Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 79

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 79 margrét a. markÚsdÓttir og sigrÚn aðalBJarnardÓttir gefin rödd. Þátttakendur eru um 1500 ungmenni úr þremur byggðakjörnum landsins og voru spurningalistar lagðir fyrir þau þegar þau voru 11, 14 og 18 ára og viðtöl tekin við nítján þeirra ári síðar. baKsViÐ Hugtökin mannréttindi og borgaravitund Hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands (2006) kemur fram að mannréttindi séu þau rétt- indi „sem okkur eru nauðsynleg til að lifa sem manneskjur. … Mannréttindi eru einn- ig vernd gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist og þau vinna gegn vanþekkingu og hatri. … Mannréttindi eru alþjóðleg … þau eru alltaf réttindi allra einstaklinga.“ Enn fremur segir: „Hver einstaklingur ber ábyrgð á því að mannréttindi séu á engum brotin.“ Samkvæmt Ólafi Páli Jónssyni (2011) er lagður þrenns konar skilningur í hugtakið mannréttindi. Í fyrsta lagi er um að ræða lagalegan skilning og þá átt við réttindi eins og þau sem sett eru fram í Mannréttindayfirlýsingu SÞ. Í öðru lagi er það pólitískur skilningur sem vísar til þeirra réttinda sem tryggja á fólki, óháð alþjóðasamþykktum . Í þriðja lagi er það siðferðilegur skilningur sem felur í sér þau réttindi sem allir hafa óháð þjóðfélagsgerð eða efnahag. Skilningur á mannréttindum er þáttur í borgaravitund fólks. Með hugtakinu borg- aravitund (e. citizenship/civic engagement) er átt við „vitund fólks um merkingu þess að vera borgari í samfélagi með þeim lýðréttindum, skyldum og ábyrgð sem það felur í sér“ (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007, bls. 40). Upprunaleg merking hug- taksins tengist gjarnan stjórnmálum eins og kosningaþátttöku (Kubow, Grossman og Ninomiya, 2000). Nú á tímum alþjóðavæðingar með auknum fólksflutningum milli landa er lögð áhersla á að víkka út hugtakið og taka mið af mannréttindum, réttlæti og fjölmenningu (Banks, 2009). Í því samhengi er rætt um alþjóðlega borgaravitund (e. cosmopolitan citizenship) og þá með hliðsjón af Mannréttindayfirlýsingu SÞ (Mann- réttindaskrifstofa Íslands, 2008, Osler og Starkey, 2003). Borgaravitund sem byggist á heimsborgaralegri sýn felst meðal annars í því að virða fjölbreytileika fólks, hvort sem hann felst í mismunandi þjóðerni, menningu, kynferði, fötlun eða öðrum þáttum (Osler og Starkey, 2003). Enn fremur felst hún í því að stuðla að jafnrétti í nærsam- félaginu, í þjóðríkinu og á alheimsvísu (e. local, national and international level). Þetta þýðir að í forgrunn eru sett sammannleg og sameiginleg réttindi, skyldur og ábyrgð á því að vinna að málum sem snerta alla (Advisory Group on Citizenship, 1998). Viðhorf til innflytjenda Í tímans rás hafa innflytjendur í flestum samfélögum verið framandgerðir (e. other- ing). Með framandgervingu er ákveðinn þjóðfélagshópur látinn líta framandi eða öðruvísi út en meirihlutinn, jafnvel þannig að meirihlutanum stafi ógn af honum (Triandafyllidou, 2006). Þannig er hópnum ýtt út á „jaðarinn“ burt frá „okkur“ sem til- heyrum „miðjunni“. Hugtakið „hinir“ kom upphaflega fram í kvenna- og kynjafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.