Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 30

Sagnir - 01.06.2006, Page 30
cKKur j^annstj^affejtJ>ab semJoeim fannst fjott... í lok sjöunda áratugarins varð mikil vakning meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Mótmæli gegn stríði voru tíð og fólki var rétturinn til að njóta náttúru og lifa við frið ofarlega í huga. Nýjar stefnur komu einnig fram í myndlist þar sem listamenn sem störfuðu innan nýlistar lögðu áherslu á að vinna gegn verkum sem kalla mátti söluvæn og breyta ríkjandi fagurfræðilegum hugmyndum. Þessir straumar bárust hingað til lands aðeins síðar, eða í byrjun áttunda áratugarins. Komið hefur fram að áhrifa íslenskrar þjóðfélagsumræðu gætti í myndlist hér á landi. Þau voru sterkust meðal yngri listamanna sem lögðu mikla áherslu á að myndlistin væri í stöðugri þróun og tengdist því samfélagi sem hún yrði til í. Við upphaf áttunda áratugarins urðu til nýir miðlar og nýjar leiðir famar í myndlist og til urðu verk sem oft báru ríkan keim af þeirri pólitísku ólgu og skoðunum sem ríktu. Þessir nýju miðlar og breyttu áherslur í myndlist féllu misvel í kramið hjá almenningi og eldri listamönnum hér á landi. Þannig var upphaf áttanda áratugarins merkilegur tími í mörgum skilningi. Greinileg skil urðu þegar yngri listamenn nýttu sér tengsl við útlönd til að koma íslandi á kortið í alþjóðlegri myndlist. Einnig kynntu þessir ungu listamenn, sem flestir störfuðu innan SUM, listfonn sem ekki haföi sést áður í samfélaginu. Þannig beindu þeir spjótum sínum einkum að septemberkynslóðinni og listamönnum innan F.Í.M. sem voru orðin ráðandi öfl í íslenskri myndlist og að mati félaga SÚM tákn fyrir stöðnun á sviði lista. Hér á undan hefur verið litið á togstreituna á milli félaga í SÚM og F.I.M. Arið 1972, þegar SÚM náði að festa sig í sessi í íslenskri myndlist, var skoðað sérstaklega. Nokkur ólga varð meðal yngri listamanna vegna stefnu stjómvalda í styrkveitingum til myndlistannanna auk þess sem innkaup ríkisins á listaverkum þótti ekki í takt við nýja strauma í myndlist. Arið 1972 fór vinna SÚM félaga að skila sér inn í íslenskt myndlistarlíf. Tengsl mynduðust milli íslenskrar myndlistar og þeirrar erlendu. Á því ári sem hér hefur verið skoðað má sjá að yfirvöld gátu ekki lengur horft fram hjá starfi SÚM eins og sjá má á stórri nýlistasýningu sem SÚM var boðið að halda á Listahátíð í Reykjavík. Síðast en ekki síst tókst listamönnum innan SÚM að gera félagið sýnilegt og vekja athygli í samfélaginu. Greinilegt er að sá andi sem ríkti almennt, þ.e. mótmælagöngur gegn stríði og umhverfisvakning skilaði sér inn í listina sjálfa og umræðuna um hana. Rikjandi ástand var gagnrýnt, opnað var fyrir nýjum straumum og þeir tengdir íslenskri list. Við upphaf áttunda áratugarins er greinilegt að tvenns konar sjónarmið um myndlist tókust á hér á landi, líkt og nokkrum áratugum fyrr þegar landslagsmálarar börðust við róttæka abstraktmálara. Fyrri skoðunin sem var ríkjandi gekk út á aö hlúa að þeirri list sem fólk þekkti og kunni við með því að styðja vel við þá listamenn sem stunduðu hefðbundna listsköpun. Hin skoðunin gekk þvert á þá fyrri. Hún snerist um að styrkja unga listamenn sem tengdu okkur listsögulegum raunveruleika og fóru nýjar leiðir í túlkun og efnisvali. I meginatriðum voru skoðanimar tvær meginkjaminn í hugmyndum F.Í.M. félaga annars vegar og SÚM félaga hins vegar, þeirra tveggja póla sem áttust við í íslenskri myndlist árið 1972. JiJxísanir 1 Halldór Bjöm Runólfsson listfræðingur fjallar í kaflanum „Erlendar samtímastefnur" í bókinni SÚM 1968-1972 um stefnur sem komu fram í myndlist á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar. Þar segir Halldór Bjöm frá því að hugmyndalist (e. Conceptual Art) hafi orðið sá farvegur á ofanverðum sjöunda áratugnum sem sameinaði fjölda listastefna. Halldór Bjöm segir í grein sinni að venjan sé að kalla þá listamenn sem starfa innan hugmyndalistar nýlistamenn. I umfjöllun minni hef ég kosið að nota orðið nýlist sem samheiti yfir listastefnur sem komu fram á sjötta og sjöunda áratugnum og voru í frekari þróun á því tímabili sem ég hef rannsakað. 2 Robert Buzzanco: Vietnam and the Transformation of American Life. Oxford, 1999, bls. 41-53. 3 „Sókn í Binh Dinh: S-víetnamskir sigrar á nýjum vígstöðvum". Morgnnblaðið, 22. júlí 1972, forsíða. 4 í Þjóðviljanum og Visi er sagt frá því að átján hafi fallið en í Morgunblaðinu og sagnfræðilegum heimildum sem hafa verið skoðaðar er sagt frá því að sextán hafi fallið. Morgunblaðið eitt var með blaðamann á leikunum sem birt var viðtal við í blaðinu 6. september 1972. 5 „Robert Fischer heimsmeistari í skák: Rauf 24 ára veldi Rússanna“. Morgunblaðið, 2. september 1972, baksíða og bls. 3. „„Töluðumst aldrei við“— Spassky segir að þrúgandi spenna hafi ríkt milli þeirra Fischers- að framkoma Fischers hafi komið sér úr jafnvægi og að utanaðkomandi kraftar hafi veikt taflmennsku hans“. Vísir, 1. september 1972, baksíða. 7 Bjöm Þorsteinsson: Tíu þorskastríð 1415-1976. Reykjavík, 1976, bls. 219-223. 8 Áramótaræða forsætisráðherra og nýársávarp forseta íslands: „Engin þjóð reynzt Islendingum betur en Bandaríkjamenn". Morgunblaðið, 3. janúar 1973, bls. 10 og 16, „Áramótaræða Ólafs Jóhannessonar. Það var stór dagur“. Þjóðviljinn, 3. janúar, 1973, bls. 6 og 15, „Ræða forseta Islands 1. janúar 1973“. Þjóðviljinn, 3. janúar 1973, bls. 4 og 15 og „Skylda vor að varðveita lífríki íslands - sjálfúm oss og öðmm til farsældar“. Morgunblaðið, 3. janúar 1973, bls. 15 og 17. 9 „Skylda vor að varðveita líffíki íslands - sjálfum oss og öðmm til farsældar". Morgunblaðið, 3. janúar 1973, bls. 15 og 17. 10 Bjöm Th. Bjömsson: íslenzk myndlist á 19. og 20. öld. II. bindi. Reykjavík, 1973, bls. 209. 11 Ungir abstraktlistamenn stóðu að þessari fyrstu septembersýningu árið 1947 tilþessaðeflaabstraktlistogkynnahanafyriríslendingum. Fram á níunda áratug tuttugustu aldar vom árlega haldnar septembersýningar þeirra listamanna sem tilheyrðu svokallaðri septemberkynslóð. 12 Bjöm Th. Bjömsson: íslenzk myndlist á 19. og 20. öld. II. bindi. Reykjavík, 1973, bls. 310. l3HildurHákonardóttir:„Hvaósögðublöðinumseptembersýninguna 1947?“ ÞjóðvUjinn, 19. október 1972. Bls. 8-9. 14 Bragi Ásgeirsson: „Heitt í kolunum. Um septembersýninguna 1947“. Morgunblaðið, 22. október 1972, bls. 44-45 og „Hvað sögðu blöðin um septembersýninguna 1947?“. Þjóðviljinn, 19. október 1972, bls. 8-9. 15 Selma Jónsdóttir: Listasafn íslands. Þorvaldur Skúlason. Yfirlitssýning október 1972. Reykjavík, 1972, blaðsíður ómerktar. 16 Auður Ólafsdóttir: „Máttur hreyfingar“. Hreyfiafi litanna. Reykjavík, 1999, bls. 21-22. 17 Michael Archer: Art Since 1960. New Edition. London, 2002, bls. 109. 18 19 Ibid, bls. 122. Halldór Bjöm Runólfsson: „Erlendar samtímastefhur“. SÚM 1965-1972. Reykjavík, 1989, bls. 124. 20 Michael Archer: Art Since 1960. New Edition. London, 2002, bls. 137. 21 Gunnar B. Kvaran: „Aðfaraorð". SÚM 1965-1972. Reykjavík, 1989, bls. 3. 22 LögSÚM. Samþykkt í Reykjavík 16. marz 1968. (Afrit af lögum fengið á bókasafni Listasafns Islands). 23 Hildur Hákonardóttir: „Hver er staða íslenzkrar myndlistar? Síðari hluti“. Þjóðviljinn, 30. júní, 1972, bls. 4-5. 24 ÓlafurGíslason: „SÚM 1965-1972. Eftirmáli". SÚM1965-1972. Reykjavík, 1989, bls. 18. 25 Ingiberg Magnússon: „Mitt í önn dagsins“. Þjóðviljinn, 24. maí 1972, bls. 12. 26 Ibid. 27 Ólafur Gíslason: „SÚM 1965-1972. Eftirmáli“ SÚM1965-1972. Reykiavík, 1989, bls. 14. 28 Ibid, bls. 16. 29 Ibid, bls. 21-22. 30 „Magnús Tómasson". SÚM 1965-1972. Reykjavík, 1989, bls. 82. 31 „Magnús Tómasson". SÚM 1965-1972. Reykjavik, 1989, bls. 83. 32 Vilhjálmur Bergsson: „Lófaklapp fyrir fræðslunni“. Visir, 28. marz, bls. 7. 33 Ingiberg Magnússon: „SÚM-arar á Listahátíð“. Þjóðviljinn, 25. júní 1972, bls. 4. 34 Ingiberg Magnússon: „Frá landsminni til Formsmiðju". Þjóðviljinn, 11. apríl 1972, bls. 6. zS ^Saonir 2.006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.