Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 24
STJÓRNSÝSLA Fundir með stjórnendum og starfsfólki borgarinnar um viðfangseftii framtiðarinnar, fyrirsjáanleg vanda- mál og tækifæri. Landsbyggðarhópar: Framtíð Reykjavíkur kemur ekki Reykvíkingum einum við og því var efnt til við- ræðufunda með íbúum Akureyrar, Borgarbyggðar, Árborgar, Reykjanesbæjar, Isafjarðar og Sauðárkróks. Sex til tíu manns frá hverjum stað tóku þátt í fúndi. Alinenningur: Auglýst var eftir hugmyndum al- mennings og gefin upp símanúmer og netföng til þess að hafa samband við og koma athugasemdum eða til- lögum á ffamfæri. Skoðanakannanir. Þá var leitað eftir viðhorfum borgarbúa í viðhorfa- og skoðanakönnunum; þjón- ustukönnunum sem borgin hafði látið gera á árunum 1996 og 1999, könnunum sem Reykjavíkurborg eða aðrir aðilar höfðu gengist fyrir nýlega af öðrum tilefn- um en að gagni máttu koma og könnunum sem gerðar voru sérstaklega vegna FRAMTÍÐARBORGARINN- AR. Markmið þessarar hugmyndasöfnunar voru tvenns konar; annars vegar að safna hugmyndum unr fram- tíðarþróun borgarinnar, hins vegar að koma af stað umræðu um borgarmál sem víðast meðal borgarbúa. Sumar þær leiðir sem famar voru reyndust allvel, aðr- ar miður og nokkur reynsla fékkst af því hvernig stofna má til slíkrar samræðu. Yfir átta hundruð manns tóku beinan þátt i að leggja fram upplýsingar og hugmyndir, á þriðja þúsund borgarbúa sótti fúndi um verkefnið. Upplýsingar úr könnunum sem tóku til yfir tíu þúsund manns voru nýttar. Erfitt er að giska á hversu margir borgarbúar hafa fylgst með fjöl- miðlaumfjöllun um verkefnið eða sjónvarpsútsend- ingum frá ráðstefnum á þess vegum. 3 Þriðja stig fólst í að taka saman efnið sem safnast hafði um framtíðarþróun Reykjavíkur og annað að- gengilegt, nýlegt efni um sama efni sem til hafði orðið af öðmm tilefnum. Hér var um gríðarlegt efnismagn að ræða, sem skipti þúsundum síðna og var vissulega afar misgjöfúlt. Sumt vom hugleiðingar hins almenna borg- arbúa, gmndaðar eða sprottnar úr augnablikinu, annað var af ætt djúphugsaðra sérfræðiálita, sumt var talnaefni og töflur, enn annað fundargerðir og skýrslur. Saman- tektin var gerð með skiptingu borgarmála i „hin níu líf ‘ í huga og var tvenns konar, annars vegar var „vinnu- bók“, hins vegar „blað“. „Vinnubókin" var liðlega hundrað síðna úrval fyrir- liggjandi efnis i níu köflum. Uppmnagögnin vom stytt mikið en orðalag látið halda sér. Þessi vinnubók var annars vegar gerð á pappír i nokkmm eintökum fyrir borgarfulltrúa, en verður hins vegar birt á heimasíðu Reykjavíkurborgar og þannig gerð aðgengileg öllum sem áhuga hafa. Hins vegar var gert „vinnublað", sem var einfaldaður útdráttur úr vinnubókinni, um 16 bls. að stærð í dag- blaðsformi. Þetta blað verður senn prentað og því dreift til allra heimila í borginni. Með því móti verður umræð- unni á vissan hátt „skilað“ aftur til borgarbúa. Blaðinu er ætlað að vera hugsanafóður fyrir þá og vekja fólk til um- hugsunar og umræðu um borgarmál. Blaðið geymir ekki afstöðu borgarinnar heldur er það hugsað sem vinnugagn fyrir borgarbúa. 4 Fjórða stig verkefnisins verður viðhorfskönnun meðal borgarbúa skömmu eftir að blaðið kemur út. Við- horfskönnunin er hluti af árlegri þjónustukönnun sem borgin gerir til þess að kanna afstöðu borgarbúa til þjón- ustu borgarinnar. í þeim hluta hennar, sem tengist ffam- tiðarborgarverkefninu, verður leitað eftir viðhorfum borgarbúa til framtíðarþróunar borgarinnar, og með vissri skírskotun til þeirrar umræðu og kynningar á borg- armálum sem fram hefur farið. Nánar tiltekið er leitað eftir: • Áliti borgarbúa á mikilvægi einstakra þátta í starfsemi borgarinnar til ffamtíðar, hvort auka beri eða draga úr vægi einstakra málaflokka eða verkefna á næstu 15 árum. • Áliti borgarbúa á því hveijir verði helstu styrkleikar, veikleikar og hver helstu vandamál og tækifæri Reykjavíkur á næstunni. • Óskum borgarbúa um almennar áherslur í borgarstarf- seminni í ffamtíðinni. • Áliti borgarbúa á nokkrum álitamálum sem vænta má að verði efst á baugi í umræðunni um borgannálefni á næstu ámm. Niðurstöður þessarar könnunar, vinnublaðið og vinnu- bókin, verða því næst lagðar fyrir borgarfúlltrúa til hlið- sjónar við mótun framtíðarsýnar fyrir Reykjavíkurborg, þjónustu hennar og ímynd, til næstu fimmtán ára. Að baki er síðan allt það mikla efnissafn sem þessi gögn byggja á. 5 Framtíðarsýn. Þá er áformað að í ársbyijun 2001 eigi borgarfulltrúar með sér fundi, þar sem þeir með öðm styðjast við ffamangreind gögn, og setji ffam hugmyndir um hvemig borg skuli stefnt að því að Reykjavík verði að fimmtán árum liðnum, hvaða áherslur skuli setja, hvaða vandamál þurfi að búa sig undir, hvaða tækifæri sé rétt að grípa, hvaða kosti sé rétt að hagnýta sér og hvaða veikleikum þurfi að bæta úr. Hér er líklegt að verði um ffemur almenna lýsingu að ræða (ffamtíðarsýn) sem felur í sér nokkur meginmarkmið, þ.e. atriði sem 278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.