Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 55
ERLEND SAMSKIPTI Nýir straumar í rekstri sveitarfélaga - Punktar ffá 24. INTA-ráðstefnunni sem haldin var í Bergen í Noregi 18.-22. júní 2000 Jónas Egilsson, fmmkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvœðinu Eftirfarandi samantekt er ffá ráð- stefnu sem greinarhöfundur sótti f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfiiðborg- arsvæðinu (SSH) og haldin var á vegum ÍNTA-samtakanna í Bergen í Noregi dagana 18.-22. júní sl. Framsöguerindi á ráðstefhunni voru vel á níunda tug. Þátttakendur voru 356 ffá 74 löndum úr öllum heims- álfum. 1. HvaöerlNTA? INTA eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að auka sam- skipti og upplýsingastreymi milli aðila samtakanna um þróun borgar- svæða í heiminum. Þau voru stofh- uð f París árið 1974 og njóta viður- kenningar Sameinuðu þjóðanna sem „samtök sem ekki stefna að fjár- hagslegum hagnaði“ („non-profit“- samtök). Aðilar að INTA eru sam- tök sveitarfélaga, borgarsvæði, ein- stök sveitarfélög, ríkisstofnanir, ein- staklingar og fyrirtæki sem starfa í tengslum við sveitarfélög á einhvem hátt. Markmið INTA er m.a. skil- greint sem eftirfarandi: 1. Vettvangur upplýsingaöflunar og samskipta með upplýsingar um jákvæða þróun borgarsvæða. 2. Þátttaka í umræðu um þróun þétt- býlis. 3. Kynning á einkaframkvæmdum („Public-private Partnership"). Til að vinna að þessum markmið- um standa samtökin fyrir ráðstefn- um, námskeiðum og fyrirlestrum um heim allan og dreifa upplýsing- um til aðila sinna. Ein slík ráðstefna var haldin í Bergen í Noregi eins og áður segir og verða henni gerð skil í þessari grein. Til viðbótar veita samtökin einstökum aðildarsveitar- félögum ráðgjöf varðandi fram- kvæmd stefhumála og þróun. 2. Almennt um 24. INTA-ráöstefnuna Ráðstefnan var yfirgripsmikil og stóð hún ffá mánudeginum 19. júní til og með fimmtudeginum 22. júní. Eftirtaldir málaflokkar voru m.a. teknir til umræðu: • Borgir í ljósi alheimsvæðingar. • Hvemig borgarsvæði virkar sem ein heild/samþáttun einstakra svæða. • Samþáttun mismunandi hluta borgarsvæða. • Hvernig mismunandi borgar- svæðiÆorgarhlutar geta bætt hver annan upp. • Hlutverk „tengiborga“ (borga sem liggja við aðalsamgönguæð- ar) við grannsveitarfélög. • Umhverfisvemd í borgum. • Hlutverk borga og borgarsvæða. • Húsnæðismál, þ.e. hvort húsnæð- isffamboð sé í samræmi við tekjur fólks á viðkomandi svæði. • Viðbrögð einkageirans við nýrri þróun borga. • Stjómun eða stjómvald í nútíma- borgarsamfélagi. • Ráðstefnunni lauk með umræðu um framtíðarborgarsamfélag í ljósi stöðugt vaxandi alheimsvæð- ingar samfélagsins. 3. Ágrip úr þremur erindum Hér fer á eftir stutt samantekt úr þremur athyglisverðum erindum sem flutt voru. Ekki er hér um að ræða tæmandi lýsingu á efni erind- anna heldur ágrip. „Hannoversvæðið - samstarfs- svæði“ Dr. Axel Priebs, skipulagsdeild á Hannoverborgarsvæðinu, Þýska- landi: A Hannoversvæðinu býr um 1,1 milljón íbúa á svæði sem er um 2300 km2. I Hannoverborg, sem er höfuðborg Neðra-Saxlands, búa um 530.000 manns. Á svæðinu um- hverfis borgina eru 20 sveitarfélög að íbúafjölda 14-65 þúsund hvert. Á áhrifasvæði Hannoverborgar búa um 2,3 milljónir manns. Skipulags- samtök Hannoversvæðisins hófu starfsemi sína árið 1963, en til hennar var stofnað með lögum frá árinu áður. Á árinu 1970 færðust al- menningssamgöngur á svæðinu undir stjórn skipulagssamtakanna og síðar á áttunda áratugnum var 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.