Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 8
Byggðu þig upp og stefndu hátt! Taktu Build-up súpur með í fjallgönguna í sumar Build-up súpurnar eru fljótlegar, ljúffengar og næringarríkar. Þær innihalda prótein og trefjar og eru ríkar af vítamínum og steinefnum. S taðfest hefur verið með aldursgrein-ingu að einn af þeim fimm hælisleit-endum sem komu hingað fylgdarlaus- ir á árinu er undir 18 ára aldri. Einn neitaði að gangast undir aldursgreiningu og þrír reyndust eldri en átján ára. „Þetta er í fyrsta sinn sem barn kemur hingað í hælisleit án fylgdar og munum við þurfa að bregðast við þessum nýja veruleika,“ segir Íris Björg Kristjánsdóttir, formaður flóttamannanefnd- ar og innflytjendaráðs. „Við getum gert ráð fyrir því að hingað komi fleiri fylgdarlaus börn í leit að hæli enda er það þróun sem hefur átt sér stað í löndunum í kringum okkur,“ segir Íris. „Flóttafólk hefur verið að leita á norðlæg- ari slóðir og mörg fyldarlaus börn koma til Norðurlandanna á ári hverju. Það var við því að búast að þau kæmu til Íslands. Full- orðnum hælisleitendum hefur fjölgað á Samfélagið óttast flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir stóra gjá milli ungra flótta- manna og samfélagsins. Flóttamenn þrá heitast að geta menntað sig til að auka möguleika sína á vænlegri framtíð en segjast mæta ótta í samfélaginu. Nýr veruleiki blasir við á Íslandi því í fyrsta sinn er staðfest að barn kom fylgdarlaust til landsins á flótta frá hörmungum á heimaslóðum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir skoðaði stöðu mála. undanförnum árum og því má gera ráð fyrir fleiri börnum,“ segir hún. Fá úrræði eru til staðar hér á landi til að taka á móti fylgdarlausum börnum. „Við erum í raun að stíga okkar allra fyrstu skref í þessum málum og því eðlilegt að hér sé ekki fyrirkomulag til staðar. Við höfum ekki sambærilega fagþekkingu eð reynslu eins og á Norðurlöndunum. Vandamálið við Ísland er hve landið er lítið og ungir hælis- leitendur fáir. Það er því erfitt að búa til eitthvað fullnægjandi fyrir mjög fáa,“ segir Íris. Hún telur að leita þurfi eftir samstarfi við Norð- urlöndin og horfa til þeirrar þekkingar sem þar er. „Við þyrftum jafnvel að koma á einhvers konar lítilli útgáfu af því sem verið er að gera á Norður- löndunum því við höfum svo litla reynslu hér og þekkingu til að byggja á.“ Settir í fangelsi Málefni ungra hælisleitenda komst í hámæli í maíbyrjun. Fréttatíminn skýrði meðal annarra frá því að þrír drengir á aldrinum 15-17 sátu í fangelsi samtals í nær þrjátíu daga í apríl þrátt fyrir að slíkt sé óheimilt samkvæmt lögum. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um réttindi flóttamanna og hvernig taka skuli á móti hælis- leitendum sem segjast vera yngri en 18 ára. Barnaverndarstofa gagnrýndi meðferðina á drengjunum og sömuleiðis Rauði krossinn sem sögðu hana fara gegn útlendingalögum, Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og flóttamanna- samningi Sameinuðu þjóðanna. Þegar Fréttatíminn ræddi við fjóra af þeim fimm flóttamönnum sem komið hafa til lands- ins fylgdarlausir á árinu og héldu þeir því fram að vera undir 18 ára aldri og sögðust ekki hafa fengið tilsjónarmann líkt og þeir teldu sig eiga rétt á sem börn. Þeir hefðu fengið tilsjónarmann á hinum Norðurlöndunum, þaðan sem þeir komu hingað í leið sinni frá Afríku og Afganistan. Umsjón með málaflokknum er hjá innanríkis- ráðuneytinu og Útlendingastofnun, sem heyrir undir ráðuneytið. Útlendingastofnun hefur gert samning við Reykjanesbæ um þjónustu við flótta- menn. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ felst þjónusta við flóttamenn, hvort sem um er að ræða börn eða flóttamenn yfir 18 ára aldri, í því Ungir flóttamenn þrá það eitt að eignast betra líf en það sem þeir skildu við í heimalandi sínu sem þeir flúðu. Þeir vilja fá að mennta sig og eignast fjölskyldu en samfélagið leyfir þeim það ekki. Ljósmynd/Hari Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Auð vit­ að eru þessir ein­ staklingar alveg jafn verðmætir og mikil­ vægi sam­ félaginu okkar og íslenskir ríkisborg­ arar, þeir koma til að mynda með þekk­ ingu og sýn á lífið sem við höfum ekki hér. 8 fréttaskýring Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.