Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 46

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 46
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201346 tÓnmenntakennsla í íslenskUm grUnnskÓlUm Námsefni í tónmennt Ekki var að finna á viðmælendum að skortur á námsefni væri þeim ofarlega í huga og kom það á óvart. Gilti einu hvort rætt var við þá reyndustu eða nýliðana í starfi. Allir kváðust hafa úr nógu að moða og löguðu efni úr ýmsum áttum að þörfum sínum og nemendanna. Af útgefnu námsefni í tónmennt frá Námsgagnastofnun má segja að söngvasöfnin hafi oftast verið nefnd þegar spurt var um það hvaða efni væri notað í kennslu. Margir notfærðu sér að auki vefinn til þess að finna söngtexta og búa til sín eigin söngvasöfn, annaðhvort til þess að varpa á vegg eða prenta í lítil hefti. Líklega notuðu þessir tónmenntakennarar söngvasafnið Syngjandi skóli mest af öllu útgefnu efni í tónmennt. Næst á eftir söngvasöfnunum var hugmynda- og verkefna- mappan Það var lagið oftast nefnd, en níu af tólf viðmælendum sögðust hafa notað eitthvað úr þessari möppu með góðum árangri. Nokkuð misjafnt var hvaða þætti úr möppunni kennararnir höfðu notað. Sumir notuðu hana sem kveikju að hugmyndum, aðrir notuðu mest leikina, nokkrir höfðu prófað söngva með skólaslagverki og enn aðrir voru hrifnir af verkefnablöðum og spilum eins og „táknabingó“ sem þjálfar nem- endur í því að þekkja tákn vestrænnar nótnaskriftar. Einn af reyndustu kennurunum sagði þetta besta námsefni sem komið hefði út í tónmennt að hans mati. Líklega á fjöl- breytilegt innihald möppunnar sinn þátt í vinsældum hennar, þar sem hver kennari getur valið áherslur í samræmi við eigin áhuga, aðstæður og nemendahóp. Annað efni í tónmennt frá Námsgagnastofnun var nefnt til sögunnar, svo sem hlustunarefnið Það er gaman að hlusta og gamla efnið í tónmennt, Tónmennt, hefti 1−4, en það efni virðist einna minnst notað, og þá helst að verkefnabækurnar séu notaðar til þess að kenna nótnaskrift og grunnatriði í tónfræði. Viðmælendur leituðu víða fanga eftir námsefni. Sumir höfðu þýtt efni til eigin nota úr erlendu námsefni eða nýttu úr því hugmyndir. Af erlendu efni var sérstak- lega minnst á efnið í tónmennt frá Silver-Burdett og bókina 101 music games. Þar að auki nefndu sumir myndefni með söngleikjum og óperum (Töfraflautan, Carmen, Sound of music, Fantasía og Sinfónían og hljóðfærin). Kennsluefni í barna- og þjóð- dönsum eftir Kolfinnu Sigurvinsdóttur var notað af einum viðmælanda. Heima- tilbúið efni kennaranna sjálfra samanstóð m.a. af kennslu- og hlustunarefni um Bítlana og um ýmis sígild tónskáld sögunnar, svo sem Bach, Mozart og Beethoven. Einnig höfðu margir eldri kennaranna sinn eigin verkefnabanka sem þeir notuðu sjálfir en töldu ekki henta til útgáfu eða dreifingar til annarra tónmenntakennara. Ábendingar um úrbætur á námsefni voru ekki margar, fyrir utan það að sum söngva- söfn væru orðin úrelt. Bent var á að auka mætti úrval af einföldum útsetningum fyrir skólahljóðfæri, sem væri jafnframt undirleikur undir skemmtileg og vinsæl sönglög, en einnig að þörf væri á slíkum útsetningum íslenskra þjóðlaga. Kennsluaðferðir Í nær öllum tilfellum voru kennslustundir þessara tónmenntakennara kennarastýrðar, en minna lagt upp úr sjálfstæðri vinnu nemenda. Flestir tímar í tónmennt fólu í sér einhvern söng og þá oft í upphafi eða lok kennslustunda. Algengt var að unnið væri með rytma í formi klappleikja en mismunandi var hvort kennarar lögðu áherslu á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.