað sér við að horfa upp á að miklum auð- ævum fylgi ekki endilega hamingja. Dallas sýndi nefnilega svo skemmti- lega fram á að raunveruleg lífsgæði felast ekki endilega í því að hafa sundlaug við veröndina, keyra um á flottum bílum og geta fengið sér í glas í stásstofu á hverju kvöldi áður en þjónustufólkið ber fram kvöld- verð. Lærðar bókmenntakenningar hafa verið settar fram þess efnis að Dallas-þættirnir hafi verið sér- lega vel til þess fallnir að viðhalda ríkjandi ástandi. Olía, bensín og kvenfyrirlitning Eftir einhver ár fékk sjónvarps- þjóðin kjaftshögg þegar Sjónvarp- ið hætti að sýna Dallas en það er til marks um vinsældirnar að þá streymdi fólk á bensínstöðvar Olís – á þeim bænum fékk einhver þá frábæru hugmynd að laða fólk að bensíndælunum með því að leigja út nýjustu þættina á myndböndum. Stöð 2 tók síðar við keflinu og Dallas lauk keppni á þeirri sjónvarpsstöð 1990. Dallas-æðið tók á sig ýmsar myndir í þjóðlífinu og sjálfsagt muna enn margir texta Dúkkulísu- lagins Pamela í Dallas. „Fimmtán ára kasólétt/Það er fúlt og ógeðs- legt/Ég vildi ég væri Pamela í Dallas.“ Ó já. Konurnar í Dallas voru glæsilegar og komu fram eins fáklæddar og þeirra tíma viðmið leyfði og Pamela var auðvitað sætust og hefur líklega átt viðkomu í blaut- um draumum ófárra unglingspilta. Dallas var löðrandi í kvenfyrir- litningu sem þótti ef til vill lúmsk í þá daga en þegar gömlu þættirnir eru skoðaðir í dag er hún æpandi og í raun eru þættirnir ómetanleg heimild um hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan var komin fyrir aðeins þrjátíu árum. Fyrir J.R. voru konur ekkert annað en viðfang og verkfæri og skúrkurinn var svo óforskamaður á þessu sviði að æðsti páfi karlrembunnar, James Bond, fölnar í samanburðinum. Samtök áhugafólks um áfengisvandann í Dallas Þættirnir voru einnig gegnsósa af áfengi og vægast sagt alkóhólíser- aðir en af miklu göfuglyndi reyndu framleiðendur þáttanna að opna umræðu um alkóhólisma sem sjúk- dóm og þar fór blessunin hún Sue Ellen fremst í flokki inn og út af geð- deildum og meðferðarstofnunum, lóðbeint í ræsið, endalaust úr og í arma J.R. sem braut hana jafnan markvisst niður. Alkóhólisminn í Dallas kemur meira að segja við sögu í barátt- unni við Bakkus á Íslandi en þeg- ar SÁÁ-samtökin voru stofnuð var leikaranum Ken Kercheval boðið sérstaklega til landsins. Hann lék hinn lánlausa Cliff Barnes, bróður Pamelu, sem J.R. valtaði yfir með reglulegu millibili. Cliff varð því eðlilega fyllibytta og sömu sögu var að segja af leikaranum sem mætti í sjónvarpssal í Reykjavík og ræddi fjálglega um bölið. Enn eymir af þeim áhrifum sem Dallas hafði á íslenska þjóðarsál og líklega munu kynslóðirnar safnast saman við sjónvarpstækin eða tölv- urnar í kvöld, föstudagskvöld, þeg- ar Stöð 2 frumsýnir fyrsta þáttinn í nýrri Dallas-seríu. Stríðið á Southfork heldur áfram á nýrri öld Dallas, sjónvarpsþættirnir um ástir, undirferli, svik, framhjáhald, græðgi, drykkju, sorgir, sigra ríka og olíuauð fallega og ríka fólksins í samnefndri borg í Texas, náðu óhemjuvinsældum á níunda áratug síðustu aldar og eru í raun stórmerkilegt fyrirbæri í vestrænni dægurmenningarsögu. Þættirnir hófu göngu sína árið 1978 og runnu ekki sitt skeið fyrr en 1990. Þættirnir lifa enn góðu lífi á fornri frægð sem sjónvarpsstöðin TNT hefur nú virkjað með nýrri Dallas-þáttaröð og þar eru Ewingarnir enn við sama heygarðshornið. J.R., Sue Ellen og Bobby eru öll mætt til leiks á ný en halda sig þó að nokkru til hlés þar sem á nýrri öld verða átök sona þeirra J.R. og Bobbys í forgrunni og, líkt og við má búast, draga synirnir dám að feðrum sínum. Synirnir sem hafa tekið stöður feðranna. John Ross sver sig í ætt við J.R. og er meira að segja með kúrekahatt á meðan Christopher horfir til Bobby sem fyrirmyndar. 16 sjónvarp Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.