Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 8

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 8
FRÆÐSLUMÁL bæjarbókavörður og Ragnar Helgi Halldórsson trésmíða- meistari. Aðalverktaki var Hjalti Guðmundsson ehf. Fyrsta skóflustungan að Heiðarskóla var tekin 21. júni 1997 og skólinn var settur í fyrsta sinn 1. september 1999. Þá voru nemendur 453 i 21 bekkjardeild. íþrótta- aðstaða var ekki tilbúin á þessum tíma en ffamkvæmd- um við hana lauk um áramótin 2000. Stýríhópur um einsetningu Einsetning grunnskólanna var gríðarlega mikið verk- efni sem útheimti krafta og skuldbindingu margra aðila. Settur var á stofti stýrihópur þriggja bæjarfulltrúa, Skúla Skúlasonar, Böðvars Jónssonar og Jóhanns Geirdal, sem hafði það verkefni að vinna að einsetningu gmnnskóla bæjarins og gera alla skólana sambærilega. Helstu verk- efni hópsins voru umsjón með hönnun viðbygginga eldri skólanna og allar nauðsynlegar breytingar á þeim sem og hönnun og frágangur skólalóða, endurnýjun búnaðar og svo framvegis. Bæjarstjóri, Ellert Eiríksson, var starfsmaður hópsins en auk hans störfuði náið með hópnum embættismenna bæjarins, bæjarverkfræðingur og tæknimenn bæjarins, skólamálastjóri og skólastjórar, bæjarritari og íjármálastjóri, svo nokkrir séu nefndir. Framkvæmdir við Myllubakkaskóla hófust sumarið 1999 og lauk fyrir skólabyrjun 2000. Byggt var ofan á eina álmu skólans og reist tengibygging við elsta hluta skólans og verulegar endurbætur á sérgreinastofum til þess að mæta unglingakennslu. Nú er þar einungis ólok- ið utanhússviðgerðum, þ.e. málningarvinnu og múrvið- gerðum, á elsta hluta skólans. Skólinn er fullbúinn að öðm leyti. Þar em tæplega 400 nemendur í 20 bekkjardeildum. Við Holtaskóla hófust framkvæmdir við endumýjun skólans snemma sumars 1999 og lauk að mestu fyrir ára- mót. Skólinn fékk mikla andlitslyftingu og þessi gamli gagnfræðaskóli var gerður reiðubúinn til kennslu yngri bama. Skólinn tók við yngri nemendum, þ.e.a.s. í 1.-6. bekk, í fyrsta sinn haustið 1999. Þar em nú um 420 nem- endur í 1 .—10. bekk. Njarðvíkurskóli var stækkaður með viðbyggingu og hófust framkvæmdir þar í desember 1999. Þeim lauk i september 2000 nokkm eftir að kennsla hófst og reyndi þar á gott samkomulag verktaka og starfsfólks skólans, en allir stóðust þó það próf. Skólalóð Heiðarskóla var lokið samhliða byggingar- framkvæmdum. Þar af leiðandi vom lóðir hinna skól- anna endurhannaðar vorið 1999 og hófust ffamkvæmdir við þær þá um sumarið. Nemendur í skólanum em um 430 í 21 bekkjardeild en urn 80 nemendur vom fluttir í Holtaskólahverfi með ákvörðun um skólahverfi. Fram- kvæmdum er að mestu lokið utan hluta af lóð Njarðvík- urskóla, sem bíður næsta sumars. Lóðirnar eru að öðm leyti fullfrágengnar og búnar leiktækjum fyrir alla aldursflokka. Segja má að upphit- aðir gervigrasvellir séu skrautfjaðrir lóðanna. Þeir em um 20x40 metrar hver, afgirtir og upplýstir og sívinsælir meðal upprennandi knattspymukappa af báðum kynjum. Ekki verður hjá þvi komist að minnast í lokin á þá fjölmörgu tæknimenn, verkffæðinga og arkitekta, verk- taka og iðnaðarmenn sem komu að þessum stórfram- kvæmdum. Iðulega þurfti að leggja nótt við dag til þess að áætlanir stæð- ust og dugði ekki alltaf til. Allt hand- bragð þeirra og vinnusemi bera iðn- aðarmönnum á Suðurnesjum gott vimi. Gmnnskólar Reykjanesbæjar vom einsettir 1. september 2000. Lokaorö Við í Reykjanesbæ höfum sýnt að við viljum búa vel að skólastarfi. Nýr og glæsilegur skóli og endurnýjun hinna eldri ber því vitni og skapar góðan ytri ramma um skólastarfíð. Aðbúnaður skólanna á ekki að standa skólastarfi fyrir þrifum. En þó er nokkmm stómm spumingum ósvar- að. Hvemig mun okkur ganga að fá nægilega marga og vel menntaða kennara til starfa? Hver verða áhrifin af bættum aðbúnaði á skólastarfið og samstarf kennara? Hvernig verður skólastarf í nánusm framtíð? 262

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.