Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 11

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 11
FRÆÐSLUMÁL Innréttingar í Heiðarskóla Kjartan Jónsson innanhússarkitekt FHI Áður en sjálft hönnunarstarfið hófst var farið í upplýsingaleit í fjölmarga samsvarandi skóla bæði heima og erlendis. Safhað var saman áliti og skoðunum kennara hverrar námsgreinar og tilheyrandi aðstaða ljósmynduð í hverjum skóla um sig. Með þessu móti safnaðist mikill fróðleikur frá fyrstu hendi, sem nýttist vel í hönnunarstarfinu og ekki síður til að forðast agnúa, sem sums staðar var bent á að betur mætti fara. Ráðinn var skólastjóri að skólanum, Árný Inga Pálsdóttir, meðan hann var enn á teikni- borðinu og hófst strax samvinna við hana um alla þætti innréttinga og húsgagna. Um þetta leyti var umræða um gjörbreytingu skólahús- gagna í þá veru að nota háa stóla og borð í kennslustofum. Þar sem lítil eða engin reynsla var komin hérlendis á þeim var lagt upp í skoð- unarferð til Danmerkur og Svíþjóðar. Eftir ábendingar og skoðanir þeirra sem reynslu höfðu og til þekktu var ákveðið að velja þessa gerð og hefur hún reynst mjög vel í alla staði. Húsgögnin eru stillanleg í hæð og eru talin mun heilsusamlegri bæði fyrir kennara og nemendur. Innréttingar í almennar kennslustofur voru sérsmíðaðar og nokkuð rúmar. Hver nemandi hefur sinn opna skúffubakka og skápar eru rúmgóðir og lokanlegir. í skólunum sem skoð- aðir voru hafði borið á því að í sumum þeirra, jafnvel nýbyggðum, hefði spamaðarhnífnum verið beitt við innréttingar í skólastofum, enda komið að síðasta hluta ffamkvæmda, en síðar gerðar ósamstæðar neyðarráðstafanir til að bæta skaðann. í sérkennslustofum voru bæði sérsmíðaðar innréttingar og aðkeyptar, eftir því sem henta þótti í hveiju tilviki. Haft var að leiðarljósi að innréttingar væm notadrjúgar og uppfylltu þær kröfur sem kennarar gerðu til vinnuaðstöðu í skólanum. Segja má að allt samstarf hönnuða og þeirra sem að byggingunni stóðu hafi geng- ið sérstaklega vel. Upplýsingar og ábendingar ífá fagfólkinu sjálfu innan skólakerfisins höfðu afgerandi áhrif á hönnun alls búnaðar. í miðrými skólans er félagsaðstaða sem tengist göngugötunni og nemendur matast einnig. Við félagsrými, sem að hluta til er á lægra gólfi (dansgólf), er stórt svæði til ýmissa nota sem hægt er að draga tjald fyrir. Op milli hæða og stór þakgluggi skapar vítt og bjart miðrými skólans. 265

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.