Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 16
FRÆÐSLUMÁL Grunnskólinn í upphafi nýrrar aldar Breytt stjórnskipulag í grunnskólum Bragi Michaelsson, formaður skólanefndar Kópavogsbœjar Um þessar mundir stöndum við enn á tímamótum hvað varðar grunnskólann í landinu. Árið 1996 var grunnskólinn fluttur til sveitarfélaganna með alla stjómsýslu og rekstur. Margir vom þá og em ef til vill enn þeirrar skoðunar að þetta hafi ekki verið rétt skref í samskiptum rikis og sveitarfélaganna. í mínum huga er enginn vafi á að þetta var rétt skref og hefur tekist mjög vel, að minnsta kosti þar sem ég þekki til. En mikil- vægt er að gott samstarf takist milli sveitar- stjómarmanna og skólastjórnenda, kennara og annarra starfsmanna og að trúnaður ríki um ffamkvæmd stefnu- markmiða og rekstur skólanna og vinnuna sem nú hlýtur að vera á allra næsta leiti við að marka framtíðarskipulag í gmnnskólum. Rekstur sveitarfélaga Þegar rætt er um stjórnskipulag grunnskólans og breytingar á þeirri uppbyggingu verður ekki hjá því komist að minnast nokkuð á rekstur sveitarfélaga. Við yfirfærslu á grunnskólanum til sveitarfélaga varð mikil aukning á rekstri þeirra og hjá stærri sveitarfélög- unum eins og Kópavogi taka skólamálin nú um 47% af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins. Dreifingu á útgjöldum sveitarfélaga má sjá t.d. í Kópavogi og er skipting hennar sem hér segir á árinu 2000: Skóla- og menningarmál em um 50%, leik- skólar um 14%, önnur félagsþjónusta um 11% og öll önnur útgjöld um 25% . Þá er hér að neðan sýnt á skífúriti hvemig tekjur hinna fjölmennari sveitarfélaga skiptast. í minni sveitarfélögum vigtar Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga miklu meira og nú hefur verið ákveðið að draga úr fasteignagjöldum á lands- byggðinni. Skipting tekna fjölmennari sveitarfélaganna á árinu 2000. Menn hafa og deilt nokkuð um það hvort við yfirfærsl- una hafi sveitarfélögunum verið tryggðar nægar tekjur til að mæta þessu stóra verkeftii. Síðastliðið vor var Olafúr Darri Andrason fenginn til að endurmeta þetta af hálfú Sambands íslenskra sveitar- félaga og skilaði hann skýrslu í júnímánuði sl. Þótt eitthvað hafi hallað á sveitarfélögin i þessum efh- um er ljóst að það hefúr ekki ráðið úrslitum um það að sveitarfélögin hafa látið mun meira fjármagn í gmnn- skólann á liðnum fjómm ámm en áður var gert af hálfú ríkisins. 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.