Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 44
44 sumar og matur Helgin 15.-17. júní 2012 EKTA ÍSLENSKT GRILL Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara! B éarnaise er bræðingur tveggja þátta, eggjarauðu og smjörs sem svo aftur vilja ekkert endilega láta blanda sér saman. Þess vegna er fólk jú frekar hrætt við þessa sósu. Hún á það til að vilja skilja sig, blessunin. En það er ekkert að óttast. Sé farið gæti- lega með hita og magn smjörs við upphaf sósugerðar eru litlar líkur á að sósan hlaupi út og suður. Hefjumst handa. Best er að byrja rólega og í litlu magni. Þessi upp- skrift miðast við þrjár eggjarauður en það er ekkert mál að stækka uppskriftina hlutfallslega ef halda skal svaka grill-partí. Þeir sem vilja vera flottir þeyta með písk af stærri gerðinni. Hinir sem sækjast bara eftir árangri, en síður ánægju við matargerðina, nota rafknúna hand- hrærivél. Bræðið 250 gr. ósalt smjör í potti. Að öllum líkindum þarf ekki allt en betra er að hafa aðeins of mikið en lítið í pottinum. Það er óþarfi að hita of mikið, bara ná úr því mesta hroll- inum; plús mínus 50 gráður en ekki mikið yfir 60. Pískið eggjarauðurnar saman, yfir heitu vatnsbaði, með um teskeið af vatni og örlitlum sykri. Bara rétt framan af teskeið. Sykur- inn hjálpar eggjarauðunum yfir erfiðasta hjallinn í hitanum. Passa að hætta aldrei að hræra því þá er hætta á eggjaköku. Þegar rauð- urnar eru komnar vel saman eftir 3-5 mínútur og mynda langa strengi þegar písknum er lyft er málið að taka þær af hitanum. Þá er að blanda smérinu saman við. Það er gert löturhægt til að byrja með og hrært allan tímann. Þegar blandan er komin vel á veg og byrjuð að þykkna er hægt að auka smjörskvetturnar. Egg eru misjafn- lega stór og því fer ekki alltaf sama magn af smjöri í sósuna í hvert sinn. Þannig að ef blandan virðist byrjuð að mettast er um að gera að hætta að hella og smakka hvort bragðið sé ekki meira smjör en egg. Þá er að bragðbæta sósuna. Það er gert með svokölluðum essens sem kaupa má úti í búð. Þar fer sirka tappi af vökva saman við þessar þrjár eggjarauður. En þá komum við aftur að mis- munandi stærð eggja þannig að nú er um að gera að smakka til. Örlítið af ferskum sítrónusafa, um það bil ¼ teskeið eða svo, salt, pipar og auðvitað estragon, þurrkað eða smátt saxað ferskt. Það þarf meira af þessu ferska en ef um er að ræða þurrkað og um að gera að bæta því við smátt og smátt eftir smekk. Ekki reyna að halda sósunni heitri á hellu. Þá er nánast öruggt að hún mun skilja sig. Prófaðu að setja hana í tempraðan hitabrúsa ef þörf er á að halda henni volgri lengi. Svo er bara að drekkja hverju því sem kemur af grillinu hvort heldur hamborgara eða steik í þessari dásamlegu sósu.  Grillsósa Béarnaise með Grillmatnum Grunnurinn að góðu grilleríi er sósan Þegar skella skal góðum kjötbita á grillið er fátt betra, áður en hann er lagður sér til munns, en drekkja honum í flauelsm- júkri Béarnaise-sósu. Margir hræðast þessa drottningu sósanna og kaupa hana í bréfi eða dollu úti í búð. En, ekki er hægt að líkja pakkasósu við alvöru heima- lagaða. Haraldur Jónasson leiðir lesendur um refilstigu grillheimsins. Essens Eftir nokkur skipti af béarnaise-sósugerð fer fólk oft að kitla í puttana að gera sinn eigin essens. Það er ekki svo flókið og um að gera að koma sér upp sinni uppskrift. Frumefnin eru hvítvín, skarlotlaukur og edik (helst hvítvíns eða kampavíns en epla dugar fínt) pipar og estragon. Kerfill er líka oft notaður þannig að ef hann er að fara í taugarnar á þér í garðinum er um að gera að nota hann líka. Aðferðin er sirka svona. Mýkja smátt saxaðan skarlotlauk í örlitlu smjöri með nokkrum piparkornum. Hella hvítvínsdreitli út í og bæta við estragoni og kerfli við. Sjóða þetta niður góða stund og hella þá edikinu út í. Þetta er edikessens þannig að ekki vera hrædd við edikið. Hita í nokkrar mínútur og leyfið svo að standa í hálftíma eða svo. Sigta svo vökvann frá. Styrkleiki heimagerðs essens fer svo að sjálfsögðu eftir því hversu mikið af hverju var notað og hversu lengi vökvinn fékk að standa. Því er nauðsynlegt að smakka sósuna til og alltaf best að byrja smátt því það er erfiðara að taka frá en að bæta við. Kerfillinn er pest ef hann kemst í garðinn en tilval- inn í bernesinn. Hreinstefnumenn vilja alltaf fá béarnaise sósuna sína í einstaklingsskálum. Passa að hætta aldrei að hræra því þá er hætta á eggjaköku. H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi Allt í grillmatinn www.noatun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.