Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 59

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 59
FJÁRMÁL Breytingar á tekjustofnalögunum að mestu byggðar á tillögum tekjustofnanefndar Hinn 29. nóvember voru á Alþingi samþykkt lög um breytingar á tekjustofnalögunum sem ætlað er að gera sveitarfélögunum kleift að mæta aukinni fjárþörf eins og segir í athugasemdum við lagafhtmvarpið. Breytingarnar byggjast i höfuðatriðum á tillögum endurskoðunamefndar tekjustofnalaganna, sem kölluð hefur verið nefnd um tekjustofna sveitarfélaga eða oft og tíðum aðeins tekjustofiianefhd, sem félagsmálaráð- herra skipaði hinn 2. júní 1999 með aðild sambandsins. Hámarksútsvar hækkaö í áföngum Meginbreytingin er fólgin í því að hámarksút- svarsprósenta sveitarfélaga er hækkuð í tveimur áföng- um um samtals 0,99 prósentustig. í fyrri áfanga frá 1. janúar 2001 hækkar hámarks- heimild til útsvarsálagningar um 0,66 prósentustig og verður 12,70% í stað 12,04% og á móti lækkar tekju- skattsprósenta ríkisins um 0,33 prósentustig. Lágmarks- útsvarsprósenta verður óbreytt 11,24%. í seinni áfanga ffá 1. janúar 2002 hækkar hámarks- heimild til útsvarsálagningar um 0,33 prósentustig og verður 13,03% í stað 12,70% miðað við fyrri áfanga. Lágmarksútsvar verður áffam óbreytt. Fasteignamat veröi stofn til álagningar fasteignaskatts í annan stað er gerð sú breyting að álagningarstofn fasteignaskatts verður fasteignamat. Er það gert að fmmkvæði ríkisstjómarinnar í samræmi við fyrirheit sem um það vom gefin i stjómarsáttmála hennar. Breyt- ingin hefur í för með sér vemlega lækkun fasteigna- skatts einstaklinga og fyrirtækja utan höfuðborgarsvæð- isins. Þannig er metið að sveitarfélög utan höfuðborgar- svæðisins verði vegna breytingarinnar af skatttekjum sem nemi um 1,1 milljarði króna. Til þess að jafna þetta tekjutap sveitarfélaganna renn- ur úr ríkissjóði til jöfnunarsjóðs ffamlag er nemur 0,64% af skatttekjum ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum sem innheimtir em í ríkissjóð. Um ffamkvæmd ákvæð- isins skal ráðherra setja reglugerð í samráði við sam- bandið. I tillögu endurskoðunamefndarinnar er sagt að markmið slíkrar jöfhunar sé að hvert einstakt sveitarfé- lag verði ffamvegis jafhsett miðað við núverandi stöðu og fyrir lagabreytinguna. Lagði nefhdin til að skipaður yrði starfshópur fulltrúa sambandsins og ríkisins sem geri tillögu um ráðstöfun framlaga til sveitarfélaganna vegna breytinganna á álagningarstofninum. Undanþágum frá fasteignaskatti fækkaö Þá lagði endurskoðunamefndin til að undanþágu- ákvæðum frá fasteignaskatti, sem er að finna í tekju- stofnalögunum og i sérlögum, verði fækkað svo sem kostur er og að þegar verði hafin vinna við að endur- skoða umrædd lagaákvæði. Myndi það bæði einfalda álagninguna og auka skatttekjur sveitarfélaga, segir í áliti nefhdarinnar. 700 milljóna framlag í jöfnunarsjóð í ár og næsta ár Þá hefur verið fallist á þá tillögu nefhdarinnar að á ár- inu 2000 komi 700 milllj. kr. framlag til sveitarfélaga um jöfnunarsjóð sem ráðstafað verði með líkum hætti og sambærilegt ffamlag árið 1999. Á árinu 2001 renni sama fjárhæð til jöfnunarsjóðs og verði því ráðstafað til sveitarfélaga í samráði við Samband íslenskra sveitarfé- laga. Kostnaöarmat og samráö I tillögum nefhdarinnar er lagt til að lagafmmvörp og stjómvaldsákvarðanir sem hafa áhrif á fjárhag sveitarfé- laga verði kostnaðarmetin gagnvart sveitarfélögum. Ríki og sveitarfélög skulu hafa samráð um fyrirkomulag kostnaðarmatsins svo og hvemig skuli fara með ágrein- ingsmál. Verkaskiptingu veröi breytt \ Nefhdin leggur til að þegar í stað verði hafin vinna við að yfirfara verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og það skoðað sérstaklega hvar ástæða sé til að draga úr sameiginlegum verkefnum. Nefhdin bendir í því sam- bandi sérstaklega á verkefhi á sviði öldmnarmála. Sérstaklega leggur nefndin til að stofnkostnaður sjúkrastofnana, heilsugæslustöðva og framhaldsskóla, þ.m.t. heimavistir, verði færður til ríkisins svo og Inn- heimtustofnun sveitarfélaga. Úttekt á þjónustugjöldum Loks leggur nefndin til að heildarúttekt fari fram á 3 1 3

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.