Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 26
H ún er fædd 1976. Var rólegt barn sem fannst gott að vera inni. Bjó í Kópavogi til ellefu ára aldurs en flutti þá í Garðabæ. „Mér gekk vel í skóla. Mjög vel. En ég var þungt hugsi inn á milli. Sem dæmi: Þegar ég heyrði fyrst um Tsjernobyl-kjarnorkusprenginguna (1986) grét ég í tvo tíma,“ segir Ragn- hildur Ísleifsdóttir, tveggja barna móðir sem í tvígang hefur verið svipt sjálfræði og í þrígang lagst inn á geðdeild. „Mamma kallaði mig alltaf sam- visku heimsins. Ég var með sam- viskubit yfir öllu, líka hlutum sem ég hafði ekkert komið nálægt.“ Ragnhildur kláraði stúdent frá Fjöl- braut í Garðabæ á þremur og hálfu ári með fyrstu einkunn, allt of margar einingar og verðlaun í þýsku. Hún byrjaði nítján að drekka, var sem sagt sein til og var rólegur unglingur. „Ég man eftir miklu þunglyndi þegar ég var fimmtán-sextán ára. Mér fannst ég ein. Enginn skildi mig – sem er svo sem ekki óeðlilegt á þessum aldri og því fannst engum það skrýtið. En ég komst mjög fljótt að því hverjir væru vinir mínir og hverjir ekki. Hverjir stóðu með mér og hverjir ekki. Ég á góða vini og hef verið í sama sauma- klúbbi frá því að ég var nítján ára. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna ég fékk geðhvörf og ég get ekki sett puttann á það,“ segir hún. Ragnhildur vill segja sögu sína. „Ég hef lengi vitað að ég vildi deila sögu minni. Ég finn að ég er tilbúin. Ég vil tala máli fólks með geðsjúkdóma og allra sem þurfa að ganga í gengum veikindi, kljást við kerfið og samfé- lagið. Mig langar að veita fólki innsýn í líf mitt í von um að það auki skilning á sjúkdómnum.“ Sorg og hamingja í efsta veldi Hún segir ekki hægt að benda á ákveðið atvik sem ollu veikindunum. „En í hvert skipti sem ég hef veikst; hversu alvarlegt sem það er, þá hefur eitthvað mikið gengið á áður, annað hvort hjá mér eða þeim sem mér þykir vænt um. Að mínu mati er þetta því einhvers konar áfallastreituröskun, en ég er greind með geðhvörf. Þegar ég þarf að útskýra það fyrir einhverj- um sem skilur þetta ekki hef ég sagt að ég sé með of stórar tilfinn- ingar. Hvort sem það eru jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar. Ég verð sorgmæddari en aðrir og get orðið hamingjusamari en aðrir. Og þá er ég orðin veik. Það hefur gerst þrisvar sinnum að ég hafi orðið manísk,“ segir Ragnhildur sem býr í leiguíbúð í timburhúsi við Reykjavíkurflugvöll ásamt yngri dóttur sinni. Sú eldri bjó hjá pabba sínum í Danmörku í vetur, en er á heimleið. „Það er hægt að skrifa margar bækur um það sem ég hef tekið mér fyrir hendur í maníu. Árið 1997 var ég í fyrsta skipti lögð inn. Ég labbaði yfir varðeld. Stóran og mikinn varðeld, en meiddi mig ekki.“ Spurð af hvaða ástæðu svarar hún: „Bara. Ég hafði séð í sjónvarpinu að fólk gæti gengið á heitum kolum og þegar maður er í maníu þá bara..,“ segir hún og yppir öxlum. „Allir sem hafa þennan sjúkdóm eiga að halda sig frá hlutum sem breyta hugar- fari. Ég hef getað fengið mér í glas en það hafa komið tímabil þar sem það reyndist um of fyrir mig – ég hef verið of viðkvæm.“ Fíkniefni? „Ég hef prufað meira en ég kæri mig um að muna. En það eru tímabil og þau tengjast því þegar ég er í ójafnvægi. Þá leita ég í áhættu- hegðun, en þegar ég er í jafnvægi hef ég engan áhuga á slíku. Oft vill fólk benda á að ég hafi notað eiturlyf og þess vegna sé ég eins og ég er. Það er ekki rétt. Ég veiktist áður en ég drakk í fyrsta skipti. Það er þó vitað að þetta helst í hendur. Ég hef lært af reynsl- unni eftir mikið basl við sjálfa mig, kerfið og samfélagið,“ segir hún. Hefur lært af erfiðri reynslu Ragnhildur telur að verstu fordómarn- ir sem geðsjúkir finni séu þeirra eigin gagnvart sjálfum sér. „Sérstaklega hjá þeim sem hafa einhverja fíkn í ofaná- lag, sem þeir hafa ekki stjórn á,“ segir hún. „Ég er til dæmis sannfærð um að fólk sem býr á götunni þurfi aðstoð með andleg vandamál og ég kaupi það ekki að fólk leggist í fíkniefni og áfengi þar til það liggur í götunni, án þess að eitthvað sé að sálinni – og jafn- vel eitthvað að líkamsstarfseminni. Þannig að, að mínu mati, erum við öll í sama pakkanum. Sumir kunna að sækja sér hjálp. Aðrir ekki. Sumir fá hjálp. Aðrir ekki,“ segir hún. „Ég er mjög lánsöm þar sem ég hef gott stuðningsnet. Fólkið mitt hefur þurft að upplifa erfiðleika á meðan ég hef rekið mig á, þurft að læra af reynslunni og að lifa með sjúkdómn- um.“ Hún flutti með vinkonu sinni til Danmerkur árið 1996, þá tvítug, eftir óskipulagða interrail-ferð um Evrópu. „Þetta var ótrúlegur tími og allt í lagi með mig. Ég var glöð og frjáls og mér hefur sjaldan liðið eins vel.“ Heim um haustið og sumarið eftir ákváðu þær að endurtaka leikinn. „En ég varð hálf þunglynd eftir heimkomuna eftir fyrra skiptið. Það var ekkert eitt sérstakt sem gerðist. Bara skammdegið. Mér leiddist og var mjög kvíðin – kvíðin yfir öllu,“ segir hún. Í lífshættu í Christianshavn „Ég var því hrædd við að fara aftur út. Ég fann að ég var ekki í jafnvægi, leið og döpur. Ég fór því til læknis. Hann setti mig á tvöfaldan skammt af þunglyndislyfi sem heitir seroxat. Ég fór til Danmerkur án eftirlits og án þess að hafa tilvísun til læknis ef eitt- hvað kæmi upp á. Ég held að það hafi liðið tvær vikur þar til ég var komin í blússandi maníu. Fyrir utan að labba yfir varðeld, klifraði ég upp á brúna Með of stórar tilfinningar fyrir lífið Hún hefur vaðið eld, lagt líf sitt í hættu hangandi í brú yfir beljandi bílaumferð, sparkað í lögreglumann og lamið lækni. Allt gerðist þetta í maníu sem hún hefur þrívegis upplifað á ævi sinni. Tvívegis hefur hún verið svipt sjálfræði og lögð inn á geðdeild. En, hún lærði af reynslunni og hefur lagst sjálfviljug inn á sjúkrastofnunina. Ragnhildur Ísleifsdóttir er einstæð, tveggja barna móðir sem glímir við geðhvörf. Hugarafl hreyfði við Ragnhildi Hugarafl er samstarfs- hópur fagfólks og notenda. Við leggjum áherslu á valdeflingu og viljum hafa áhrif á veitta þjónustu og að varpa ljósi á batahvetjandi leiðir,“ segir Auður Axels- dóttir hjá Hugarafli. Hún segir reynslu sjúklinga markvisst nýtta til að benda á það sem betur megi fara; allt í þeim tilgangi að fólk nái bata og styrki sjálfs- traust sitt. Einnig berjast þau gegn fordómum svo dæmi séu tekin. Jóga, geðfræðsla í skól- um og inni á geðdeildum er meðal verkefna Hugarafl- sfólks. „Hjá okkur hittist einnig kröftugur hópur yngra fólksins í Hugarafli til að skiptast á bjargráðum og hafa gaman saman,“ segir hún. Þá hjálpi þeir sem náð hafi tökum á vanda sínum öðrum að takast á við geðrænan vanda. Samtökin voru stofnuð 2003. „Öll árin höfum við lagt okkur markvisst eftir því að minnka fordóma og efla þekkingu á reynslu geðsjúkra og möguleikum á bata og lagt áherslu á að veita kerfinu aðhald. Okkur finnst oft of mikil stofnanavæðing í gangi, en fólk getur náð sér á annan hátt eins og að nota hópinn í stað þess að berjast einn fyrir bata.“ Auður segir alltaf hægt að hafa samband í síma 414-1550. „Við erum í Borgartúni 22. Fólk er alltaf velkomið.“ - gag í Christianshaven, út á smá planka og setti hendur út í loft á meðan um- ferðin keyrði framhjá mér og skipa- skurðurinn blasti við mér. Venjulega er ég svo lofthrædd að ég þori ekki að standa uppi á stól! Ég talaði við dýr, ég vafraði um,“ segir hún. „Ég fór inn í búðir náði í það sem mig langaði í. Sagði við afgreiðslu- fólkið að það fengi greitt hjá almætt- inu. Vinkona mín elti mig út um allt, borgaði fyrir mig það sem ég var að taka. Það endaði þannig að ég varð reið út í hana. Og í maníu er maður mjög kraftmikill. Ég gerði henni ekkert, en ég yfirgaf hana og systur mína sem var þarna með okkur, hræddi úr þeim líftóruna og þær leituðu og leituðu að mér. Þær fundu mig sitjandi fyrir utan íbúðina sem við bjuggum í.“ Manstu eftir þessu öllu? „Ég man ekki eftir öllu, en ég man þetta. Ég sver ekki fyrir að þetta hafi verið svona. Við höfum talað um þennan tíma og um helstu atriði erum við sammála, en þær sáu þetta allt öðrum augum en ég. Ég var reið út í þær – ég var reið út í alla. Þær höfðu hringt heim til foreldra minna, hræddar um að ég færi mér að voða, en svo hringdu þær á lögregluna. Myndarlegur lögreglumaður horfði á mig þar sem ég sat. Hann bauð mér að koma með sér. Jú, auðvitað. Að sjálfsögðu. Ég kvaddi stelpurnar og var lögð inn á spítala. Foreldrar mínir þurftu að svipta mig sjálfræði því ég var ekkert á því að vera þarna,“ segir hún. „Í fyrstu var léttir að vera innan um annað fólk sem var líka veikt, jafnvel meira veikt. Munurinn á að- stöðunni þar og hér heima var ótrú- legur. Þar var boðið upp á dýrindis mat, nægt við að vera í listum og íþróttum. Þar voru þó tveggja manna Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Ragnhildur Ísleifsdóttir hefur tvívegis verið svipt sjálfræði vegna maníu. Hún glímir við geðhvörf en þó mun oftar við þunglyndi en maníu. Mynd/Hari Það er hægt að skrifa margar bækur um það sem ég hef tekið mér fyrir hendur í maníu. 26 viðtal Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.