Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Síða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Síða 55
ERLEND SAMSKIPTI Nýir straumar í rekstri sveitarfélaga - Punktar ffá 24. INTA-ráðstefnunni sem haldin var í Bergen í Noregi 18.-22. júní 2000 Jónas Egilsson, fmmkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvœðinu Eftirfarandi samantekt er ffá ráð- stefnu sem greinarhöfundur sótti f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfiiðborg- arsvæðinu (SSH) og haldin var á vegum ÍNTA-samtakanna í Bergen í Noregi dagana 18.-22. júní sl. Framsöguerindi á ráðstefhunni voru vel á níunda tug. Þátttakendur voru 356 ffá 74 löndum úr öllum heims- álfum. 1. HvaöerlNTA? INTA eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að auka sam- skipti og upplýsingastreymi milli aðila samtakanna um þróun borgar- svæða í heiminum. Þau voru stofh- uð f París árið 1974 og njóta viður- kenningar Sameinuðu þjóðanna sem „samtök sem ekki stefna að fjár- hagslegum hagnaði“ („non-profit“- samtök). Aðilar að INTA eru sam- tök sveitarfélaga, borgarsvæði, ein- stök sveitarfélög, ríkisstofnanir, ein- staklingar og fyrirtæki sem starfa í tengslum við sveitarfélög á einhvem hátt. Markmið INTA er m.a. skil- greint sem eftirfarandi: 1. Vettvangur upplýsingaöflunar og samskipta með upplýsingar um jákvæða þróun borgarsvæða. 2. Þátttaka í umræðu um þróun þétt- býlis. 3. Kynning á einkaframkvæmdum („Public-private Partnership"). Til að vinna að þessum markmið- um standa samtökin fyrir ráðstefn- um, námskeiðum og fyrirlestrum um heim allan og dreifa upplýsing- um til aðila sinna. Ein slík ráðstefna var haldin í Bergen í Noregi eins og áður segir og verða henni gerð skil í þessari grein. Til viðbótar veita samtökin einstökum aðildarsveitar- félögum ráðgjöf varðandi fram- kvæmd stefhumála og þróun. 2. Almennt um 24. INTA-ráöstefnuna Ráðstefnan var yfirgripsmikil og stóð hún ffá mánudeginum 19. júní til og með fimmtudeginum 22. júní. Eftirtaldir málaflokkar voru m.a. teknir til umræðu: • Borgir í ljósi alheimsvæðingar. • Hvemig borgarsvæði virkar sem ein heild/samþáttun einstakra svæða. • Samþáttun mismunandi hluta borgarsvæða. • Hvernig mismunandi borgar- svæðiÆorgarhlutar geta bætt hver annan upp. • Hlutverk „tengiborga“ (borga sem liggja við aðalsamgönguæð- ar) við grannsveitarfélög. • Umhverfisvemd í borgum. • Hlutverk borga og borgarsvæða. • Húsnæðismál, þ.e. hvort húsnæð- isffamboð sé í samræmi við tekjur fólks á viðkomandi svæði. • Viðbrögð einkageirans við nýrri þróun borga. • Stjómun eða stjómvald í nútíma- borgarsamfélagi. • Ráðstefnunni lauk með umræðu um framtíðarborgarsamfélag í ljósi stöðugt vaxandi alheimsvæð- ingar samfélagsins. 3. Ágrip úr þremur erindum Hér fer á eftir stutt samantekt úr þremur athyglisverðum erindum sem flutt voru. Ekki er hér um að ræða tæmandi lýsingu á efni erind- anna heldur ágrip. „Hannoversvæðið - samstarfs- svæði“ Dr. Axel Priebs, skipulagsdeild á Hannoverborgarsvæðinu, Þýska- landi: A Hannoversvæðinu býr um 1,1 milljón íbúa á svæði sem er um 2300 km2. I Hannoverborg, sem er höfuðborg Neðra-Saxlands, búa um 530.000 manns. Á svæðinu um- hverfis borgina eru 20 sveitarfélög að íbúafjölda 14-65 þúsund hvert. Á áhrifasvæði Hannoverborgar búa um 2,3 milljónir manns. Skipulags- samtök Hannoversvæðisins hófu starfsemi sína árið 1963, en til hennar var stofnað með lögum frá árinu áður. Á árinu 1970 færðust al- menningssamgöngur á svæðinu undir stjórn skipulagssamtakanna og síðar á áttunda áratugnum var 309

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.