Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 34
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. R Ríkisstjórnin, minnihlutinn, stjórn og stjórnendur SpKef sem og Fjármálaeftir- litið sitja og spila Svarta-Pétur. Hver situr uppi með ábyrgðina á því að ríkissjóður þarf að reiða fram 25 milljarða til að fylla upp í gat sem er milli skulda og eigna sparisjóðsins? Spilling, óráðsía og glæpsamlegt athæfi voru orð sem heyrðust á Alþingi í vikunni um viðskilnað stjórnenda SpKef við sparisjóðinn. Sjálf- stæðismenn hrópuðu að ráða- menn yrðu að viðurkenna ábyrgð sína. Spurt var hvers vegna ráðamenn sáu ekki hversu illa var komið fyrir sparisjóðnum fyrst Lands- bankamenn sáu það strax og sjóðurinn var lagður þar inn. Steingrímur svaraði: „Það má spyrja sig enda- lausra spurninga um það hvernig hefði verið hægt að lágmarka tjónið allt frá því langt, langt framfyrir hrun. Hefði ekki verið hægt að draga mikið úr skaða Ís- lands hefðu menn árið 2006 tekið þær aðvaranir sem þá komu upp alvarlega og gert eitthvað.“ Og hann sagði einnig í vikunni, og birt var á RÚV: „[Þeir] rembast nú eins og rjúpan við staurinn við að koma ábyrgðinni af þessu hruni og þessum skelfilega leiknu fjármálastofnunum af þeim sem stjórnuðu þeim, yfir á fjármálaráðuneytið sem fékk það [ó]öfundsverða hlutskipti að vinna úr málunum þegar allt var komið í kaldakol.” Einn Svarti-Pétur, ein ábyrgð? Þannig er það í leiknum, en ekki í raunveruleik- anum. Því væri hugsanlega ráð að stokka spilin að nýju. Þessi umræða virkar nefni- lega sem pólitískur hráskinnaleikur, nema hér er ekki reynt að toga til sín heldur að ýta frá sér ábyrgðinni, eins og hún sé aðeins ein og leiti að samastað. Eitt upphaf, sjóðurinn rekinn í þrot. Ein niðurstaða sem er að reiddir verða fram 25 milljarðar af framtíðartekjum landsmanna. Það jafngildir ekki einni ábyrgð. Þótt regluverkið hafi verið veikt þurftu spari- sjóðstjórnendurnir ekki að nýta sér það. Þótt þeir hafi gert það þurfti stjórn sjóðs- ins ekki að samþykkja það. Þótt hún hafi gert það þurfti Fjármálaeftirlitið ekki að veita undanþáguna þegar sjóðurinn upp- fylti ekki lágmarkskröfur um eigið fé. Þótt það hafi gert það þurfti ríkið ekki að reka bankann áfram. Af því að það gerði það varð tjónið líkast til meira en það þurfti að verða. Á hverju stigi liggja ákvarðanir sem kalla á ábyrgð sem enginn vill kannast við. Ákvörðunum sem virðist að hafi ekki verið fylgt eftir með athugulum augum – á öllum stigum málsins. Einn Svarti-Pétur? Að þessu máli koma menn í ábyrgðar- stöðu. Þeir gegna ábyrgðarstarfi og það er ábyrgðarhluti að bera enga ábyrgðar- tilfinningu. Ákvarðanir hafa verið teknar sem leiddu til ríkisábyrgðar. Er eina leiðin afsögn? Eða er hugsanlega önnur leið að leggja markmiðin með ákvörðunum á borðið og skoða hvar menn fóru út af leið við að ná þeim? 25 milljarðar króna! Rifist hefur verið um kostnað Vaðla- heiðarganga, arðsemi Vaðlaheiðarganga, kjördæmapot við val á staðsetningu þess- ara næstu ganga Íslendinga og hvort til sé fé til að bora þetta gat. Eins ósammála og menn hafa verið um göngin geta þó allir líklegast samþykkt (aldrei að vita samt) að þegar gatið hefur verið borað, er það komið til að vera. Á meðan rifist hefur verið um göngin hefur gatið sem mokað verður í vegna SpKef stækkað. Svo stórt er gatið að bora mætti nærri fjögur Vaðlaheiðargöng eða reka heilbrigðiskerfið mánuðum saman eða Háskóla Íslands í tvö og hálft ár. En þegar búið verður að borga fyrir að fylla í gatið hjá SpKef hverfur það. Var athygli þingsins á réttum stað? Ábyrgð er ekki aðeins orð. Í þessu máli er hún fjárhagsleg, lagaleg, persónuleg og ekki hvað síst siðferðisleg. Hún liggur á mörgum stöðum og menn verða að taka hana til sín á öllum stigum málsins. Ábyrgð Hver endar með Svarta-Pétur? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Á okkar ljúfa landi eru nú starfandi sjö háskólastofnanir, mismiklar en allar bera þær viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytis til kennslu og menntunar á sínum afmörkuðu sviðum. Allar eru þessar stofnanir að fást við kennslu, rannsóknir og nýsköpun að mismiklu magni eftir stöðu hverrar stofn- unar og mannafla sem þar starfar. Á síðasta áratug hafa stofnanirnar geng- ið í gegnum áhugaverðar breytingar bæði hvað varðar regluverkið sem þeir starfa eftir, að ónefndum þeim hremmingum sem hrunið olli í uppbyggingu háskólastarfs í landinu. Hver og ein stofnun hefur þurft að taka erfiðar ákvarðanir og aðlaga starf sitt breyttum aðstæðum. Leiðirnar sem valdar hafa verið eru jafn margar og stofnanirnar, en samt stefna þær allar að sama marki, að standa vörð um þau markmið sem sett voru í breytingunum og efla starfsfólk og nemendur sem mest. Án þess að fara djúpt í uppbyggingu gæðastarfs í háskólunum vil ég samt draga fram einn þátt sem allar þessar stofnanir eru að fást við á sínum eigin for- sendum og það er kennslan. Flest okkar hafa skoðun á því hvað er góður kennari. Það er mjög líklegt að við þekkjum bæði góða kennara og getum nefnt dæmi um einstaklinga sem ættu ekki að koma nálægt kennslu. Þessi reynsla gerir okkur ekki að sérfræðingum í að dæma um gæði kennslu, þ.e.a.s. auðveldar okkur ekkert sérstaklega að leggja niður fyrir okkur hvaða viðmið ætti að nota við mat á kennslu. Kennsla er nefnilega svolítið meira en það sem gerist í kennslustofunni. Hlutverki okkar sem háskóla- kennara má skipta í tvo hluta. Sýnilegi hlutinn, samskipti okkar við nemend- urna, er aðeins lítill hluti af stafi háskóla- kennarans. Hinn stóri og ósýnilegi hluti samanstendur af þáttum, allt frá því að fara yfir og skipuleggja verkefni nemenda og taka þátt í að skipuleggja námsleiðir, til þess að reyna sjá fyrir framþróun bæði faglega og verklega á okkar sviði. Það er hlutverk okkar að bæta við allri þróun á okkar sviðum inn í þróun námsleiðanna sem við bjóðum upp á. Fagmennska í kennslu út frá þessari skilgreiningu stuðlar að fagmennsku útskrifaðra nemenda þar sem þekking þeirra, leikni og hæfni hefur verið tryggð með faglegri uppbyggingu miðlunar, þjálfunar og sköpunar í kennslunni. Þar kemur inn stór þáttur í starfi háskólakennarans sem við höfum hingað til leitt hjá okkur og það er kennslufræðilegur grunnur háskólakennara. Mat á fagmennsku háskólakennara er að mínu mati jafn mikilvægt og mat á rannsóknarvirkni og nýsköp- unarhæfi þeirra. Sú vinna sem nú er unnin í háskóla- stofnunum í landinu sem miðar að því að sett verði viðmið um gæði kennslu er því afar mikilvæg. Við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að við fitum ekki sauðinn með því að vigta hann, við verðum einnig að nýta matið til að auðvelda framþróun í kennslufræðilegri hæfni háskólakennara. Það þarf að setja fóðurbæti í trogin. Samhliða viðmiðum verður einnig að skipuleggja endurmenntunarmöguleika fyrir háskólakennara sem hafa getu og vilja til að við- halda og byggja upp hæfi sitt sem kennarar. Fagmennska Eru gæði kennslu það sama og gæði menntunar? Rósa Gunnarsdóttir kennsluþjálfari og sér- fræðingur á kennslusviði Háskólans í Reykjavík. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi Allt í grillmatinn www.noatun.is EKTA ÍSLENSKT SÓLSKIN 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 34 viðhorf Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.