Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 23
 2011 2010 62% SÖLUAUKNING MÝRANAUT H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -1 0 3 9 Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is ÞAÐ ERU JÁKVÆÐ TEIKN Á LOFTI Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI 32% VELTUAUKNING VEIÐIHORNIÐ VERSLUN 23% FLEIRI GESTIR FISKMARKAÐURINN ehf. 2010 2011 2010 2011 Bros Ég sem eitt sinn var, við lífinu hafði ekkert svar. Þá gerðist eitt, að ég ei lengur gat mig meitt. Núna í dag ég er. Ást mikla í hjarta mér ber. Svar við lífinu nú ég hef, bros og kærleika ég gef. Brosið bræðir hjörtu allra manna, Ég held áfram að sýna það og sanna. Brosa mundu, það bætir þína lundu. (Matthildur) Með vonina að vopni Með vonina að vopni hvarf þessi ótti. Ein og óvarin lagði af stað, margt varð á mínum vegi. Þetta undarlega ferðalag, aldrei frá öllu alveg ég segi. Vegurinn var langur og mikill flótti. Loks fann ég vonina sem varð að mínu vopni. (Jóhanna Ósk) standa sig í frekara námi: „En fyrst ég náði að klára þessa átján mánuði í Kvennasmiðjunni hlýt ég að klára mig. Að ljúka námi, það er áfangi. Því mað- ur á sér þá sögu að hafna áður en aðrir gera það og hætta. Já, það er yndislegt að útskrif- ast úr einhverju öðru en meðferð.“ Þær stöllur segja langflestar þeirra komn- ar með plön og engin þeirra sé í lausu lofti. Jóhanna ætlar að sækja um vinnu. Jóhanna sækir um vinnu „Það er ýmislegt sem mig langar að vinna við. Mig langar að vinna á frístundaheim- ili í Árbæ og ætla að sækja um það. Svo hef ég áhuga á ákveðnu sambýli fyrir fólk með geðræn vandamál. Ég ætla að sækja um það. Fengi ég þetta gæfi það mér mjög mikið,“ segir hún. „Ég man varla hvenær ég vann síðast. Ætli það hafi ekki verið 2006, en ég flutti frá Ólafsvík í bæinn 2005. Þá hafði ég alla tíð unnið í fiski.“ Þær fagna því hvað námið hefur breytt þeim. „Heimilislífið er miklu betra,“ segir Jóhanna. Matthildur tekur undir. „Það er meiri rútína. Ég er sjálf í rútínu. Við erum búnar að fara á uppeldisnámskeið, heim- sækja Blátt áfram. Við erum meðvitaðari um hvað er gott fyrir börnin. Við höfum lært að gefa af okkur,“ segir hún. „Já og virða tilfinningar þeirra,“ segir Jóhanna. „Já,“ segir Matthildur: „Ég er sjálf farin að finna og skilja tilfinningar mínar. Eðlileg samskipti; Þau lærir maður hvorki í neyslu né þunglyndi. Og það sem stendur upp úr er það að ég get. Ég hef trú á sjálfri mér.“ Það að hafa markmið skipti máli. Setja sér stefnu og markið hátt. „Ég ætla að verðleggja mig umfram það að vinna einfalda vinnu sem krefst lítils,“ segir hún. „Maður fær neitun en hættir ekki að reyna heldur stendur fyrir sínu.“ Jóhanna tekur við: „Já, halda áfram. Eins og þegar við söfnuðum styrkjum til að gefa út ljóða- bókina. Við fengum að heyra nei, en héldum samt áfram.“ Og þær fagna þroskanum sem þær hafi tekið út og segjast hafa lært að meta tím- ann sinn betur. „Já, og sjálfan sig,“ segir Jóhanna. Með verkfærin verði bakslag En óttist þið bakslag? „Það þarf að við- halda öllu,“ segir Jóhanna og Matthildur: „Nú erum við með verkfærin ef það kemur bakslag. Nú kunnum við leiðir ef okkur mis- tekst.“ Og Jóhanna segir: „Nú stöndum við upp. Við sökkvum ekki neðar og neðar.“ Hún mælir með náminu við alla í þeirra stöðu. „Þetta er ekki bara nám. Þetta er svo mikil sjálfstyrking,“ segir hún. Þær segjast ekki hafa fengið eins mikið hrós á ævinni eins og þessa átján mánuði. Þær taki því af barnslegri einlægni. „Það er engin refsing. Okkur hefur ekki verið refsað,“ segir Matt- hildur og Jóhanna tekur við. „Við höfum fengið nóg á slíku í gegnum árin.“ Þær Matthildur og Jóhanna segja báðar að eftirfylgni væri þó vel þegin. „Við höfum verið í svo rosalega vernduðu umhverfi en er nú sleppt út,“ segir Matthildur. „Þótt það væri aðeins einu sinni í mánuði,“ segir Matt- hildur. „Já, bara eitthvað,“ skýtur Jóhanna inn. Þær segjast einnig fá mikinn stuðning frá fjölskyldum sínum. „Þau eru að drukkna úr stolti,“ segir Jóhanna. „Það gefur mér svakalega mikið.“ Báðar viðurkenna að námið hafi samt ekki verið auðvelt. „Þetta er alveg búið að vera erfitt. Sjálfsvinna er erfið. Það er búið að gráta hérna í tímum. Reiði, gleði, það er allur skalinn. En þetta er miklu meira en þess virði.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is viðtal 23 Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.