Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 41
FELAGSMAL Ingustofa var tekin í notkun á 70 ára afmæli Sólheima. Húsið ber nafn Ingu Berg Jó- hannsdóttur. I Ingustofu er listasmiðja, vefstofa, jurtastofa og leirvinnsla auk aðstöðu til listsýninga. Húsið er byggt fyrir söfnunarfé en sl. fimmtán ár hefur verið safnað yfir 200 milljónum króna til uppbyggingar að Sólheimum. til sveitarfélaga. Stofnanir, vist- heimili og sambýli vom lögð niður eftir nokkum aðlögunartíma en við tók sjálfstæð búseta á heimilum. Staða byggðarhverfanna sjö í Nor- egi sem þjóna fötluðum er óbreytt og ekki þótti koma til greina að breyta rekstrarformi þeirra þótt sveitarfélögin tækju málaflokkinn yfir. Félagsmálanefnd norska Stór- þingsins kaupir búseturétt með einni greiðslu fyrir 180 einstaklinga í sjö byggðarhverfum, en var í upphafi lagasetningar fyrir 120 einstaklinga. I Noregi voru settar reglur til að tryggja sjálfstæði byggðarhverfa eins og Sólheima („to work unhind- ered by bureaucracy"). Nils Christie, prófessor við Oslóarhá- skóla, einn fremsti vísindamaður Norðurlanda i félagsfræði, telur þessi byggðarhverfi athyglisverð- ustu félagslegu tilraunina i áratugi. Ritaði Nils Christie bók um rann- sóknir sinar, „Bortenfor anstalt og ensomhet - Om landsbyer for used- vanlige mennesker", byggða á 20 ára rannsóknarstarfi. Eftir að ný lög öðluðust gildi í Danmörku árið 1980 um málefni fatlaðra, sem höfðu það markmið að stuðla að blöndun eða samskipan fatlaðra og ófatlaðra og leggja niður stofnanir og vistheimili, var m.a. byggðarhverfið Hertha stofnað í sveitarfélaginu Herskind 25 km utan Arósa. Samkvæmt þróunar- og framkvæmdaáætlun fyrir byggðar- hverfið er gert ráð fyrir að íbúar verði 150-200, þar af 40 fatlaðir. Hertha er eins og Sólheimar opið byggðarhverfi. Hluti íbúanna starfar ekki við þjónustu við fatlaða og lögð er áhersla á að fá til búsetu ein- staklinga með sjálfstæðan atvinnu- rekstur. í byggðarhverfinu er nú þegar arkitektastofa, auglýsinga- og hönnunarfyrirtæki, gullsmíðaverk- stæði og bakarí. Gullsmíðaverk- stæðið selur ffamleiðslu sina í versl- anir víðs vegar um Danmörku, en bakaríið til bamaheimila og fyrir- tækja í nágrenninu. Staðir eins og Skógar og Eiðar svo og minni sjáv- arþorp em kjörnir fyrir slíka upp- byggingu hér á landi. Ekki er óeðli- legt að álykta að hér á Islandi væri grundvöllur fyrir 2-3 önnur byggð- arhverfi sem störfúðu á svipuðum gmndvelli og Sólheimar, þótt þau sinntu ekki öll þjónustu við fatlaða. Þá hefur „Sólheimafyrirkomulagið" verið útfært í borgum erlendis með byggingu lítilla þjónustukjarna og sjálfstæðri búsetu fatlaðra í ná- grenninu. Fjölbreytt atvinnu- starfsemi Atvinna á Sólheimum byggði í fyrstu á landbúnaði og garðyrkju. Fyrstu árin leigði Sesselja hluta af jörðinni Hömmm og rak þar fjárbú. Síðar var byggt fjós á Sólheimum og rekið kúabú. Forsendur voru ekki fyrir þeim rekstri eftir að niður- greiðslur urðu stór hluti mjólkur- verðs og Sólheimum var neitað um þær. Vefstofa tók til starfa um 1940, trésmíðaverkstæði 1979 og um svipað leyti kertagerð. Um langt skeið var starfandi dúkkugerð og bókband. Árið 1995 var samþykkt stefnu- mótun í atvinnumálum. Rekstur fyr- irtækja á Sólheimum skal taka mið af efnahagslegum og félagslegum áhrifum á samfélagið. Lögð er áhersla á lífræna ræktun, vinnslu af- urða úr náttúrlegum efnum og end- urvinnslu. Ákveðið var að skilja á milli vemdaðra vinnustaða og sjálf- stætt starfandi fyrirtækja í eigu Sól- heima. Nú em starfandi fimm fyrir- tæki og fimm verkstæði að Sól- heimum, auk Sólheimabúsins og þjónustumiðstöðvar. Fyrirtækin em Garðyrkjustöðin Sunna, Kertagerð Sólheima, Skógræktarstöðin Ölur, Gistiheimilið Brekkukot og Versl- unin Vala. Fyrirtækin starfa öll á kröfuhörðum samkeppnismarkaði og verða ein og óstudd að róa á þeim ólgusjó. Verkstæðin em aftur á móti hluti af starfsemi Sólheima. Þar er lögð megináhersla á starfs- þjálfun og listsköpun. Verkstæðin eru vefstofa, listasmiðja, tré- og hlj óðfærasmiðja, keramikverkstæði og á næstunni tekur til starfa jurta- stofa. Sólheimar reka eigin vatns- veitu, rafmagsveitu, hitaveitu og fráveitukerfi, annast sorphirðu og lagningu og viðhald gatnakerfis. Haróar deilur Starf Sólheima mætti oft tor- 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.