Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 44
FÉLAGSMÁL til eins árs: Pétur Sveinbjarnarson formaður, Gísli Hendriksson vara- formaður, Valgeir Ástráðsson, Anna Sveinbjörnsdóttir og Sigurbjörn Magnússon. Endurskoðandi Sólheima er Þor- steinn Haraldsson, löggiltur endur- skoðandi. Lögfræðilegur ráðgjafí Ólafur G. Gústafsson hæstaréttar- lögmaður. Tveir einstaklingar hafa verið kjörnir heimilisvinir Sól- heima, Gunnar Ásgeirsson stór- kaupmaður og Tómas Grétar Óla- son verktaki. Skolpið hreinsað með plöntum Byggt hefur verið á Sólheimum náttúrulegt hreinsivirki, svokallað tilbúið votlendi (constructed wetlands), það fyrsta sinnar tegund- ar á íslandi. Ákveðið var að gera til- raun á virkni náttúrulegs fráveitu- kerfis við íslenskar aðstæður. Lögð var um 200 m lögn að nýju hreinsi- virki. Þar var komið fyrir nýrri rot- þró. Eftir forhreinsun f rotþrónni (fyrsta hreinsiþrep) taka við fjórir reitir af tilbúnu votlendi (annað hreinsiþrep) þar sem mismunandi plöntur eru reyndar við mismunandi skólprennsli. Afrennslið ffá reitnum er leitt í læk sem þama rennur. í til- rauninni gefst tækifæri til að reyna nokkrar mismunandi tegundir ís- lenskra votlendisplantna og útkom- an mun nýtast við hönnun og gerð tilbúinna votlenda í fullri stærð fýrir íslenskar aðstæður. Votlendi sem vistkerfi taka upp mikið magn nær- ingarefha vegna mikillar framleiðni og geta þannig dregið úr mengun af völdum áburðarefna, t.d. í skólp- vatni. Þennan eiginleika er hægt að nýta við hreinsun fráveituvatns á vistvænan, einfaldan og ódýran hátt. Virkni (afkastageta) tilbúins vot- lendis byggist að stórum hluta á þeirn plöntum sem í því vaxa. I til- búnu votlendi myndast fljótlega vistkerfi sem samanstendur af plönt- um, örverum og smádýrum. Það getur því fallið inn í landslagið og orðið hluti nálægs vistkerfis, en jafnframt nýst við hreinsun ffáveitu- vatns. Plöntutegundir sem reyndar eru: tjamarstör, mýrastör, gulstör, hófsóley, flóðapuntur og Phragmites communis. Allar þessar tegundir em algengar í votlendi um allt land nema flóðapuntur sem að- eins finnst á Suðurlandi og Phragmites, sem er erlend tegund sem finnst í landi Sólheima. Verkið er unnið í samvinnu við verkfræði- stofuna Hönnun, sem sá um alla hönnun kerfisins, Iðntæknistofnun og Líffræðistofnun Háskólans með styrk úr umhverfissjóði Rannsókn- arráðs íslands. Kostnaður við þessa ffamkvæmd nemur nú þegar um tíu milljónum króna. Draumsýn Sesselju Þegar Sesselja var við nám er- lendis árið 1928 skrifaði hún hjá sér í stílabók hugmyndir sinar og drauma: Mín jörð Stóra jörð og mikið bú. Með lœk, fossi og hventm. Hita upp með hvemum og sjóða í hveravatni. Bygging; Fá lán hjá bcenum; Byggja fyrst hús sem ég seinna get notað fyrir verkstœði. Þroska og œfa kraftana þar. Verkstœði og búð á bœnum. Byrja strax að útbúaýmsa handa- vinnu. Hafa stúlku við það. Skerma úr ýmsum efnum, silki, voal og vefnaði, basti og pappír. Búa til töskur, toilettpúða, tehett- ur, sófapúða, myndaalbúm, bóka- hnífa, tedósir, sígarettukassa, ser- vettuhringi o.fl. Tinvinna Blómaglös, kassa, lampa, ávaxta- skálar. Kaupa teikningar og innramma sjálf. Listarfrá Kaupmannahöfh og Þýskalandi. Tágaverkstæði; Hafa einn mann sem getur útbúið allt sem hœgt er að útbúa úr tágum, borð, stóla, bekki, blómaborð, saumaborð og körfur. Selja blóma- körfur. Láta verksmiðju smíða lampafœt- ur. Pólera sjálf. Láta verksmiðju smíða legubekks- grindur. Hafa þá með mdr með heimaofnu. Skaffa eða hafa góða legubekki. Selja allt í herbergi fyrir ein- hleypt fólk. Hafa allt heimaofið, einfalt en þó smekklegt. Hafa útstillingar i Reykjavík. Prjónavél, vefstóll; Hafa stúlku sem getur prjónað, saumað og ofið. Taka hjálp þegar á liggur eða hafa fleiri þegar það borgar sig. Selja mublufóður, dúka, vegg, dyra- og gluggatjöld. Fyrirjólin; Hafa alltaf miklar útstillingar, basar, bögglauppboð. Hafa alltaf miklar auglýsingar þegar útlendingar koma. Tungumál. Verð, má til! Búið; Hafa búskapinn sér. Hafa vinnufólkið mest á bœnum. Hafa vinnustofurnar þar. Hœnsnarækt; Byggja stórt hænsnahús fyrir hundrað. Kaupa og safna voreggjum. Geyma i „ wasser glasser “. Selja að haustinu. Hafa sumargesti og börn. 298

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.