Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Síða 8

Fréttatíminn - 15.06.2012, Síða 8
Byggðu þig upp og stefndu hátt! Taktu Build-up súpur með í fjallgönguna í sumar Build-up súpurnar eru fljótlegar, ljúffengar og næringarríkar. Þær innihalda prótein og trefjar og eru ríkar af vítamínum og steinefnum. S taðfest hefur verið með aldursgrein-ingu að einn af þeim fimm hælisleit-endum sem komu hingað fylgdarlaus- ir á árinu er undir 18 ára aldri. Einn neitaði að gangast undir aldursgreiningu og þrír reyndust eldri en átján ára. „Þetta er í fyrsta sinn sem barn kemur hingað í hælisleit án fylgdar og munum við þurfa að bregðast við þessum nýja veruleika,“ segir Íris Björg Kristjánsdóttir, formaður flóttamannanefnd- ar og innflytjendaráðs. „Við getum gert ráð fyrir því að hingað komi fleiri fylgdarlaus börn í leit að hæli enda er það þróun sem hefur átt sér stað í löndunum í kringum okkur,“ segir Íris. „Flóttafólk hefur verið að leita á norðlæg- ari slóðir og mörg fyldarlaus börn koma til Norðurlandanna á ári hverju. Það var við því að búast að þau kæmu til Íslands. Full- orðnum hælisleitendum hefur fjölgað á Samfélagið óttast flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir stóra gjá milli ungra flótta- manna og samfélagsins. Flóttamenn þrá heitast að geta menntað sig til að auka möguleika sína á vænlegri framtíð en segjast mæta ótta í samfélaginu. Nýr veruleiki blasir við á Íslandi því í fyrsta sinn er staðfest að barn kom fylgdarlaust til landsins á flótta frá hörmungum á heimaslóðum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir skoðaði stöðu mála. undanförnum árum og því má gera ráð fyrir fleiri börnum,“ segir hún. Fá úrræði eru til staðar hér á landi til að taka á móti fylgdarlausum börnum. „Við erum í raun að stíga okkar allra fyrstu skref í þessum málum og því eðlilegt að hér sé ekki fyrirkomulag til staðar. Við höfum ekki sambærilega fagþekkingu eð reynslu eins og á Norðurlöndunum. Vandamálið við Ísland er hve landið er lítið og ungir hælis- leitendur fáir. Það er því erfitt að búa til eitthvað fullnægjandi fyrir mjög fáa,“ segir Íris. Hún telur að leita þurfi eftir samstarfi við Norð- urlöndin og horfa til þeirrar þekkingar sem þar er. „Við þyrftum jafnvel að koma á einhvers konar lítilli útgáfu af því sem verið er að gera á Norður- löndunum því við höfum svo litla reynslu hér og þekkingu til að byggja á.“ Settir í fangelsi Málefni ungra hælisleitenda komst í hámæli í maíbyrjun. Fréttatíminn skýrði meðal annarra frá því að þrír drengir á aldrinum 15-17 sátu í fangelsi samtals í nær þrjátíu daga í apríl þrátt fyrir að slíkt sé óheimilt samkvæmt lögum. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um réttindi flóttamanna og hvernig taka skuli á móti hælis- leitendum sem segjast vera yngri en 18 ára. Barnaverndarstofa gagnrýndi meðferðina á drengjunum og sömuleiðis Rauði krossinn sem sögðu hana fara gegn útlendingalögum, Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og flóttamanna- samningi Sameinuðu þjóðanna. Þegar Fréttatíminn ræddi við fjóra af þeim fimm flóttamönnum sem komið hafa til lands- ins fylgdarlausir á árinu og héldu þeir því fram að vera undir 18 ára aldri og sögðust ekki hafa fengið tilsjónarmann líkt og þeir teldu sig eiga rétt á sem börn. Þeir hefðu fengið tilsjónarmann á hinum Norðurlöndunum, þaðan sem þeir komu hingað í leið sinni frá Afríku og Afganistan. Umsjón með málaflokknum er hjá innanríkis- ráðuneytinu og Útlendingastofnun, sem heyrir undir ráðuneytið. Útlendingastofnun hefur gert samning við Reykjanesbæ um þjónustu við flótta- menn. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ felst þjónusta við flóttamenn, hvort sem um er að ræða börn eða flóttamenn yfir 18 ára aldri, í því Ungir flóttamenn þrá það eitt að eignast betra líf en það sem þeir skildu við í heimalandi sínu sem þeir flúðu. Þeir vilja fá að mennta sig og eignast fjölskyldu en samfélagið leyfir þeim það ekki. Ljósmynd/Hari Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Auð vit­ að eru þessir ein­ staklingar alveg jafn verðmætir og mikil­ vægi sam­ félaginu okkar og íslenskir ríkisborg­ arar, þeir koma til að mynda með þekk­ ingu og sýn á lífið sem við höfum ekki hér. 8 fréttaskýring Helgin 15.-17. júní 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.