Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 28
OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS hvaða lyfjum ég er, hversu mikið, hvenær, allt sem ég þarf að muna, allt sem ég skil ekki. Ég les allar mögulegar upplýsingar sem liggja frammi. Spyr aðra sjúklinga, leið- beini öðrum sjúklingum, þannig að ég þakka mér árangurinn; mörgu starfsfólkinu, hinum sjúklingunum, fjölskyldunni, vinum og Hugarafli.“ Ragnhildur hefur að undanförnu verið í endurhæfingu, og verið að læra þýsku í Háskóla Íslands. Hún mætir til félagsráðgjafa, læknis, fer í heilun og heldur áætlun sem hún sækir um endurnýjun á, á þriggja mánaða fresti. „Svo er líklega ekk- ert annað í stöðunni en að fara í örorkumat. Ég væri löngu búin að því hefði ég ekki viljað reyna allt. Svo hefur Hugarafl hjálpað mér að horfast í augu við það að ég er með krónískan sjúkdóm. Eina leiðin til þess að ég geti haldið mér í lagi er að ég sé í ró, ég hugsi vel um mig og ég stjórni álaginu sjálf.“ Hún ætti að vera að útskrifast úr þýsku núna, en flosnaði upp úr skól- anum í haust vegna kvíða, depurðar og einbeitingarleysis. „Deildarstjór- inn minn studdi mig og sagði að ég kæmi aftur seinna, ég gæti þetta vel þegar ég væri í lagi og nú ætti ég að jafna mig. Það létti á mér að heyra þetta.“ Ragnhildur segir eitt slagorða Hugarafls vera að fólk flæki ekki líf sitt að óþörfu. Það hafi hún gert þegar hún tók saman við kærasta fyrir þremur árum sem hún átti ekki samleið með og olli henni hugarangri og kom ójafnvægi á líf hennar. Bræðisköst hans voru henni um megn. „Mínar reglur eru: Borða, sofa, hugsa um sjálfa mig, heimilið mitt og börnin mín. Ef þessir hlutir eru í lagi get ég haldið mér í lagi.“ Í kjölfar sambandsslitanna og umróts lagðist Ragnhildur inn á geðdeild fyrir tæpum mánuði síðan – í þriðja sinn. Hún sóttist sjálf eftir aðstoð á Landspítalanum og bað um innlögn. Henni var þó brugðið að uppgötva að búið væri að loka á innlagnir um nætur á Eiríksgötu og að fólki væri beint á bráðamót- tökuna. „Það var alveg skelfileg lífs- reynsla í alla staði. Gjörsamlega hræðileg. Þar fann ég engan skilning. Enginn mannafli. Nýút- skrifaður unglæknir tók á móti mér og ætlaði að setja mig á lyf sem við læknirinn minn höfum reynt og ég veit að virka ekki. Ég vissi að þau myndu senda mig í maníu en hann vildi senda mig heim með þau,“ segir hún. „Ég spurði hann því hvort hann væri nokkuð líka klikkaður? Hvort hann ætlaði að ljúka þessu af fyrir mig þarna. Þessi lyf væru mér lífshættuleg. Systir mín eldri var komin. Ég hélt ró minni í eina og hálfa klukkustund. En þá fékk ég taugaáfall. Man hvernig það byrjaði. Ég fór að gráta og sparka í veggi. Og ég man hvernig það end- aði. Ég brotnaði niður og hrundi í gólfið,“ segir Ragnhildur. Henni er hjálpað afsíðis þar sem starfsmað- urinn hamraði á því að hún yrði að biðja lækninn afsökunar. Hún hafði lamið hann og hann skráð höggin sem líkamsárás. „Ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði að biðja hann afsökunar svo hann myndi ekki kæra mig. Það á enn eftir að koma í ljós. En þetta endaði með því að ég fór með lögreglubíl niður á geðdeild með systur mína mér við hlið, því vegna fyrri reynslu treysti ég mér ekki til að fara ein með lögreglunni.“ Þrjár innlagnir á sextán árum Veikindin urðu dýrkeypt. „Nú þarf ég að sætta mig við það að þar sem ég fékk þessar móttökur á bráða- móttökunni, brást svona við og fékk lyf, þá missti ég fóstur sem ég vissi ekki að ég gengi með. Ég kenni engum um, en mig langaði í barn og hefur langað lengi. Dætur mínar eru mér allt. Þær eru snillingar, guðsgjafir sem ég þakka fyrir á hverjum einasta degi.“ Ragnhildur var ánægð með að fara í þetta sinn sjálf niður á deild, áður en hún var orðin of veik til að hafa krafta í það. Lyfin tók hún sjálfviljug, en var miður sín yfir því að hafa ekki haldið sjálfsvirðing- unni á meðan á því stóð. „En þarna stóð ég með sjálfri mér og gerði það rétta – þótt það hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig.“ En lífið heldur áfram. Ragnhildur hlúir að dætrum sínum og hlakkar til að fá þá eldri heim á ný. En óttast hún að þær upplifi geðhvörf? „Ég er skelfingu lostin vegna þess möguleika. Ég hugleiddi að eignast ekki börn til að bera þetta ekki í þau. En svo veit ég að ég er mjög góð mamma. Ég er mjög góð manneskja. Ég á yfirdrifið nóg af ást og umhyggju og ég útskýri þetta fyrir þeim og segi þeim á hverjum degi hvað mér þykir vænt um þær og hvað þær séu flottar og frábærar.“ Þessar þrjár innlagnir á geðdeild eru á sextán ára tímabili. Ragn- hildur horfir jákvæð fram veginn og þakkar Guði fyrir Hugarafl, sem herbergi sem er mér alltaf jafn óskiljanlegt. Fólk sem er veikt þarf sitt rými. Það er til að mynda ekki hægt að setja tvær manneskjur í maníu í sama herbergi, nema halda eigi diskótek og öllum sé boðið! Svo er hræðilegt að vera þunglyndur innan um manískan einstakling sem kallar á partý, partý,“ segir hún með sínum kaldhæðnislega húmor og hláturinn gellur um stofuna. Svipt sjálfræði og lokuð inni Tímasetningar eru ekki sterkasta hlið Ragnhildar í veikindum. „Ef ég veit hvernig tíminn hefur liðið er það vegna þess að einhver hefur sagt mér það. Ég held ég hafi í það minnsta verið í tvær vikur á deild- inni úti. Þá var foreldrum mínum sagt að annað hvort kæmu þau og sæktu mig eða ég yrði inni á spítal- anum um óákveðinn tíma.“ Ragnhildur lýsir því þegar for- eldrar hennar reyndu að lokka hana út af dönsku geðdeildinni. Hún vildi ekki fara. En með blíðu fengu þau hana með sér heim. Það var þeim nauðsynlegt að fá samþykki hennar, því þau hefðu ekki fengið að hafa hana með sér heim án þess. Þau fóru með hana á geðdeild Landspítalans. „Ég var lokuð inni.“ En lífið hélt áfram. Ragnhildur náði sér. Hún kynnist fyrri barns- föður sínum og ung, með íbúð, bíl og lítinn fyrirbura, bösluðu þau. Álagið var mikið og það slitnaði upp úr sambandinu. „Ég kenni hvorki honum né mér um. Ég kenni aðstæðunum um og álaginu við að reyna til að halda öllu gangandi.“ Ragnhildur tók saman við vin til tíu ára, þau voru saman í þó nokkur ár og eignuðust dóttur 2008, en þetta rót sumarið 2005 leiddi til þess að hún lenti í annað sinn á geðdeild, þar sem hún varði öllu sumrinu. „Ég svaf ekki í þrjár vikur. Ég dottaði í tíu mínútur hér og þar og vaknaði eins og litlu börnin, eld- hress. Ég var aldrei svöng en borð- aði ef ég varð máttlaus. Ég þóttist sofa,“ segir hún. „Sat hins vegar inn í stofu, reykti, grenjaði og söng til skiptis.“ Þremur vikum fyrir innlögn hafði hún farið á bráðamóttöku og sagst vera tæp. Hún þyrfti aðstoð. „Í stuttu máli var ég spurð hvort ég væri í rauðum sokkum – þar sem fólk í maníu klæðist oft sterkum litum. Ég svaraði nei, svörtum. Mér var þá sagt að það væri ekki pláss.“ Hún var send heim. Kefluð niður af lögreglunni „Tveimur, þremur vikum seinna hringdu foreldrar mínir á lögregl- una og báðu um að ég yrði sótt á heimili mitt. Lögreglan bankaði og vildi koma inn. Ég neitaði að hleypa lögreglumönnunum inn og danglaði í ristina á einum sem var kominn með fótinn inn fyrir dyrnar. Það skipti engum togum, kallað var líkamsárás og fimm fílefldir lög- reglumenn hentu mér í gólfið, einn keyrði hnéð í bakið á mér, annar hélt mér niðri. Ég var handjárnuð og borin út í bíl og dregin inn á geðdeild. Ég var kefluð á höndum og fótum. Ég fann til í fimm vikur. Ég fékk þá réttargæslumann og áverkavottorð en var of veik til að fara lengra með málið,“ segir hún. „Pabbi og mágur stóðu úti á gangi. Systir mín var þarna. Þau voru öll búin að reyna að tala við mig, en ég var svo reið yfir því að hafa ekki fengið hjálpina fyrr. Ég veit að hefði ég haft Hugarafl (félagasamtök fólks í bata) hefði þetta ekki farið svona.“ Í annað sinn var hún svipt sjálf- ræði. Í þetta sinn tók systir hennar ákvörðunina en ekki foreldrar hennar. „Hún kom til mín og sagði: Ég ætla að skrifa undir. Ég veit að þú verður reið við mig en ég ætla samt að gera þetta. Ég varð ekki reið. Hún talaði við mig. Ég var þó í uppnámi, en ég skildi af hverju hún gerði þetta og ég skil að það var nauðsynlegt.“ Hún segir foreldra sína ekki hafa treyst sér til að skrifa undir vegna heiftarlegra viðbragða hennar og vonbrigða árið 1997. „Það vill enginn vera á geðdeild. En í þessari aðstöðu áttar maður sig oft ekki á hversu veikur maður er eða hve lengi. Ég veit að ef að- stæðurnar hefðu verið öðruvísi og ég hefði ekki farið inn og verið beitt þessu ofbeldi og ef læknirinn hefði ekki verið í fríi – þá hefði ég legið miklu styttra inni. Núna síðast var ég aðeins í viku. En það er af því að ég hef lært af reynslunni,“ segir Ragnhildur. Flækir ekki lífið að óþörfu „Ég skrifa allt niður. Ég skrifa á Ragnhildur tók þátt í göngu Hugarafls á þriðjudag í síðustu viku, rúmruski, þar sem gengið var frá Eiríksgötu og um miðbæinn, meðal annars um Austurvöll. Gengið var til að vekja athygli á fordómum í garð geðsjúkra og til að minna á þá, réttindi þeirra og berjast fyrir auknum valkostum í meðferð við sjúkdómnum. Mynd/Hari Að koma inn í hóp af fólki eftir að hafa verið útundan; svartur sauður og tilfelli í svona mörg ár; skrýtin, furðuleg, undarleg, klikkuð – oft kölluð Ragga klikk úr Garða- bænum – er yndislegt. 28 viðtal Helgin 15.-17. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.