Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 30
72 stig vantar upp á hjá sjöþrautarkonunni Helgu Margréti Þorsteinsdóttur svo hún komist inn á Ólympíu- leikana í London í sumar. Hún mun reyna við lágmarkið á móti í Noregi um helgina. 100 Vikan í tölum ár eru þar til íbúar Moskvuborgar eiga möguleika á því að taka þátt í löglegri gleðigöngu í borginni eftir að borgarstjór- inn setti bann á gönguna. Bruni í Borgarnesi Kona slasaðist en tveir til viðbótar sluppu ómeiddir er kviknaði í húsi í Borgarnesi. Konan slasaðist við að stökkva út um glugga á risi þriggja hæða húss. Hún slapp við brunasár en var flutt með þyrlu til Reykjavíkur vegna áverka er hún hlaut við stökkið, meðal annars á höfði. Er henni haldið sofandi í öndunarvél. Vaðlaheiðargöng samþykkt Alþingi samþykkti frumvarp um fjár- mögnun Vaðlaheiðarganga með miklum meirihluta. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra sat hjá í atkvæðagreiðslunni á þeim forsendum að um ríkislán væri að ræða og það gæti hann ekki stutt. Bætt sælgætismenning Þrjár stórar matvöruverslanir sögðu frá því í vikunni að þær ætli að stuðla að bættri heilsu Íslendinga með því að reyna að draga úr sælgætisáti. Víðir fjarlægði nam- mibarinn, Krónan setti upp leiðbeiningar og Hagkaup gefur börnum banana. Gríðarlega mikill fjöldi Hollendinga safnaðist saman fyrir utan Metallist- leikvanginn í Kharkov í Úkraínu fyrir leikinn mikilvæga gegn Þjóðverjum á miðvikudaginn. Ljósmynd Getty Images SpKef baggi á ríkissjóði Ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, þá- verandi fjármálaráðherra, um að taka yfir Sparisjóð Keflavíkur, mun kosta ríkissjóð 19 milljarða, 8 milljörðum meira en gert var ráð fyrir. Auk þess mun ríkið þurfa að greiða sex milljarða í vaxtakostnað. Þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, sagði á þeim tíma að hann ætti von á því að yfirtakan myndi ekki kosta ríkissjóð neitt. Engin niðurstaða um lánsveð Samráðshópur stjórnvalda, lífeyrissjóða, fjármálastofnana og Íbúðalánasjóðs telur flókið og óhentugt að Íbúðalánasjóður kaupi lánsveð lífeyrissjóðanna svo hægt sé að færa niður lánin. Um er að ræða lán 2000 heimila sem tekin voru með veði í eignum annarra, svo sem foreldra. 110 prósenta leiðin náði ekki til þessara skulda. Getum við ekki bara farið að kjósa? Merkilegt nokk hafa ekki ennþá allir á Facebook misst áhugann á forsetakosn- ingabaráttunni. Jóhanna Kristjónsdóttir Birgitte Nyborg lék framúrskar- andi vel forsætisráðherra Danmerkur í sjónvarpsþátt- unum Borgen. Ímyndunarafl okkar er svo kröftugt að við erum farin að líkja forseta- frambjóðenda við hana og hvað þær eigi sameiginlegt. Halló krakkar! Þetta var í þykjustunni. Ekki fara á límingunum. Þórunn Erlu Valdimars- dóttir brestir forsetans og þjóðarinnar eiga skap saman Gunnar Smári Egilsson Það er eins og forsetakosningar nái að kalla fram það versta í fólki. Björn Birgisson Væri alveg til í að kjósa Dorrit, en hún er víst ekki í framboði. Karl Th Birgisson Nú hef ég lesið tvö kvöld í röð hvað fólki finnst frambjóðandi þess hafi staðið sig frábærlega/ æðislega/stórkostlega í sjón- varpinu. Vona að þessu linni ekki þegar Hannes kemur á morgun. Vigdís Grímsdóttir Loksins eru menn hættir að tala um tvo valkosti til forsetaembættisins og farnir að velta fyrir sér hvað fólk hefur raunverulega til málanna að leggja. Það er gott! lágvaxin stórstjarna tryllir lýðinn ÍNú styttist í að sjálfur Tom Cruise heiðri landann með nærveru sinni og fögnuðurinn bergmálar um Fésbók. Þórhildur Ólafsdóttir oh, Tom Cruise er að halda upp á afmælið sitt á sama tíma og burnoutkeppnin er í gangi á Bíladögum. Fokk, get ekki valið á milli. Sindri Freysson Tom Cruise er kominn til landsins til að leika í fimmtu Mission Impossible myndinni: Mission Impossible V – Keflavík Savings Bank. Sigridur Petursdottir Ég er ekkert svo svag fyrir Cruise en bið að heilsa Morgan Erna mín! :) Einar Bárdarson Spennandi tímar fyrir kvikmyndaiðnaðinn á landinu ! Fullt af dollurum að koma í land og allt að gerast ! Ásgeir H Ingólfsson Vaðlaheiðavega- vinnuverkfæra- geymsluskúrinn hans Tom Cruise! alltaf í boltanum Lífið er fótbolti og fótboltinn er lífið. Í það minnsta ef eitthvað er að marka Facebook þar sem næstum allir finna sig knúna til þess að tjá sig um HM. Bergsteinn Sigurðsson Ef Spánn og Grikkland mætast á EM yrði sá leikur ekki ígildi Bum Fights myndbandanna frægu? knuz.is veltir fyrir sér hve margar kon- ur verði í EM-stofunni í dag... Stefán Hrafn Hagalín Það er augljóst af útbreiddum og öflugum stuðningi Íslendinga við þýska landsliðið á EM að mannfall af þeirra völdum verið tiltölulega takmarkað hér á landi gegnum aldirnar... Ég sit hins vegar hefnigjarn hérna við imbann og púa með heima- mönnum í Póllandi og Úkraínu við hverja einustu boltasnert- ingu Þjóðverja. Þetta langrækir sig ekki sjálft, gott fólk! Þórunn Hrefna Já, ég slæ á létta strengi hér á feisbúkk. En þessi andskotans fótbolti er að drepa mig. DREPA MIG! segi ég. Góð Vika fyrir Kristján Möller alþingismann Slæm Vika fyrir Höskuld Þórhallsson alþingismann Rándýrt rauðvínssumbl Þó Höskuldur Þórhallsson fagni því að Kristján Möller sé að koma Vaðlaheiðargöngum í gegnum þingið átti hann sjálfur afleita viku. Höskuldur var tekinn fyrir ölvunarakstur í byrjun vikunnar og var sviptur ökuréttindum í kjölfarið í átta mánuði. Þingmaðurinn neitar því að eiga við drykkjuvandamál að stríða, hann hafi einungis gert þau mistök að setjast of snemma undir stýri eftir að hafa drukkið rauð- vín. Hann kveðst eiga góða vini sem muni keyra sig um Norðausturkjördæmi þegar á þarf að halda. Höskuldur getur þó huggað sig við að hann verður búinn að fá prófið aftur þegar göngin verða opnuð og ætti þá að geta rennt sér í gegn í sunnudagsbíltúr. HeituStu kolin á Göngin á leið gegnum þingið Kristján Möller er á góðri leið með að koma því til leiðar að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika. Þetta varð ljóst í vikunni þegar Alþingi samþykkti efnisgreinar frumvarps um fjár- mögnun gangnanna. Frumvarpið fer nú aftur til fjárlaga- nefndar og síðan til þriðju umræðu en allt bendir til þess að það fari örugglega í gegn, þökk sé ötulu starfi Kristjáns. Skiptar skoðanir hafa verið um gerð Vaðla- heiðarganga, einhverjir hafa orðið til að kalla starf Kristjáns kjördæmapot, en um árangurinn verður ekki deilt og víst er að norðanmenn fagna þessu ákaft. 1,5 milljón krónur eru laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, en upphæðin hefur verið gagnrýnd af Tý, félagi ungra sjálfstæðismanna í bænum. 1,4 milljarðar er upphæðin sem stórliðið Liverpool er sagt tilbúið til að borga fyrir knattspyrnumanninn Gylfa Sigurðsson sem er á mála hjá Hoffenheim. 30 fréttir vikunnar Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.