Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 42
FÉLAGSMÁL Bláskógar eru heldrimannahús Sólheima. í húsinu eru fjórar einstaklingsibúðir og ein paríbúð. (búðarhúsin að Sólheimum bera nöfn sem sótt eru í verk Halldórs Laxness. tryggni og andúð. Lög um barna- vernd og stofnun barnaverndar- nefnda og barnaverndarráðs voru samþykkt 1932. Fljótlega risu harð- ar deilur milli Sesselju og yfirvalda um stefnuna í rekstri Sólheima. Næstu tvo áratugina skarst oft í odda og stundum mjög alvarlega. Yfirvöld vildu ekki að á Sólheimum væru samtímis fötluð og ófötluð böm, því „heilbrigð böm gætu borið andlegt og líkamlegt tjón af um- gengni við fávitana“. Þá ríkti ágreiningur um að grænmeti væri haft til matar, þótt bömunum væri einnig gefíð að borða kjöt, fiskur og mjólk. Þann 9. júni 1945 svipti barna- vemdarráð Sesselju réttindum til að veita Sólheimum forstöðu. Sesselja kærði þann úrskurð og 1. apríl 1948 ógilti Hæstiréttur úrskurð barna- vemdarráðs. Hinn 12. september 1946 setti ríkisstjómin bráðabirgðalög, aðeins tíu dögum fyrir samkomudag Al- þingis, um að taka Sólheima leigu- námi. Tilgangur laganna var að rík- ið yfirtæki Sólheima og að koma Sesselju burtu af staðnum. Bráða- birgðalögin hlutu ekki staðfestingu Alþingis, þar sem Alþingi var leyst upp vegna ágreinings um Keflavík- urflugvöll. Frá 1948 til 1980 ríkti að rnestu ffiður um starfsemi Sólheima. Hinn 1. janúar 1980 öðluðust gildi lög um aðstoð við þroskahefta. Stofnaðar voru svæðisstjórnir og framkvæmdanefnd á vegum félags- málaráðuneytisins. Hófst þá aftur nýtt erfiðleikatímabil í samskiptum við stjómvöld. Ríkið náði þvi markmiði sínu að mestu að yfirtaka Sólheima árið 1983 þegar félagsmálaráðuneytið stóð fyrir því að Sólheimar voru settir á föst fjárlög. Launa- og kjara- mál vom yfirtekin af fjármálaráðu- neytinu, fjárveiting lækkuð um 40% miðað við föst fjárlög og engin fjár- veiting veitt til viðhalds húsnæðis og tækja ámm saman. Þessi ákvörð- un var tekin einhliða og án samráðs og samþykkis stjómar Sólheima og varð ekki hnekkt fyrr en tæpum ára- tug síðar er sjálfseignarstofnunin fékk að nýju fullt sjálfstæði um rekstur Sólheima. Hinn 9. nóvember 1987 lögðu fulltrúar þáverandi félagsmálaráð- herra, sem sátu í nefnd um búsetu- mál á Sólheimum, til „að þjóðkirkj- an afhenti félagsmálaráðherra Sól- heima frá og með næstu áramót- um“. Árið 1991 vom samþykkt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Frá því lögin vom samþykkt hefur sveitar- stjóm Grímsneshrepps, nú Gríms- nes- og Grafningshrepps, hafnað lögbundinni liðveislu við fatlaða íbúa á Sólheimum og sinnir ferða- þjónustu íbúa að Sólheimum með einni ferð á mánaðarfresti yfir vetr- artímann. Hinn 23. janúar 1996 samþykkti sveitarstjóm Grímsneshrepps að yf- irtaka starfsemi Sólheima og var samþykktin ítrekuð 26. ágúst 1996. Má fúllyrða að allt frá því að bama- vemdarlögin vom sett 1932 og ffarn til dagsins í dag hafi Sólheimar lent í erfiðleikum við setningu flestra laga sem varða starfsemi og starfs- umhverfi Sólheima. Þróun byggöar íbúar Sólheima gera eins og aðrir þegnar þessa lands kröfúr um góða samfélagsþjónustu. Á Sólheimum er m.a. sundlaug, iþróttaleikhús, bankaafgreiðsla, verslun og listhús. Á næstunni verður opnað veitinga- hús og líkamsræktarstöð. I þróunar- Höggmyndin Blómgun eftir Sigurjón Ólafsson er ein tíu höggmynda sem sett- ar hafa verið upp í höggmyndagarði Sól- heima. Þar eru verk eftir alla brautryðj- endur íslenskrar höggmyndalistar 1900- 1950. 296

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.