Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 58
H ann verður náttúrlega átt-ræður núna í júli kallinn og við ætlum að vera fyrstir en síðan verður sýning í Listasafninu í haust,“ segir Njörður og bætir við að „skemmtilegast við þetta er að sýningin er í fullu samráði við Erró. Þetta eru þessar klassísku teikni- myndir og hasarfígúrur og eru úr hans prívat upplagi. Verkin koma öll frá honum og hafa ekki verið í höndum neinna annarra.“ Verkin sem um ræðir eru frá tutt- ugu ára tímabili, frá 1990 til 2010 og hafi einhverjir alið sér þann draum í brjósti að eiga Erró upp á vegg þá gæti tækifærið gefist núna þar sem myndirnar eru á nokkuð viðráðan- legu verði að mati Njarðar. „Þau kosta eitthvað í kringum hundrað til tvöhundruð þúsund þannig að verðin eru alls ekki út úr kortinu og það er raunhæfur mögu- leiki fyrir marga að eignast nú verk eftir hann. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að þetta sé ódýrara en annars staðar í Evrópu.“ Helmingur söluhagnaðar rennur síðan í sjóð Guðmundu S. Kristinsdótt- ur, sem Erró stofnaði fyrir áratug og er notaður til að styrkja ungar og efnilegar íslenskar listakonur. Sýningin er haldin á nokkuð óvenjulegum stað, í Brekkugerði 19. Högna Sigurðardóttir arkitekt teiknaði húsið og Njörður segir það sérlega ánægju- legt að tengja Erró og Högnu saman með þessu móti en þau eru nánast jafnaldrar, hafa þekkst um langt árabil og hafa bæði verið bú- sett í París mestan hluta ævi sinnar. „Þannig að okkur datt í hug að halda þetta hér. Þetta er skemmti- legur vinkill og gaman að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Njörður. Njörður segir líka fara vel á því að kynna saman verk eftir þessa tvo þekkt- ustu listamenn Íslendinga á franskri grundu. Bæði hafa þau hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenn- inga og Erró hefur meðal annars verið sæmdur orðu frönsku Heiðurs- fylkingarinnar í tvígang. Högna tók sæti í hinni virtu Frönsku byggingarlistaraka- demíu árið 992 og mati sérfræðinga hefur íslensk arfleifð þeirra Errós og Högnu sett afgerandi mark á vinnubrögð þeirra. Erró er um þessar mundir fjarri daglegu amstri á siglingu um heimsins höf en þegar Fréttatíminn ræddi við hann í fyrra sagðist hann ætla að fara að skapa sér svolítið meiri tíma til að vinna. „Það fer svo mikill tími í þetta sýningavesen. Það er að svo mörgu að huga í kringum sýningar.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sígildar myndir á viðráðanlegu verði  Erró SöluSýning á áttræðiSafmæli Njörður Ingi Snæhólm er á fullu við að koma verkum Errós fyrir á veggjum hússins að Brekkugerði 19 en fornvinkona Errós, Högna Sigurðardóttir, teiknaði húsið. Ljósmynd/Hari Erró er að verða áttræður, er enn í fullu fjöri og ætlar að reyna að skapa sér meiri tíma til að vinna að list sinni. Myndlistarmaðurinn Erró verður áttatíu ára í júlí og af því tilefni opnar sölusýning á grafíkverkum úr einkasafni hans á laugardaginn. Myndirnar á sýningunni eru frá tuttugu ára tímabili og „eru þessar klassísku teiknimyndir og hasarfígúrur,“ eins og Njörður Ingi Snæhólm, sýningarhaldari orðar það. Verkin þykja á nokkuð viðráðanlegu verði og leggja sig einhvers staðar á bilinu 100-200 þúsund. Sölusýn- ingin opnar að Brekku- gerði 19 laugardag- inn 16. júní klukkan 14 og stendur til 2. júlí. Sólstöðuhátíð víkinga í Hafnarfirði 14.- 17. júní 2012 Nú líður að því að 16. hátíðin verði sett og að vanda verður hún fjölbreytt. Dágóður hópur erlendra víkinga kemur til okkar, sumir í sextánda skiptið. Stór hluti þeirra er frá Færeyjum og einn besti handverksmaður Grænlands verður með á hátíðinni. Þá má geta þessa að Víkingahljómsveitin Krauka kemur fram á hátíðinni en meðlimir hennar eru frá öllum Norðurlöndunum og forsprakki þeirra er okkar maður Guðjón Rudolf. Víkingahljómsveitin Rósin okkar og víkingahljómsveit Fjörukráarinnar munu koma fram af og til á hátíðinni. Víkingarnir eru sögumenn, götulistamenn, handverksmenn sem bæði höggva í steina og tré eða berja glóandi járn, bardagamenn og bogamenn, svo eitthvað sé nefnt. Víkingahópurinn Rimmugýgur og fjöldinn allur af víkingum víðsvegar af landinu hefur boðað komu sína hingað til okkar. Á þriðja hundrað víkingar verða á svæðinu þegar mest lætur og fjölhæfir eru þeir eins og sjá má af upptalningunni hér fyrir framan. Dansleikir eru fastir liðir meðan á hátíðinni stendur. Hjómsveitin Dans á Rósum mun spila föstudags- og laugardagskvöld en fimmtudags- og sunnudagskvöld munu ýmsir víkingar sem á hátíðinni verða stíga á stokk og láta ljós sitt skína, eins munu þeir hita upp fyrir dansleikina. Að lokum vil ég þakka þeim sem stutt hafa þetta framtak í gegnum árin en lógóin þeirra má sjá á dagskránni. Þeir hafa ekki brugðist og eru búnir að standa með okkur í gegnum öll árin, verður þeim seint fullþakkað. Það er von mín að þessi hátíð eigi eftir að halda uppi merki víkinga og halda áfram að gleðja þá gesti sem á hátíðina koma. Gleðilega Sólstöðuhátíð Víkinga Jóhannes Viðar Bjarnason Fjölskylduhátíð Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu okkar www.fjorukrain.is Sólstöðuhátíð víkinga er fyrir alla fjölskylduna 14. til 17. júní 2012 Víkingamarkaður, handverks- og bardagavíkingar, fornir leikir, glíma, bogfimi og axarköst, fjöllistamenn, víkingaskóli fyrir börn, brúðkaup að hætti víkinga,víkingatónlist, eldsteikt lamb, víkingaveislur, kvöldvaka að hætti víkinga, dansleikir, o.fl. o.fl. HOTEL & Restaurants MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! SUMARDAGAR Í BÍÓ PARADÍS! 16. JÚNÍ KL. 20 UNG GOODBYEFIRSTLOVE Myndin sem slegið hefur í gegn í Evrópu og vestanhafs á undanförnum vikum! TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 15/6 kl. 19:30 Mið 20/6 kl. 19:30 AUKASÝN. Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 23. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Fös 15/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins (Kassinn) Fös 22/6 kl. 19:30 Aeðins þessi eina sýning! Vesalingarnir HHHHH og 9 grímutilnefningar - SÍÐUSTU SÝNINGAR! 58 menning Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.