Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Síða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Síða 25
STJÓRNSÝSLA vinna þarf að með markvissum hætti eigi þau að verða að veruleika (aðgerðabinding). 6 Útfærsla. Þá er komið að fagnefndum og stofnunum borgarinnar að tilgreina markmið sem eru á færi stofh- Bæklingar sem borgin gaf út um verkefnið. unarinnar og leiða til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika, m.ö.o. að lýsa því hvern þátt viðkomandi nefnd eða borgarstofnun ætlar að eiga í hinni sameigin- legu stefnu borgarinnar til framtíðar. 7 Kynning og afgreiðsla. Gert er ráð fyrir að á önd- verðu árinu 2001 verði gefínn út bæklingur með tillög- um um framtíðarsýn og útfærslu einstakra nefnda og borgarstofnana á henni, þar sem gerð verði grein fyrir áherslum í starfsemi borgarinnar á næstu fímmtán árum. Borgarbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við þessa tillögu, en að þeim fengnum verði stefna Reykja- víkurborgar um þjónustu og ímynd borgarinnar til næstu fimmtán ára afgreidd með einhveijum hætti. Eins og fram hefur komið er verkefhi þetta statt í hálf- leik. Þegar er orðið ljóst að unnt er að draga af því margs konar lærdóma; um framtíðina, áhyggjuefni fólks og óskir, en ekki síður lærdóma um leiðir, færar og ófærar, til þess að hleypa nýju lífi í dálítið þreytt lýðræði og efna til samræðu milli sveitarstjómar og íbúa. 279

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.