Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 54
Helgin 15.-17. júní 201254 tíska 5 dagar dress Sigríður Eva Sanders er 20 ára nýútskrifuð úr Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Hún hefur mikinn áhuga á tónlist, ferðalögum og ekki síst tísku. „Stíllinn minn er mjög blandaður. Ég á mikið af skyrtum og blússum sem ég para gjarnan við stuttbuxur. Það er svona minn einkennisklæðnaður, myndi ég segja. Ég á mikið af lituðum flíkum, ekki bara svart og hvítt, og elska að klæða mig sumarlega. Ég er ekki mikið fyrir aukahluti. Ég kannski hengi á mig stór hálsmen af og til, en er annars ekki mikið í að skreyta mig alla með fylgihlutunum. Ég skoða mikið tískublogg og blöð sem veita mér innblástur í tísku. Mér finnst einnig einstaklega gaman að fylgjast með íslenskum tískusýning- um og fá íslenska tísku beint í æð sem mér finnst öðruvísi og ekki síst flott.“ tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Ólík tíska nágrannaríkja Síðustu tvær vikur hef ég verið á ferðalagi um þrjú Afríkuríki; Úganda, Kenýu og Tansaníu. Þetta er skammur tími fyrir þessi ótrúlega spennandi lönd en þó nægur tími til að sjá hinn mikla mun sem skilur þau að. Tískan í hverju landi er ótrúlega ólík því sem er í nágrannalöndunum og er greinilegt að hvert land hefur sínar eigin áherslur og útlit- skröfur. Þar sem ferðin hófst í Úganda leggja konur og menn mikið í útlitið og reyna eftir bestu getu að fylgja vestrænni tísku eins og hún var fyrir tuttugu árum. Fullorðna fólkið eyðir miklu í sjálft sig og minna í börnin, eins og það skipti ekki eins miklu máli fyrir þau að líta vel út. Hér í Tansaníu, þar sem ég er stödd núna, er þessu hins vegar öfugt farið. Ég veit ekki hvort það hefur eitthvað með trúarbrögð að gera, en mæðurnar hér í Tansaníu klæða litlu stelpurnar eins og prinsessur og mála þær kringum augun frá sex mánaða aldri. Vegna strangra trúarbragða hylja konurnar allan líkama sinn og klæðast slæðum í hitanum og fær maður illt augnaráð frá þeim þegar maður sprangar um í stuttbuxum og hlýrabol. Það verður áhugavert að halda ferðinni svo áfram og skyggnast inn í svo kallaðan tísku- heim sjö annarra Afríkuríkja á næstu vikum. Þriðjudagur Skór: Din Sko Buxur: Nasty Girl Bolur: H&M Peysa: Urban Outfitters Hattur: H&M Hálsmen: Forever21 Hrifin af ís- lenskri tísku Barnastjarnan trúlofuð Disney-barnastjarnan Miley Cyrus virðist vilja flýta sér við að fullorðnast en nýjustu fregnir herma að hin nítján ára leikkona hafi trúlofaðist kærastanum sínum til margra ára, Liam Hemsworth, fyrr í vikunni. Hringurinn sem fylgdi þeim gerningi er gylltur með 3.5 karata demöntum skreyttum allan hringinn að sögn Neils Lane sem hann- aði. Ekki er enn vitað hvort að brúðkaupið sé á næsta leyti en samkvæmt heimildarmanni sem þekkir vel til parsins hefur ekkert verið ákveðið enn í þeim efnum. Skóhönnuðurinn Christian Loubo- utin er harðákveðinn í að halda rauða skósólanum sem sínum og aðeins sínum. Síðasta árið hefur hann lagt mikið uppúr því að kæra önnur tískuhús sem nota hliðstæðan sóla í framleiðslu sína en eins og frægt er tapaði hann máli sínu við tískuhúsið YSL. Nú hefur hann öðru sinni þurft að lúta í lægra haldi í réttarsal en fyrr á þessu ári kærði hann Zöru fyrir að „stela“ bæði skóhönnun og rauða sólanum. Hann virðist ekki hafa lært af reynslunni því hann tapaði því máli og þarf að borga Zöru um 500 þúsund íslenskar krónur í skaðabætur. Louboutin tapar í málaferlum við Zöru H&M fær enn einn hátísku- hönnuð í lið með sér Föstudagur Skór: Skorret Pils: Monki Skyrta: American Apperal Jakki: Gallerí Sautján Hálsmen: Rastro Fimmtudagur Skór: Gyllti Kötturinn Sokkabuxur: Oriblu Stuttbuxur: Spúútnik Bolur: Forever21 Hálsmen: Forever21 Miðvikudagur Skór: Gallerí Sautján Buxur: Urban Outfitters Peysa: Nasty Gal Skyrta: Forever21 Mánudagur Skór: Dr Martens Stuttbuxur: Urban Outfitters Skyrta: Urban Outfitters Peysa: Urban Outfitters Louboutin tapaði máli sínu gegn Zöru. Hönnun hans er til vinstri á myndinni en hönnun Zöru til hægri. Tískurisinn H&M, sem þekktastur er fyrir að framleiða ódýrar og góðar vöru úti um allan heim, hefur fengið enn einn hátískuhönnuð í lið með sér. Að þessu sinni er það hönnuðurinn Martin Margiele, sem þekktur er fyrir sitt einstaka ímyndunarafl í fatahönnun í anda söngkonunnar Lady Gaga, sem leggur fyrirtækinu lið. Lina Margiela er væntanleg fyrir jólin á þessu ári og verður hún nýtískuleg í bland við klassíska og fágaða hönnun. Margiela er þar með kominn í hóp hátískuhönnuða á borð við Versace, Marni, Karl Lagerfeld og Stellu McCartney svo dæmi séu nefnd um fólk sem hannað hafa fyrir H&M. Nýr sumarfatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.