Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 54

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 54
ERLEND SAMSKIPTI Beykitré er of mikil freisting fyrir hraustan bæjarstjóra. Og Sigurður Geirdal fær mynd af sér. Unnar Stefánsson tók myndirnar með greininni nema myndina af herragarðinum sem er tekin úr kynningarriti. þjónustu- og upplýsingasviðs. • Frá félagsmálaráðuneytinu Her- mann Sæmundsson deildarsér- fræðingur. • Frá Homaíjarðarbæ Garðar Jóns- son bæjarstjóri. • Frá Kópavogsbæ Sigurður Geir- dal bæjarstjóri og Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi. • Frá Mosfellsbæ Anna Guðrún Bjömsdóttir bæjarritari. • Frá Reykjanesbæ Kjartan Már Kjartansson og Jónína A. Sanders bæjarfulltrúar. • Frá Reykjavíkurborg borgarfull- trúamir Hrannar B. Amarsson og Kjartan Magnússon og Gunnar Eydal skrifstofustjóri. • Frá Rangárvallahreppi Guðmund- ur Gunnlaugsson sveitarstjóri. • Frá verkfræðistofunni VSÓ-Ráð- gjöf EHF. Þorbergur Karlsson verkfræðingur • Frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga Gunnlaugur Júlíusson hag- fræðingur og Unnar Stefánsson ritstjóri. Er skemmst frá því að segja að hópurinn átti saman einkar skemmtilega og fróðlega daga í sól og sumaryl á jóskri gmnd, innan og utan ráðstefhusala. Að hætti íslend- inga sýndi hópurinn gott úthald og ástundunarsemi og fór „vinnudagur- inn“ langt ffam yfir evrópska staðla! Sveitarstjórnarskólinn í Grená Eftir lok ráðstefnunnar fór hluti af hópnum, og þar á meðal ég, ásamt fulltrúum úr verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga og frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga og kynntum okkur sveitarstjómarskóla sem rekinn er í Grená á Norður-Jót- landi, „Den kommunale höjskole". Lengi hefur verið um það rætt með- al áhugasamra íslenskra sveitar- stjórnarmanna að skoða þennan skóla og þótti tilvalið að nota tæki- færið þar sem skólinn er ekki langt ffá Horsens. Er skemmst ffá því að segja að við urðum mjög hrifin af því sem við sáum þar. Skólinn er rekinn sem sjálfseignarstofnun og standa námskeiðsgjöld alfarið undir rekstri hans. Stjórn skólans skipa fulltrúar sveitarfélaga og amta í Danmörku. Skólinn leggur aðal- áherslu á að bjóða upp á stutt nám- skeið sem þjóna þörfurn sveitarfé- laga og amta á hverjum tíma. Þriggja daga námskeið em algeng- ust, en skólinn skipuleggur líka eins árs nám með starfi sem haldið er á ýmsum stöðum í Danmörku, „kommunom“ nám. Skólinn er ætl- aður bæði sveitarstjómarmönnum og stjórnendum og sérfræðingum sem starfa hjá sveitarfélögum og ömtum. Nokkuð er um að sveitar- stjómarmenn og starfsmenn sveitar- félaga utan Danmerkur sæki nám- skeið í skólanum. Meðalkostnaður við námskeið em um 15.000 ísl. kr. fyrir sólarhringinn og er þá fæði og húsnæði innifalið. Með lækkandi fargjöldum er það raunhæfur mögu- leiki að íslendingar geti notfært sér námskeið skólans en það er að mínu mati vandamál hér á landi að skort- ur er á hæfum leiðbeinendum sem em sérfróðir um málefni sveitarfé- laga og almenn námskeið nýtast off ekki nægilega vel. Er áhugasömum bent á veffangið www.dkh.dk til að leita sér nánari upplýsinga. B.Þ. VERKPRÝÐI Björgvin Þorvarðar Smágröfur Hita- og hellulagnir Gámaþjónusta Fleygun og fráakstur GSM 894 6160 Sími: 587 3184 Fax: 587 3186 308

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.