Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 27
BRUNAVARNIR Línuhönnun hefur yfir að ráða fullkomnum hugbúnaði til brunahönnunar. Þar á meðal er tölvuforrit til að herma eftir rýmingu fólks úr byggingum. Forritið gerir kleift að meta tímann sem tekur að rýma bygginguna og finna hvar hætta er á að flöskuhálsar myndist og má þannig með hjálp þess finna bestu lausn á flóttaleiðum fyrir hverja byggingu. Á myndinni má sjá 2500 manns streyma í átt að út- göngum í stórverslun. starfs og sjá til þess aö nægilegt vatn fáist úr vatnsveitu bæjarins eða eftir öðrum leiðum. • Skipuleggja aðkomu og aðgerðir slökkviliðs í samráði við fúlltrúa þess. Skipulags- og samræm- ingarvinna Vinna sem þessi er í eðli sínu skipulags- og samræmingarvinna, enda gerir Línuhönnun yfirleitt eng- ar teikningar né deililausnir af brunavörnunum á þessu stigi. Ut- færslur eru í höndum þeirra verk- fræðinga og arkitekta sem hanna viðkomandi byggingar og einstaka hluta þeirra, t.d. burðarvirki, lagnir, slökkvikerfi, viðvörunarkerfi, reyk- lúgur og blásara. Hver hönnuður er ábyrgur fyrir sínu verki en bruna- hönnuðurinn er til taks sem ráðgef- andi aðili og á að sjá til þess að ein- stakir hlutar verki rétt saman og skapi það heildaröryggi sem að er stefnt. Yfirsýn hans á að verða til þess að tryggja að fjárfesting í brunavörnum skili sér í þeim að- gerðum sem skila árangri en hitt sé sparað sem sýna má fram á að komi ekki að notum. Nýtt verklag - ný reglu- gerö Þetta verklag er nokkur nýlunda en er að ryðja sér til rúms hér á landi og mun verða almennt viðhaft við hönnun stærri bygginga í ffam- tíðinni. Áður tíðkaðist oft, og tíðkast reyndar enn, að hönnuðir leituðu til sérfræðinga eldvarnaeftirlits og Brunamálastofnunar sem sögðu hönnuðunum nánast hvemig bygg- ingin „ætti“ að vera. Þó að þetta sé handhægt í smærri málum er þörf fyrir allt aðrar aðferðir í stærri og flóknari byggingum. Hið nýja verk- lag stuðlar að því að skerpa skilin milli hönnuða og hins opinbera eft- irlits og afmarka betur ábyrgðarsvið hvers um sig. Árangurinn ætti að skila sér í betri og ömggari bygg- ingum og betri nýtingu fjármuna. Byggingarreglugerðin nýja, sem gefin var út 1998, opnar nýja mögu- leika á að beita nútímalegum aðferð- um við hönnun brunavama. Bmna- málareglugerðin gamla ffá 1978 hef- ur verið numin úr gildi og ákvæði um brunavamir felld inn í bygging- arreglugerðina. Eins og í gömlu reglugerðinni em settar fram kröfúr um brunavamir fyrir „venjulegar" byggingar af mismunandi gerðum, eins og verslanir, skóla, hótel og samkomuhús. Jafnframt er gefinn kostur á að víkja þessurn kröfum til hliðar með því að sýna fram á að sambærilegu öryggi sé náð með öðr- um aðgerðum. Þar kemur bruna- verkfræðin til sögunnar. 28 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.