Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 85

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 85
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 85 margrét a. markÚsdÓttir og sigrÚn aðalBJarnardÓttir Íslenskukunnátta: Greinilegt er að íslenskukunnátta fólks af erlendum uppruna skiptir ungmennin miklu máli. Að þeirra mati virðist sem sú kunnátta sé lykillinn að sam- félaginu; hún gefi innflytjendum tækifæri til að hafa sömu stöðu þar og aðrir. Nánar tiltekið telja ungmennin mikilvægt fyrir innflytjendur að geta talað íslensku til að komast betur inn í samfélagið og tilheyra því. Þau benda á að íslenskan geti gert fólki erfitt fyrir við að nýta þau tækifæri sem bjóðast í nýjum heimkynnum. Erfitt sé að læra hana og geti það til dæmis komið í veg fyrir að það fái „góða“ vinnu. Íslensku- kunnátta sé meðal annars mikilvæg í störfum þar sem mannleg samskipti eru mikil, eins og við kennslu og umönnunarstörf. Benjamín segir sem dæmi: „Mér finnst að kennarar eigi að geta talað íslensku þó svo það sé með einhverjum hreim … Ef þú ert að fara tala við fólk eða þú þarft að kenna eitthvað þá finnst mér að þú ættir að geta lært tungumálið.“ Jafnframt geti lítil íslenskukunnátta gert fólki erfitt fyrir félagslega við að eignast vini og hafa almenn samskipti við fólk. Með orðum Gunnlaugs: „[Fólk] missir af svo miklu [í samskiptunum] með því að kunna ekki íslensku almennilega.“ Jöfn réttindi: Tækifæri innflytjenda til jafnra réttinda á við aðra er ungmennunum hugleikið. Þau draga fram rétt til að hafa skoðun og áhrif, m.a. með því að kjósa. Taka má sem dæmi að þau Eiríkur, Gunnlaugur og Tinna telja að innflytjendur ættu að hafa áhrif á „kerfið“ og fá að taka þátt í að móta íslensk „lög og reglur“ vegna þess að þeir þurfi að fara eftir þeim eins og aðrir og því sé rödd þeirra jafn mikilvæg og annarra í samfélaginu. Þuríður vísar til „okkar“ í sporum innflytjenda í þessu samhengi: „Við myndum líka alveg vilja hafa áhrif ef við myndum flytja eitthvað út.“ Og Ævar heldur því fram að það felist réttlæti í því að foreldrar barna af erlendum uppruna fái að kjósa: „Eins og ef ein stelpa sem er jafn gömul mér og foreldrar hennar flytja hingað og síðan myndu mínir foreldrar fá að kjósa um allt en ekki hennar; það væri bara ekki réttlátt.“ Hjá ungmennunum kemur einnig fram sú skoðun að innflytjendur hafi rétt á og ættu að fá tækifæri til að „viðhalda sínu“ eins og þau orða það. Þar eiga þau meðal annars við það að viðhalda upprunalegu tungumáli sínu, siðum og lífsstíl. Þau færa þau rök fyrir því að mikilvægt sé að innflytjendur týni ekki menningu sinni og tungu: „Þetta er bara það sem gerir mann að því sem maður er,“ segir Hákon. Þannig vísa þau beint og óbeint til sjálfsmyndar fólks. Eiríkur tekur sem dæmi að fólk hafi „rétt til þess“ að „halda sinni trú og sínum siðum“ ef það kýs svo; það sé „réttlátt … annars missir það eiginlega hluta af sjálfum sér.“ Svandís talar um byggingu trúarlegs hús- næðis í þessu samhengi: „Þetta er bara ákveðið frelsi fyrir þau og mannréttindi.“ Ung- mennin benda jafnframt á að gott sé fyrir innflytjendur að geta hitt aðra af sínum eigin uppruna. Það geti ýtt undir samheldni fólks og veitt því „öryggistilfinningu“ sem sé mikilvægt eins og Ellen tekur til orða „til að muna hvaðan maður er kominn og hver maður er. Ég held að það hjálpi manni á nýjum stað.“ Fordómar: Ungmennin tala einnig um fordóma og að þeir geti dregið úr tækifærum fólks af erlendum uppruna hér á landi. Mjög erfitt geti verið fyrir innflytjendur að flytjast hingað og komast inn í menninguna. Tinna telur að Íslendingar líti „oft niður á útlendinga“ og Þuríður tekur svo til orða: „Hér eru svo rosalega miklir fordómar og margir eru rosalega grófir í því og alhæfa allt yfir alla.“ Í þessu samhengi segir Finnur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.