Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 10
að þeim er útvegað húsnæði auk þess sem þeir fá inneignarkort í Bónus til að kaupa sér mat. Einnig eiga þeir rétt á læknisþjónustu og íslenskukennslu og eftir fjögurra vikna dvöl fá þeir 2500 krónur í vasapeninga á viku. Auk þessa fá þeir rútumiða til og frá Reykjavík einu sinni í mánuði, bókasafnskort með klukkutíma netaðgangi á dag og frítt í sund, söfn og innanbæjar- strætó. Ekki er gert ráð fyrir til- sjónarmanni en frá og með 1. mars síðastliðnum eiga hælisleitendur rétt á því lögum samkvæmt að fá skipaðan lögmann um leið og þeir sækja um hæli. Í alþjóðlegum reglum um flóttamenn eru ákvæði um að börn 15 ára og yngri séu ekki vistuð í almennum flóttamannabúðum. Það er hins vegar ákvörðun barna- verndaryfirvalda hvort koma skuli börnum á aldrinum 16 og 17 ára í fóstur. Einum drengjanna af fimm var komið fyrir á fósturheimili í Reykjavík en hinum fjórum var komið fyrir á vistheimili fyrir flótta- menn á Fit Hostel í Reykjanesbæ samkvæmt ákvörðun barnavernd- aryfirvalda á staðnum. Auðvitað ljúga þeir Heiðrún Helga Bjarnadóttir er sérfræðingur í málefnum flótta- manna og hefur starfað með ungum flóttamönnum í Danmörku og Kína. Hún er með meistarapróf í trúarlífsfélagsfræði og vinnur nú hjá hjálparsamtökum í Shanghæ sem aðstoða börn farandverka- manna við að aðlagast samfélaginu. Áður en hún fór til Kína vann hún í skóla í Ballerup, á stór-Kaupmanna- hafnarsvæðinu, sem sérstaklega er ætlaður flóttamönnum á aldrinum 16-24 ára. Lokaritgerð hennar fólst í því að fylgjast með nemendum í skólanum og taka viðtöl við þá í því skyni að leggja mat á tengslamynd- un og velferð þeirra og hvernig þeir spjöruðu sig í samfélaginu. „Flestir nemendanna eru drengir frá Afghanistan sem hafa komið einir til Danmerkur í leit að betra lífi. Þeir eiga engan að og geta ekki haft samband við ættingja í heima- landinu. Staða þeirra er sambæri- leg við stöðu þeirra drengja sem komið hafa til Íslands og sótt um hæli á árinu,“ segir Heiðrún. Hún segist hafa fylgst með umræðunni hér á landi eftir bestu getu. „Mér fannst áberandi hversu mikil um- ræða var um að þeir væru að ljúga til um aldur og um fortíð sína. Auð- vitað gera þeir það! Þeir gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að vera sendir til baka. Þeir koma úr hörmulegum aðstæðum og hafa ekkert til að snúa aftur til. Ég skil alveg forsendur þeirra að vera óheiðarlegir ef hægt er að kalla þetta það. Þetta er náttúrulega bara gert í örvæntingu,“ segir Heiðrún. „Það er sífellt verið að tala um fortíð þeirra, að þeir séu skemmdir af fortíð sinni en ég held að þeir sem hafa upplifað það sem þeir hafa gengið í gegnum horfi fram á veg- inn og dveljist ekki í fortíðinni. Þeir tala lítið um fortíðina og vilja alls ekki velta sér upp úr henni, vilja alls ekki dvelja í öllu því hrikalega sem þeir hafa gengið í gegnum. Þeir eru sjálfir allir af vilja gerðir og óska þess heitast að geta búið sér til framtíð. Þeir vilja mennta sig og eignast fjölskyldu, alveg eins og drengirnir á Íslandi lýstu í viðtali við Fréttatímann,“ segir Heiðrún. Vanir að sjá um sig sjálfir Drengirnir sem Heiðrún vann með í Kaupmannahöfn eru flestir for- eldralausir og á aldrinum 14-16 ára. Þeir búa flestir einir eða nokkrir saman enda hefur það ekki reynst vel að senda þá á fósturheimili. „Þetta eru drengir sem eru vanir að sjá um sig sjálfir og hafa ef til vill staðið á eigin fótum frá átta ára aldri. Það verða oft árekstrar ef þeir eru settir inn á danskt heimili þar sem allt í einu er einhver mamma eða pabbi til að setja þeim reglur,“ segir Heiðrún. Þeir eru með trúnaðarmann á vegum sveitarfélagsins en flestir treysta meira á kennarana í skól- anum. „Skólinn verður þeirra fasti punktur í lífinu og reynast skólafrí- in nemendum oft erfið,“ segir hún. „Það gerir þeim auðveldara fyrir ef þeir eru komir í tómstundir á borð við íþróttir, tónlist eða dans þannig að þeir hafi eitthvað fyrir stafni utan skólatíma. Þeir fá hrylling við tilhugsunina um skólafrí þótt það sé ekki nema vika. Ein vika, einn heima, getur verið langur tími fyrir sextán ára ungling sem hefur upp- lifað jafn hræðilega hluti og þessir drengir hafa margir hverjir gert.“ Hún átti von á árekstrum í skól- anum en sú reyndist ekki raunin. Eins hafði fólk í kringum hana varað hana við áður en hún byrjaði að vinna í skólanum og báru þær viðvaranir vott um þá fordóma sem eru gagnvart flóttamönnum og hæl- isleitendum í samfélaginu. „Þessir drengir eru alls ekki þeir sömu og flóttamennirnir sem fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af. Þeir segjast sjálfir upplifa það að fólk sé hrætt við þá. Þetta eru hins vegar einfald- lega drengir sem eru metnaðarfull- ir og með stóra drauma um fram- tíðina og eru tilbúnir til að leggja ofboðslega hart að sér. Þeir hlusta á danska tónlist og halda með Dan- mörku í handbolta og fótbolta þótt þeir séu kannski bara búnir að vera í landinu í eitt ár. En það er stór gjá á milli samfélagsins og þeirra. Þeir segjast oft ganga á veggi þegar þeir koma út í samfélagið að leita sér að vinnu eftir að hafa lagt svona hart að sér í námi,“ segir Heiðrún. Samfélagið verður að hjálpa „Samfélagið verður að leyfa þeim að uppfylla þessa drauma sína. Þeir eru með alls konar hugmynd- ir um hvað þeir vilja gera en fá síð- an jafnvel hvergi vinnu og kannski er meira að segja litið á þá með varúð ef maður getur sagt það. Við eigum að fjárfesta í þessum ein- staklingum, ekki bara að hugsa: Nú eru þeir komnir, hvað eigum við að gera við þá? Við verðum að hjálpa þeim að byggja upp framtíð á Íslandi. Auðvitað eru þessir ein- staklingar alveg jafn verðmætir og mikilvægir samfélaginu okkar og íslenskir ríkisborgarar, þeir koma til að mynda með þekkingu og sýn á lífið sem við höfum ekki hér,“ segir Heiðrún. Íris Björg segir að mikill áhugi sé bæði í innflytjendaráði og flóttamannanefnd sem og innan- ríkisráðuneytinu að gera betur í þessum málum. „Nú eru aðstæður að kalla eftir því en hafa ekki gert það áður. Eitt af því sem gert hefur verið er að sett hefur verið á stofn ný staða sérfræðings í móttöku flóttamanna sem auglýst var í maí og vonandi verður ráðið í nú í júní,“ segir Íris. Hlutverk hans verður að vinna að heildstæðri áætlun um að- stoð og þjónustu við þá flóttamenn sem hafa fengið leyfi til að dveljast hér á landi, hælisleitendur sem hafa fengið stöðu flóttamanns sem og svokallaða kvótaflóttamenn sem yfirvöld hafa frumkvæði að að komi hingað til lands. „Stefnt er að því að samræma þjónustu við kvótaflóttamenn og aðra flótta- menn en það sem þarf einnig að gerast er að það þarf að samræma betur þjónustu við hælisleitendur og flóttamenn. Það er hins vegar öllu flóknara því málefni hælis- leitenda eru á verksviði innan- ríkisráðuneytisins en þjónusta við flóttamenn hjá velferðarráðuneyt- inu. Aðstæður nú kalla hins vegar á breytingar og aðgerðir sem ég vonast til að muni eiga sér stað,“ segir Íris.www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu metsölu- bækur Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Innifalið í verði: Sjá á www.sunnuferðir.is 584.000 kr. Nánari upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 og á www.sunnuferdir.is Heillandi Indland og Nepal 17 daga ferð sem sameinar hinn klassíska Gullna þríhyrning, hið heilaga Ganghes jót og fegurð Nepal. Íslensk fararstjórn. Ævintýraferð um framandi lönd með litríkt þjóðlíf, stórkostlegan arkitektúr og ótrúlega náttúru- fegurð. Sérvalin glæsihótel og matur sem kitlar bragðlaukana. Leiðin liggur um Delí, Jaipur, Agra, Varanasi, Kathmandu og Pokhara. Ferð skipulögð af kunnáttufólki sem þekkir vel til. Íris Björk Kristjánsdóttir, formaður flóttamannaráðs og innflytjendanefndar, segir að við megum búast við auknum fjölda barna sem komi hingað fylgdarlaus. Ljósmynd/Hari Heiðrún Helga Bjarnadóttir, sérfræðingur í málefnum flóttamanna, segir að samfélagið verði að hjálpa flóttamönnum að láta drauma sína rætast. 10 fréttaskýring Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.