Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 21
STJÓRNSÝSLA Frá ráðstefnunni „Farsæld og fánýti" sem fjallaði um verðmætamat og lífsstefnu borgarbúa í nútíð og framtíð. við þá. Þetta var megináherslan, þó að sjálfsögðu væri einnig stuðst við lærðra manna ráð. Það er ekkert auðveldara en að skipa lærða nefhd, en það er hreint ekki auðvelt að stofna til samræðu við borgarbúa um mál, sem þeim mörgum leiðist og finnst sig alla jafhan litlu varða. Það er oft örðugt að sjá morgundaginn fyrir og næsta ár, hvað þá næstu fímmtán ár. Stefhumótun af þessu tagi er ekki ákvörðun um framtíðina heldur miklu frekar viljayfírlýsing um framtíðina. Hún byggir á skoðun á því hvað hefur verið að gerast, íhugun á hvert stefhi og á hvem hátt maður vilji hafa áhrif á það. Margir halda því fram að umræðan og íhugunin sem fram fer meðan stefna er í mótun sé miklu meira virði heldur en stefnan sjálf, að ferlið sé markverðara en afúrðin. Sumir ganga svo langt að segja að þegar stefnan sé svo mótuð að megi skrifa hana á blað, þá hafi hún þegar gert allt sitt gagn, og megi þess vegna fara i ruslakörfuna. Það eru kjömir fúlltrúar einir sem hafa fengið umboð til þess að taka stefnumótandi ákvarðanir. Þeir eiga að gera það í umboði kjósenda sinna en ekki sjálfra sín. Þeir þurfa þvi að þekkja vilja og óskir umbjóðenda sinna. „FRAMTÍÐARBORGIN" hefur þann tilgang að færa pólitískt kjömum fúlltrúum upplýsingar til að hafa til hliðsjónar í þeim stefnumótandi ákvörðunum sem þeir hafa verið kosnir til að taka. Sveitarfélag hefur síðan ráðið starfsmenn til þess að hrinda þessum ákvörðunum í ffamkvæmd. Auk þess sem kjömum fúlltrúum ber að móta stefnu er það einnig hlut- verk þeirra að fylgjast með því að starfsmenn sveitarfé- lagsins vinni í raun í samræmi við þá stefhu sem hefúr verið mótuð og bregðast við ef svo er ekki. Hvers vegna? Það em ýmsar almennar ástæður fyrir því að sveitar- félög marki sér stefnu til langs tíma. • Það er nauðsynlegt að vita hvert maður vill fara bæði í bráð og lengd. Fyrirtækjum og borgum sem leggja rækt við langtímastefhumótun famast yfírleitt betur og em betur undir það búin sem koma skal. • Öll nútímastjómunarfræði undirstrika mikilvægi og vaxandi mikilvægi þess að hafa sýn til lengri tíma, en samtímis sveigjanleika til að bregðast við breyttum að- stæðum. • Það er betra að vera dreginn áffam af markmiðum sín- um heldur en hrekjast undan ástæðum. (Láta stjómast af „til-þess-að“ hugmyndum en ekki ,,af-því-að“.) • Við lifiim á tímum örra og róttækra breytinga á flest- um sviðum, og það er erfitt að sjá næsta ár fyrir, jafn- vel næsta mánuð. Svo mótsagnakennt sem það er, þá er langtímasýn því mikilvægari sem hún er erfiðari. Það er engin sérstök þörf á að horfa langt fram í tím- 275
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.