Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 17
FRÆÐSLUMÁL í skýrslu Ólafs Darra kemur m.a. ffam að tekjur sveit- arfélaga og útgjöld eru mismunandi og í því sambandi vil ég nefna eftirfarandi: Á Akureyri var kostnaður 23,5% meiri en tekjur. Á Homafírði var kostnaður 17,47% meiri en tekjur. í Kópavogi var kostnaður 7,03 % meiri en tekjur. í Reykjavík var kostnaður 3,08% meiri en tekjur. Á Siglufírði var kostnaður 17,23% meiri en tekjur. Þótt þessi dæmi séu tekin um mismun má einnig nefna sveitarfélög, sem höfðu tekjur umfram útgjöld sem tengdust yfirfærslu grunnskólans. En í hvað hefúr þetta fjármagn farið? Nær öll sveitarfélög hafa aukið þjónustu með lengri viðveru yngri bama. Flest sveitarfélög hafa bætt aðstöðu og aukið matar- þjónustu við nemendur. Skiptitímar hafa verið auknir hjá flestum sveitarfélög- um. Húsnæði skólanna hefur verið endurbætt og enn standa yfir ffamkvæmdir hjá mörgum sveitarfélögum. Sveitarfélög voru víða knúin til þess að inna af hendi aukagreiðslur til kennara. Tómstunda- og æskulýðsmál hafa verið bætt og fjár- magn aukið til þeirra mála. Auknu ljármagni hefúr verið varið í stjómsýslu skól- anna, m.a. með stöðum deildarstjóra. Mörg sveitarfélög hafa heimilað ráðningu á námsráð- gjöfúm í skóla. Aukið hefur verið við annað starfsfólk, t.d. settir stuðningsfúlltrúar i skóla. Sérkennsla í skólum hefúr verið bætt og fleiri nem- endur með sérþarfir em í heimaskóla. Ýmsum sérúrræðum fyrir nemendur hefúr verið komið upp og má t.d nefha Kópavog sem dæmi í þeim efnum. Eins og fram kemur í þessari upptalningu hafa sveitar- félögin varið mun meiri fjármunum til skólastarfsins en áður var gert. Breytingar ef til yfirfærsiu kemur á mál- efnum fatlaðra Nú er til umræðu að flytja málefni fatlaðra til sveitar- félagana árið 2002. Þá er ffóðlegt að velta því fýrir sér hvaða áhrif flutn- ingur á málefnum fatlaðra hefúr á rekstur sveitarfélaga, en mat mitt má sjá á þessu súluriti: Ef af þeim áformum verður mun félagsþjónusta aukast um 15-17% sem hlutdeild af heildarútgjöldum og hlutdeild grunnskóla lækka um 8% af útgjöldum sveitarfélaga. Þá er og ljóst að einnig munu sveitarfélögin standa frammi fyrir eftirfarandi: • Rekstrarútgjöld sveitarfélags munu aukast til þessa Breytingar ef til yfirfærslu kemur á málefnum fatlaðra. málaflokks. • Félagsþjónusta hækkar um 50% umfram núverandi kostnað. Skólasamningar og nýtt skipulag stjórn- sýslu í Kópavogi Kópavogsbær hefúr á undanfömum 10 árum lagt mik- ið upp úr því að bæta skólastarfið og skólaumhverfið í bænum. Þannig var sett fram á árinu 1993 stefna um ein- setningu grunnskólans á árunum 1993-1997 og var þeirri stefnu fylgt eftir með framkvæmdum og kaupum á lausum kennslustofúm. Samhliða þessum ákvörðunum fómm við Bjöm Þor- steinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningar- sviðs Kópavogs, til Danmerkur til að kynna okkur reynslu danskra sveitarfélaga af yfirfærslu gmnnskólans í Danmörku. Þessa ferð fómm við á árinu 1995 eða einu ári áður en yfirfærslan átti sér stað. Þannig hóf Kópavogsbær undirbúning yfirfærslu gmnnskólans strax og fyrir lá að hann yrði færður til sveitarfélaganna. Skipurit fyrir skólaskrifstofú var svo kynnt og sam- þykkt í upphafi ársins 1996. Kópavogsbær hefur í stjómsýslu fyrir gmnnskólana farið að nokkru leyti aðrar leiðir en mörg sveitarfélög með því að kaupa að þjónustu, t.d sálfræðiþjónustu að vemlegu leyti. í ársbyrjun 1998 var samþykkt að gera tilraunasamn- ing við þijá gmnnskóla í bænum um fjárhagslegt sjálf- stæði þeirra. í samningunum við skólana fólst m.a. að þeim var heimilt að færa rekstrarafgang milli ára og í ljós hefúr komið að þessi afgangur var allmikill eða frá 2-9 millj. 27 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.