Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Side 109

Sagnir - 01.06.2006, Side 109
þeim fimmtánda eða fimmta ef því er að skipta. Þær fáu tilraunir sem gerðar hafa verið til formbyltingar, s.s. í nítjánda árgangi árið 1998, hafa reynst skammlífar og áhrifa þeirra ekki einu sinni gætt í næsta blaði. Þessi reglufesta þarf í sj álfu sér ekki að teljast slæm. Eflitið er á Sagnir fyrst og fremst sem æfingavettvang fyrir upprennandi sagnfræðinga, þar sem þeir spreyta sig á að koma góðum námskeiðsritgerðum eða hluta BA-ritgerða sinna á greinarform, þá stendur tímaritið fyllilega fyrir sínu. Fjöldi sagnfræðinga hefur stigið þar sín fyrstu spor og skrifað í sig kjark áður en stokkið var út í djúpu laugina. Slíkur vettvangur er augljóslega mikilvægur fyrir íslenskt sagnfræðisamfélag og fyrir hann ber að þakka. Þetta þakklæti eiga útskrifaðir sagnfræðingar að láta í Ijós með því að kaupa tímaritið og standa þannig undir áframhaldandi útgáfu þess. Pfáfyn sjáfýsm'yncC Sjálfsmynd tímaritsins’Sagna er hins vegar flóknari en lýst hefur verið hér að framan. Metnaður aðstandenda þess hefúr alla tíð verið mikill og markmiðin önnur en að vera einungis æfingabúðir fyrir stúdenta. Sagnir líta á sig sem akademískt tímarit og krefjast virðingar í samræmi við það. Þetta veldur því að höfúndum hættir oft til að setja sig í fullalvarlegar stellingar. Greinar eru undantekningalítiö njörvaðar niður í fast og afar hefðbundið form. Þá sjaldan að brugðið er á leik má treysta því að höfúndar afsaki framhleypnina í bak og fyrir. Þrátt fyrir þessa alvörugefnu hlið hafa Sagnir sömuleiðis átt sér draum um að vekja athygli út fyrir veggi sagnfræðiskorar og íslenska sagnfræðingasamfélagið. Tímabundin velgengni Nýrrar sögu, sem Sögufélag gaf út til skamms tíma, hefúr eflaust ýtt undir slíkar væntingar. A tíunda áratugnum var markið stundum sett hátt og treyst á mikla sölu á almennum markaði, stundum með þeim afleiðingum að stórtap varð á ævintýrinu. I seinni tíð má ætla að sala blaðsins sé nær einvörðungu bundin við áskrifendur; útskrifaða sagnfræðinga og sagnfræðinema. Sú hugsun flögrar að lesandanum að Sagnir hafi ekki enn ákveðið almennilega til hvaða hóps tímaritið vill höfða. I versta falli geturblaðið því fallið milli skips og bryggju, þar sem greinamar fjalla um of sértæk efni til að höfða til almennings en era of almennar til að vekja áhuga fræðimanna. Að mati þess er hér ritar era viðtöl við sagnfræðinga, hringborðsumræður um einstök málefni og greinar um málefni sagnfræðinnar sem námsgreinar við Háskóla Islands það efni sem virkar hvað best í blaði á borð við Sagnir. í 25. árgangi má finna efúi af þessu tagi, þó ekki sé því tranað mjög fram. Guðmundur Jónsson er spurður út í Hasarblaðið, fyrirrennara Sagna, í stuttu viðtali um býsna afmarkað efni. í lok blaðsins birtast svo þrjú erindi sem flutt vora á málþingi sem haldið var á vegum tímaritsins. í stað þess að draga sérstaklega fram efni þessara fyrirlestra og styrkja með myndskreytingum, kýs ritstjómin að fela þá aftast í blaðinu þar sem pláss var af skomum skammti. Það er sérkennileg ráðstöfun. (fijá f> ern isfiyjcjj a i öncfveyi Ef rennt er yfir einsíakar greinar blaðsins, kemur greinilega í ljós að þjóðemishyggja er sagnfræðinemum hugleikið viðfangsefni nú sem fyrr. Liðlega helmingur greinanna í blaðinu fjalla um mikilvægi þjóðemishugmynda í opinberri umræðu eða árekstra þjóðemis- og alþjóðahyggju á einn eða annan hátt. Karl Jóhann Garðarsson veltir fyrir sér áhrifúm þjóðemis- og siðgæðishugmynda í tónlistaramræðu á fimmta og sjötta áratugnum. Niðurstaða hans er sú að þjóðemissinnaðir íhaldsmenn hafi skammast jafnt yfir flutningi Ríkisútvarpsins á (erlendri) klassískri tónlist, danslögum í Keflavíkurútvarpinu og loks ærslaskap rokkáranna. Grein Karls Jóhanns er lipurlega skrifúð og snoturlega myndskreytt með fjóram keimlíkum hljómsveitarmyndum. Að uppbyggingu sver hún sig hins vegar í ætt við fjölda svipaðra greina sem birst hafa í Sögnum á undangengnum áram. Greinar þessar eiga það sameiginlegt að höfúndar leggja upp með að rekja áhrif tiltekinna hugmynda (oft þjóðemishyggju) á umræðu á afmörkuðu sviði. Því næst finna þeir nokkur hentug dæmi máli sinu til stuðnings, helst beinar tilvitnanir sem endurspegla einstrengingsleg sjónarmið, kenningunni til stuðnings. Gallinn er að með þessari aðferð er rannsakandinn nánast öraggur cfsjtaömur um Z(f- árcjanj <bajna um að finna það sem hann leitar að. Vinstrisinnaði fræðimaðurinn getur hæglega fundið tilvitnanir í sjálfstæðismenn sem túlka má sem stuðning við nasista meðan sá hægrisinnaði leikur sama leikinn og þefar uppi vammir og skammir sósíalista í garð lýðræðisins. Hvoragt gefur tilefni til mjög frjórrar umræðu. Grein Hrafnkels Lárassonar um viðhorf íslenskra kommúnista til sjálfstæðisbaráttu og þjóðemis er nokkurs1 annars eðlis. Þar er rannsóknarefnið skýrt afmarkað, þar sem borin eru saman skrif helstu leiðtoga kommúnista til Alþingishátíðarinnar 1930 annars vegar en 1944 hins vegar. Talsvert hefur verið skrifað um þjóðemishyggju íslenskra kommúnista sem sumir telja í andstöðu við þá alþjóðahyggju sem félagamir Marx og Engels boðuðu. Ekki þarf þó að leita lengra en til Skotlands og Irlands til að finna sögulegar samsvaranir, þar sem ýmsir öflugir kommúnistaleiðtogar studdu jafnframt sjálfstæðisbaráttu undan Bretum á þjóðemislegum forsendum. Þjóðhátiðir tuttugustu aldar mega teljast eitt best rannsakaða svið sögunnar, enda viðfangsefnið þægilega afmarkað í tíma og sagnfræðingurinn hefúr úr nægum ræðum og blaðagreinum að moða. Spumingin er hins vegar að hvað miklu leyti ræður á hátíðarstundum endurspegla ríkjandi hugmyndafræði eða hvort þær mótast af hefð sem þátttakendumir undirgangist. Þannig kann breytt orðræða kommúnista í kringum lýðveldishátíðina 1944 að endurspegla breytta stöðu þeirra sem hluta af íslensku stjómmálakerfi í stað þess að vera utangarðsmenn, frekar en að vera merki um grandvallarbreytingu á hugmyndafræði þeirra. Umfjöllun Gísla Helgasonar um afstöðu Kvennablaðs Bríetar Bjamhéðinsdóttur til hildarleiks fyrri heimsstyrjaldarinnar er um margt skyld grein Hrafnkels. Líkt og Kommúnistaflokkur þeirra Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjamasonar var hluti af stærri alþjóðlegri hreyfingu, tilheyrði Bríet Bjamhéðinsdóttir hreyfingu án landamæra sem barðist fyrir réttindum kvenna og friði í veröldinni. Fyrri heimsstyrjöldin eða Norðurálfuófriðurinn mikli varð reiðarslag fyrir alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata, sem reyndist ófær um að standa gegn þeirri bylgju þjóðemishyggju sem striðið hratt af stað. Friðarsinnar úr röðum kvennahreyfingarinnar stóðu betur í lappimar en leiðtogar jafúaðarmanna og sumar kvennanna2 héldu uppi hatrammri baráttu gegn stríðinu, þrátt fyrir að slíkt væri talið jafngilda föðurlandssvikum mitt í öllum stríðsæsingunum. í greininni gerir Gísli fúlllítið úr þætti þeirra kvenna í Bretlandi og á meginlandi Evrópu sem syntu gegn straumnum og andæfðu stríðinu, en beinir sjónum þess i stað að þeim hreyfingum sem gengust stríðsáróðrinum á hönd. Engu að síður er greinin bæði góð og fróðleg. Jón M. Ivarsson er aldursforseti blaðsins, naumlega þó. Aður hefúr verið nefnt hversu hugleiknar þjóðhátíðir hafa verið íslenskum sagnfræðingum, en grein Jóns fjallar einmitt um aðdraganda þess að 17. júní varð óskoraður þjóðhátíðardagur íslendinga frekar en t.d. 2. ágúst eða 1. desember. Niðurstaða Jóns er sú að sterk staða Ungmennafélags hreyfingarinnar hafi ráðið úrslitum og færir hann fyrir því sannfærandi rök. Hitt er svo annað mál hvort fæðingardagur sjálfstæðishetjunnar hefði þótt jafn spennandi kostur til mannfagnaða ef Jón forseti hefði fæðst í byrjun febrúar? Nóg er í það minnsta lagt á skátana að norpa í næfúrþunnu búningunum sínum í slyddu og éljum á sumardaginn fyrsta. jjvf[óins fiuqað ab erfencfri söju Tvær greinar í blamnu fjalla um mannkynssögu og báðar varða þær efni sem mikið er í umræðunni þessi misserin. Fyrri greinin er eftir Pétur Olafsson og og er i henni leitast við að svara3 því hvemig hægt var að fá venjulega Þjóðverja til að taka þátt í grimmdarverkum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Því miður er greinin alls ekki nægilega vel unnin til birtingar. Að stofni til er hún frekur stirð endursögn á æviminningum SS-foringja og rétt í lokin er skotið inn örstuttri umfjöllun um átta ára gamla bók Christophers Brownings og tíu ára gamla bók Daniels Goldhagens: Hitler's Willing Executioners, sem vakti talsvert umtal á sínum tíma. Kári Gylfason fjallar um sögulegt endurmat sem átt hefúr sér stað i Danmörku síðustu misserin á þætti Dana í helförinni. Hin viðtekna söguskoðun er sú að danska þjóðin hafi með klókindum og dirfsku bjargað fjölda gyðinga undan kló þýskra nasista og skipar frásögnin L ^Sajnir Z006 lOýf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.