Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 56

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 56
ERLEND SAMSKIPTI skipulagssamtökunum breytt í svæðissamtök sveitarfélaganna á Hannoversvæðinu (Kommunalver- band Grofiraum Hannover). Sam- tökin hafa nú í umsjón sinni fjögur svæðisbundin verkefni, almennings- samgöngur, svæðisskipulag, efna- hagsþróun og skipulagningu afþrey- ingarúrræða. Samtökin eiga hlut í eða að öllu leyti nokkur fyrirtæki og stofnanir, þ.m.t. dýragarð og Heims- sýninguna o.fl. Samstarf sveitar- félaganna á Hannoversvæðinu nær einnig til fjölmargra annarra verk- efna, enda hefur samstarf verið að þróast þar í tæp 40 ár. Nú er verið að endurskoða sam- eiginlega stjómun svæðisins. Mark- miðið er að auka samkeppnishæfhi þess í samanburði við önnur borgar- svæði i Þýskalandi og víðar. Einnig er ætlunin að gera stjórnsýsluna gagnsærri og skilvirkari auk þess að ná fram hagræðingu í rekstri sveitar- félaganna. Viðbótarverkefni verða flutt undir hina sameiginlegu stjóm, þ.m.t. umhverfis- og náttúmvemd, meðferð sorps, iðnskólar, heilsu- gæsla og sjúkrahús, tengibrautir á svæðinu og félagsþjónusta. Stefnt er að því að ný löggjöf frá þinginu í Neðra-Saxlandi um stjórnsýslu Hannoversvæðisins öðlist gildi árið 2001 og að kosningar til nýrrar sam- eiginlegrar stjómar verði ári síðar. Stjómsýsla svæðisins er enn í skoð- un en stefnt er að því að fulltrúar í yfirstjóm, það er e.k. borgarstjóm, verði kosnir beinni kosningu. Skip- uð verður framkvæmdastjórn, en þar mun svæðisformaður verða kos- inn beinni kosningu. Annað mál, sem er verið að leysa, er samskipti sveitarfélaga á Hannoversvæðinu við aðliggjandi sveitarfélög, sem em á bilinu 25-40 km frá Hannover. Mynduð voru tengsl við þessi sveitarfélög vegna Heimssýningarinnar og er nú verið að efla þetta samstarf sem felur í sér samstarf stjórnmálamanna á sviði ferðamála, samgangna, markaðs- setningar svæðisins og samstarf sem miðar að því að hemja vöxt stórra verslunarkjama. Gagnkvæmt traust aðila er nauðsynlegt til þess að sam- vinna og samstarf þróist og nauð- synlegt er að gefa þessari þróun tíma. Til þess að ná árangri við þró- un svæðisins er nauðsynlegt að sameiginlegt skipulag og fram- kvæmd þess sé á einni hendi. „Viðbrögð einkageirans við breytilegum borgum“ Michael Maruenda, fram- kvæmdastjóri erlendra samskipta SAUR Intemational, Saint-Quient- en-en-Yvelines, Frakklandi, flutti erindi, er nefna mætti Viðbrögð einkageirans við breytilegum borg- um (The Private Sector Response to Dynamic Cities). Á sama hátt og samstarf nær i auknum mæli yfir landamæri ríkja er samstarf sveitarfélaga að taka breytingum. Ljóst er að sveitarfé- lagamörkin em ekki ætíð hagkvæm- ustu þjónustumörkin. Þetta á t.d. við um málaflokka eins og söfnun og ffágang úrgangs, frárennslismál, al- menningssamgöngur, listir, afþrey- ingu, rafræn samskipti og atvinnu- mál. Þessi atriði verða að vera fyrir hendi og vel starfandi ef samfélag á að þróast og vera samkeppnisfært. Dæmi var tekið um sveitarfélag þar sem fýrirtækið hafði þjónustusamn- ing (einkaframkvæmd) við, þ.e. Brighton í Englandi. í Ijósi sífellt hrakandi þjónustu og jafnhliða auknum útgjöldum sveitarfélagsins og hækkun skatta ákvað sveitar- stjómin árið 1994 að bjóða út alla þjónustustarfsemi á vegum þess. Þessi markmið vom sett með útboð- inu: • Að draga úr kostnaði við þjón- ustu. • Að lækka skatta sveitarfélagsins. • Að auka gæði þjónustunnar. • Að draga úr afskiptum sveitar- félagsins. í kjölfar útboðsins voru gerðir þjónustusamningar við dótturfyrir- tæki SAUR, Ecovert, í 11 mála- flokkum með gildistíma frá 5 til 11 ára. Með þessum samningum var öll tæknileg og verkleg þjónusta á veg- um sveitarfélagsins komin í hendur eins verktaka og um 550 starfsmenn sveitarfélagsins þar með. Þeir mála- flokkar sem samningarnir ná yfir em: - Söfhun og endurvinnsla sorps. - Hreinsun gatna og baðstranda. - Viðhald húseigna á vegum sveit- arfélagsins, sem eru um 11.000 íbúðir og 35 byggingar. - Þrif í opinberum byggingum. - Stjórnun íþrótta- og æskulýðs- mannvirkja. - Rekstur mötuneyta. - Prentun og fjölritun á vegum sveitarfélagsins. - Skiltagerð á vegum sveitarfélags- ins. - Umsjón og viðhald með útimörk- uðum. - Viðhald skrúðgarða, almennings- garða, íþróttavalla og golfvalla. - Skipulags- og arkitektavinna fyrir sveitarfélagið. Við val á verktaka var stuðst við eftirfarandi: - Tæknilegar lausnir sem boðnar vom. - Fjármálalegan kostnað. - Vilja til fjárfestingar í samfélag- inu. Fjárhagslegt umfang samning- anna er um 15 milljón sterlingspund á ársgrundvelli. Verktaki gefur skýrslur til sveitarstjórnar með reglubundnum hætti, mismunandi oft eftir eðli þjónustunnar. Árleg skýrsla er lögð ffarn til sveitarstjóm- 3 1 O

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.