Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 36
MENNINGARMÁL Húsakynni Náttúrustofu Norðurlands vestra í „Gamla barnaskólanum" við Aðalgötu 2. Hann var byggður árið 1908, hefur nú verið endurbyggður og er miðbæ Sauðárkróks til mikillar prýði. sóknir, bæði hjá almenningi og vis- indamönnum. c. að stuðla að ceskilegri landnýt- ingu, náttúruvernd og frœðslu um umhverfismál bœði fyrir al- menning, jyrirtæki og í skólum á Norðurlandi vestra. Skal í þessu sambandi hafa náið samstarf við starfsmenn annarra stofnana sem vinna að sömu málum. Eitt af hlutverkum náttúrustof- anna er að veita almenningi, fyrir- tækjum og skólum fræðslu um æskilega landnýtingu, náttúruvemd og ekki síst ffæðslu um umhverfis- mál. Samkomulag er milli Náttúru- stofú Norðurlands vestra og Sveitar- félagsins Skagafjarðar og Akra- hrepps að stofan veiti opinberum aðilum innan sveitarfélagsins, t.d. skólum, fræðslu og ráðgjöf í formi fyrirlestra, verkefna eða aðstoðar við sýningar. Á móti kemur að Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur leggja til fé i rekstur stofunnar. Æskilegt er að komast að samkomulagi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra vegna slíkrar þjónustu, ef þau óska eftir henni, en eru ekki tilbúin að taka fúllan þátt í rekstri stofúnnar. Stefnt er að því að á vegurn Nátt- úrustofu Norðurlands vestra verði reglubundin fræðsluerindi um hin ýmsu efni innan náttúmvísindanna yfir vetrarmánuðina, þar sem starfs- menn stofúnnar og utanaðkomandi vísindamenn greina frá rannsóknar- verkefnum sínum, eða verði með kynningar á hinum ýmsu málefnum á þessu sviði. Það leikur enginn vafi á því að það er mikill áhugi fyrir náttúmffæði og umhverfismálum og svona starfsemi getur verið mikil lyftistöng fyrir þá einstaklinga sem áhuga hafa á náttúruvísindum innan héraðs. d. að veita frœðslu um náttúnifrœði og aðstoða við gerð náttúnisýn- inga á Norðurlandi vestra. Náttúrustofa getur komið með ýmsu móti að fræðslumálum um náttúmfræði innan sveitarfélaganna. Til dæmis kennir forstöðumaður stofúnnar á Norðurlandi vestra jarð- ffæði í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Mikilvægt er að nýta slíka sérþekkingu á sem víð- tækastan hátt innan fjórðungsins. Þótt náttúmstofan sé á Sauðárkróki er án vafa hægt að finna leiðir til að veita skólum og öðrum aðilum í fjórðungnum þjónustu hennar. Hvað varðar aðstoð við gerð nátt- úrusýninga þá getur stofan komið þar að. Mikilvæg er að tengja nátt- úmstofúr við uppbyggingu náttúm- gripasafna og em möguleikar í því sambandi miklir. e. að veita sveitarfélögum á Norð- urlandi vestra umbeðna aðstoð og ráðgjöf á verksviði stofunnar, m.a. vegna verndar og nýtingar náttúrulegra auðlinda, skipu- lagsmála og mats á umhverfis- áhrifum framkvcemda, enda komi greiðsla fyrir. Mikilvægt er fyrir sveitarfélög að hafa aðgang að sérfræðiþekkingu varðandi náttúmfræði og umhverfis- mál. Þessi málaflokkur verður sífellt umfangsmeiri og nægir þar að nefna að meta þarf umhverfisáhrif helstu framkvæmda, skipulagsáætlanir verða að taka mið af náttúm og um- hverfi og sveitarfélög em mörg að vinna að Staðardagskrá 21. Það verður því sifellt mikilvægara fyrir sveitarfélögin að hafa í heimahéraði fagstofnun sem mark er tekið á, auk þess sem fjölgun í störfum í landinu vegna þessara verkefna verður þá dreift um landið. Mannahald og fyrirhuguö verkefni Náttúrustofu Noróurlands vestra Fyrstu mánuðimir í sögu Náttúm- stofú Norðurlands vestra á Sauðár- króki hafa farið að mestu leyti í að byggja upp starfsemi stofunnar og kynna hana jafnt innanlands sem utan. Lítill tími hefur gefist til að stunda rannsóknir að einhveiju ráði, en það stendur þó til bóta því nýr starfsmaður hefúr hafið störf á stof- unni frá og með 18. október. Mjög mikilvægt er fyrir stofuna að geta ráðið til sín starfsmenn eins fljótt og auðið er til að efla starfsemi hennar. Ekki er þó nauðsynlegt að starfs- 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.