Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 26
BRUNAVARNIR Brunatæknileg ráðgjöf Arni Amason byggingarverkfrœðingur, Línuhönnun Brunavarnir eru alvörumál Tjón af völdum eldsvoða nema oft miklum íjárhæðum. Hundruð eða þúsundir manna geta verið í einni byggingu þegar eldur verður laus. Má t.d. nefna skóla, menning- arhús ýmiss konar, verslanir og verksmiðjur. Við undirbúning stór- bygginga eða húsa þar sem umtals- verður manníjöldi kemur saman er nauðsynlegt að einn aðili með sér- þekkingu á brunavömum hafi yfir- umsjón með öllu þvi er lýtur að brunavörnum byggingarinnar og beri á þeirn ábyrgð gagnvart bygg- ingaryfirvöldum. Nú á tímum er þess yfirleitt krafist að slíkur aðili sé tiltækur þegar stórbyggingar eru hannaðar. Fyrirtæki sem starfa í samkeppn- isumhverfí mega ekki við því að tapa fasteignum og tækjum í elds- voða. Þó að tryggingar kunni að bæta efnislegt tjón getur það tekið mánuði eða ár að vinna upp glataða markaði og viðskiptavild. Því er áriðandi að standa þannig að örygg- ismálum að hættan á óbætanlegu tjóni verði sem allra minnst. Stór verkefni og smá Verkffæði- og ráðgjafarfyrirtækið Línuhönnun hefur leyst margvísleg slík verkefni af hendi og hefur Ámi Ámason verkffæðingur haff umsjón með þeim sl. þrjú ár. Ámi er bygg- ingarverkfræðingur og hefur aflað sér viðtækrar sérþekkingar í bmna- verkffæði og bmnahönnun og hefur langa reynslu af ráðgjafarstarfsemi á því sviði. Hann starfaði hjá Bmna- málastofnun um hríð. Hjá Línu- hönnun hefur hann haft umsjón með bmnatæknilegum verkefnum, svo sem úttekt, hönnun og áætlun um endurbætur bmnavama hjá Fiskiðj- unni Skagfirðingi á Sauðárkróki og brunahönnun í stærstu verslunar- miðstöð landsins, Smáralind í Kópavogi. I mörg horn að líta I mörgum hinna stærri verkefna þarf m.a. að setja ffam þær forsend- ur sem öryggiskerfí bygginga eru hönnuð eftir og fylgja því eftir í samstarfi við aðra hönnuði að hönn- unin sé í samræmi við forsendumar þannig að heildaröryggið sé full- nægjandi. Efnisatriði em m.a. þessi: • Ákvarða þarf hvaða hönnunar- staðla á að nota, bæði fyrir heild- arhönnun og einstök kerfi. • Ákvarða Qölda fólks og skipu- leggja rýmingarleiðir í samráði við arkitekta hússins. • Akvarða bmnahólfun og bmnaþol burðarvirkja. • Skilgreina hönnunarbruna og reikna útbreiðslu elds og reyks og hönnunarstærðir reyklosunar- kerfa. • Reikna rýmingu fólks út úr bygg- ingunni og sýna fram á að allir komist til ömggs staðar áður en hættuástand skapast. • Ákvarða hvaða öryggiskerfi em nauðsynleg og bera saman val- kosti um mismunandi lausnir. • Ákvarða áhættuflokka og aðrar forsendur fyrir hönnun úðakerfa og viðvömnarkerfa og neyðarlýs- ingar. • Reikna þörf fyrir vatn til slökkvi- Meðal brunahönnunarverkefna Línuhönnunar eru brunaöryggismál hinnar nýju versl- unarmiðstöðvar, Smáralindar í Kópavogi. 280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.