Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 23
STJÓRNSÝSLA Frá opnum fundi um Framtíðarborgina í ráðhúsi Fteykjavíkur. I. Vellíðan og vaxtarverkir: Byggða- og borgarlíf. II. Vit og strit: Atvinnu- og efnahagslíf. III. Búsæld og barningur: Fjölskyldulíf, líf bama, erfitt líf, ljúft líf. IV. Farsæld og fánýti: Siðferðislíf. Um hvert efhi fjölluðu nokkrir ffamsögumenn, síðan fóru fram pallborðsumræður og almennar umræður. Ráðstefnunum var sjónvarpað um höfúðborgarsvæðið í samvinnu við sjónvarpsstöð. Ahugahópar: I framhaldi af ráðstefnunum var efht til áhugahópa um efni þeirra og gátu ráðstefnugestir eða aðrir sem áhuga höfðu skráð sig í umræðuhópa sem fjölluðu um efnið á nokkrum fundum í ráðhúsi Reykjavíkur. Þess háttar hópar urðu til eftir þijár ráð- stefnanna. Hverfafundir: A tímabilinu frá mars til apríl hélt borgarstjóri níu hverfafúndi með íbúum höfuðborgar- innar. Auk hefðbundinnar dagskrár um málefni við- komandi hverfa var FRAMTÍÐARBORGIN kynnt, bæklingum dreift og fyrirspumum svarað varðandi hana og tekið við ábendingum. Félög: Akveðið var að leitast við að efna til umræðu um ffamtíð Reykjavíkurborgar í félögum sem starfa i borginni, og í því skyni var haft bréflegt samband við formenn allra foreldraráða i gmnnskólum, allra for- eldrafélaga í leikskólum, allra hverfasamtaka, allra safnaðarfélaga og allra stjómmálafélaga og þeir boð- aðir til tveggja kynningarfunda sem haldnir vom í ráð- húsi Reykjavíkur. A fúndunum var dreift kynningar- bæklingi, „Heilabrot", sem var umræðuefni til notkun- ar á fundum um framtíðarmálefni borgarinnar. For- menn vom beðnir að boða til fúnda í félögum sínum og taka efni bæklingsins til umræðu. Alls var höfðað til um 250 félaga og helmingur formanna þeirra kom á kynningarfúndina, og dijúgur hluti þeirra efndi síðan til eins eða fleiri fúnda í félögunum. Grunnskóli og tómstundamiðstöðvar: Leitast var við að efna til umræðu i grunnskólum meðal tíundu- bekkinga og i tómstundamiðstöðvum, það þótti mikil- vægt að unglingar, sem að fimmtán ámm liðnum hafa flestir nýlega stofnað heimili og hafið ævistarf sitt, tækju þátt í umræðunni um ffamtíðarþróun Reykjavík- ur. Þess vegna var öllum skólastjómm gmnnskóla og forstöðumönnum í æskulýðsstarfi borgarinnar skrifað og þeir beðnir að senda fúlltrúa á kynningarfúndi, sem haldnir vom með svipuðu sniði og með formönnum félaga. Þátttaka var fremur dræm af hálfú skólanna, en þeir sem komu á fúndina tóku vel við erindinu. 277

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.