Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 38
38 bílar Helgin 15.-17. júní 2012 B ílabúð Benna mun síðar kynna rafbílinn Chevr-olet Volt sem var útnefndur Bíll ársins í Banda-ríkjunum 2011. Hann er fyrsti rafbíllinn sem fær þessa viðurkenningu. Volt hefur unnið til annarra viðurkenninga. Þar á meðal eru, að því er fram kemur á síðu Bílabúðar Benna: Automobile Magazine – Bíll ársins 2011, Motor Trend – Bíll ársins 2011, Green Car Journal – Umhverfisbíll ársins 2011. Í Evrópu var Volt valinn umhverfisbíll ársins af ARBÖ, stærsta bílaklúbbi Austurríkis. Sala á bílnum hefst síðar á þessu ári í Evrópu í tak- mörkuðu magni. Volt er með 1,4 lítra bensínvél sem er vökvakældum rafgeyminum til stuðnings. Rafall bensínvélarinnar getur viðhaldið hleðslu á geyminum þannig að heildarökudrægið verður tæpir 600 kíló- metrar. Rafgeymirinn er tengdur við venjulegt 230 volta úttak og hlaðinn í um það bil 3 klukkustundir. Að því loknu kemst bíllinn 80 kílómetra leið. Öku- maður getur síðan haldið áfram för sinni áfram með innbyggða rafalnum sem eykur ökudrægi. Volt er með hemlakerfi með orkuheimt. Þessi búnaður gerir bíln- um kleift að endurheimta orku sem tapast annars við hemlun, hleður henni inn á rafgeyminn og eykur þar með hleðslutíma hans. Chevrolet Volt lagar sig að akstursþörfum öku- manns með fjórum mismunandi akstursstillingum: Normal er stilling sem ökumaður notar yfirleitt. Sport er stilling fyrir kraftmeiri akstursstíl. Mountain- stilling er notuð þegar ekið er um bratta slóða en hún skilar hámarks skilvirkni í akstri og Hold en sú stilling sem sérstaklega er hönnuð fyrir akstursað- stæður í Evrópu. Með henni er hægt að aka eingöngu fyrir þeirri orku sem bensínvélin og rafall bílsins framleiða. Fyrir vikið viðhelst hleðsla rafgeymisins. Ökumaðurinn getur þess vegna ákveðið hvenær og hvar hann nýtir sér þann kost að aka bílnum mengun- arlausum. Í bílnum er upplýsinga- og afþreyingarkerfi fyrir miðju mælaborðinu. Ræsing er lykillaus með titringi í ræsihnappi og hljóðmerki. Sjálfvirkt loftfrískunarkerfi með rakaskynjara er í bílnum og fjarræsibúnaður sem gerir ökumanni kleift að forkæla eða forhita innanrými bílsins, þar með talin upphitanleg sæti. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  CHevrolet Volt MargVerðlaunaður Bíll Cevrolet Volt. Bíllinn er með bensínvél sem er vökvakældum rafgeymum til stuðnings.  Öryggi aukin notkun BarnaöryggisBúnaðar Færri börn slasast í bílum Notkun öryggsbúnaðar fyrir börn í bílum er nú almenn en var fátíð á árum áður. M jög hefur dregið úr slysum á börnum í bílum vegna aukinnar notkunar öryggisbúnaðar fyrir börn. Þetta á jafnt við hér á landi og annars staðar. Undanfarin 15 ár hefur meiðslum á börnum í bílum fækkað um helming í Dan- mörku. Bein fylgni er milli fækkunarinnar og vaxandi notkunar á barnastólum og öðrum barnaöryggisbúnaði í bílunum samkvæmt niðurstöðum FDM, systurfélags Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda í Danmörku, að því er fram kemur á vef FÍB. Árið 1990 létust eða slösuðust alvarlega um 80 börn í bílum í Dan- mörku. Það þótti óásættanlegt og því hófst átak sem fólst í því að brýna fyrir foreldrum og forráðamönnum barna að hafa þau aldrei laus í bílunum, heldur spennt í viðeigandi barnastóla og öryggisbúnað. Segja má að það átak standi enn og frá árinu 2006 hefur svo meiðslum á börnum í bílum fækkað um 20 að jafnaði á ári. „Svipuð eða sama þróun hefur átt sér stað hér á landi því að samskonar átak hófst hér um svipað leyti og í Danmörku, ekki síst fyrir frumkvæði Herdísar Storgaard hjúkrunar- fræðings og Margrétar Sæmundsdóttur og Maríu Finnsdóttur hjá Umferðarráði, síðar Umferðarstofu og ásamt öðrum. Segja má að það átak standi enn því aðhald í þessum málum hefur síðan verið jafnt og stöðugt. Sem dæmi um það hefur Umferðarstofa í samvinnu við Slysavarnasamtökin Lands- björgu og tryggingafélög undanfarna tæpa tvo áratugi gengist fyrir árlegri athugun við leikskóla á því hvort foreldrar noti viðeigandi öryggisbúnað fyrir börn sín,“ segir á síðu FÍB. Fram kemur hjá Sigurði Helgasyni hjá Umferðarstofu að notkun barnaöryggisbún- aðar í bílum hér á landi sé almenn. Megin- reglan er því sú að slys á börnum í bílum eru nú fátíð en voru algeng á árum áður þegar barnaöryggisbúnaður í bílum var fátíður. Stóllinn verður að hæfa stærð barnsins, aldri þess, hæð og þyngd. Börn sem eru minni en 135 sentimetrar að hæð eiga að vera í barnastól í bílnum. Stóllinn verður að passa í bílinn. Máta þarf stólinn í bílinn og prófa að festa hann í áður en hann er keyptur. Fram kemur að FÍB mælir aðeins með barnastól- um sem hlotið hafa minnst fjórar stjörnur í barnastólaprófun ADAC og evrópsku bif- reiðaklúbbanna – systurfélaga FÍB.  Samvinna einstaklingsMiðaðir Bílar Mazda-bílaframleiðandinn og Fiat Group hafa undirritað óskuldbindandi viljayfirlýs- ingu um þróun og framleiðslu á nýjum sportbíl fyrir fyrirtækin en útlit hans yrði byggt á næstu kynslóð MX-5. Viljayfirlýsingin felur í sér að bæði fyrirtækin þróa tvo einstak- lingsmiðaða sportbíla með auðþekkjanlegri hönnun og sportlegum línum. Mazda og Alfa Romeo verða hvor um sig knúin með sérhönnuðum vélum. Viljayfirlýsingin felur í sér að báðir bílarnir verði framleiddir í verksmiðjum Mazda í Hiroshima og stefnt er á að Alfa Romeo fari í framleiðslu árið 2015. „Að koma á fót tækni og samstarfi í framleiðsluþróun er eitt af markmiðum Mazda og þessi viljayfirlýsing sem gerð hefur verið við Fiat er mikilvægt fyrsta skref í þá átt. Það er sérstaklega spen- nandi að hefja samstarf við jafnt þekkt vörumerki og Alfa Romeo á nýjum sportbíl sem byggður er á framtíðarlínu MX-5, sem hefur alla helstu karaktereiginleika Mazda og er mest seldi sportbíll allra tíma,“ sagði Takashi Yamanouchi, stjórnarformaður og forstjóri Mazda-samsteypunnar. „Þetta samkomulag sýnir svo ekki verður um villst skuldbindingu fyrirtæk- janna og þá staðfestu að vilja þróa bíl sem verður stórt alþjóðlegt vörumerki. Með samstarfinu við Mazda gefst okkur kostur á að vinna með brautryðjendum á sviði sportbílahönnunar með það að markmiði að geta boðið spennandi og stílhreinan sportbíl í anda Alfa Romeo hefðarinnar. Við erum þakklátir fyrir þetta samstarf við Mazda og hlökkum til að halda áfram árangursríku og áframhaldandi samstarfi,“ sagði Sergio Marchionne framkvæm- dastjóri Fiat. Mazda MX-5 er af Heimsmetabók Guinnes talinn mest seldi sportbíll í heimi. Nokkur eintök af Mazda MX-5 eru til á Ís- landi af öllum þremur kynslóðum bílsins en Brimborg er umboðsaðili Mazda á Íslandi. Mazda og Fiat hanna nýjan sportbíl Mazda og Alfa Romeo verða hvor um sig knúin með sérhönnuðum vélum. Rafbíll með mikið ökudrægi Volt var útnefndur bíll ársins í Bandaríkjunum í fyrra. Hann kemur á markað í Evrópu í takmörkuðu magni í ár Ekki spurning - Spark er í fl okki sparneytnustu og visthæfustu bíla á markaðnum. Gjaldfrjáls bílastæði fyrir visthæfa bíla eru liður í átakinu Grænum skrefum, sem Reykjavíkurborg hefur innleitt til að stuðla að aukinni notkun spar- neytinna bíla. FRÍTT STÆÐI FYRIR SPARK Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - 590 2000 • Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3330 • Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - 461 3636 • benni.is Eigendur Spark geta komið í Chevrolet-salinn og fengið ísetningu á bílastæðaklukku. ER EKKI KOMIÐ AÐ ÞÉR AÐ TAKA FRÍ - SPARK Í REYKJAVÍK? Tryggðu þér „frí - Spark“ á frábæru verði: Spark L kr. 1.859.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.